Pútín segist ekki tilbúinn að sleppa áhöfnum skipanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. desember 2018 21:15 Vladimir Pútín Rússlandsforseti. Ricardo Ceppi/Getty Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa sent fjölda hermanna að landamærum Rússlands og Úkraínu. Heldur hann því fram að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu eftir átökin í Svartahafi sem hafa átt sér stað milli ríkjanna. „Við þurfum sterk, sameinuð og afgerandi viðbrögð við árásargjörnum aðgerðum Rússa,“ sagði Poroshenko í viðtali við þýska miðilinn Funke. Á mánudaginn sannfærði Poroshenko úkraínska þingið um að lýsa yfir herlögum til 30 daga, til þess að verjast mögulegri árás Rússa.Pútín segir ekki unnt að sleppa föngum Vladimir Pútín Rússlandsforseti tjáði sig við fjölmiðla á G20 leiðtogafundinum í Argentínu þar sem hann sagði „of snemmt“ að sleppa áhöfnum skipanna úr haldi. Fyrst þurfi að fara fram rannsókn á því sem átti sér stað á milli rússnesku og úkarínsku hersveitanna. Aðspurður hvort til greina kæmi að sleppa áhöfnum skipanna í skiptum fyrir Rússa sem eru í haldi Úkraínumanna sagði Pútín það ekki vera ákjósanlegan kost. „Við erum ekki að íhuga fangaskipti og Úkraína hefur ekki stungið upp á því heldur, það er of snemmt að ræða um slíkt strax. Það er enn verið að rannsaka málið.“ Þá sakaði Pútín úkraínsk stjórnvöld um að hafa ögrað rússneska hernum til þess að búa atvikið til og stigmagna átökin í þeim tilgangi að draga athygli frá vandamálum innanlands. „Það verður að vera á hreinu að þetta var klár ögrun að hálfu úkraínsku ríkisstjórnarinnar, það verður að koma fram. [...] Núverandi stjórnvöld í Úkraínu hafa engan áhuga á því að leysa málið. Á meðan þau eru við völd mun stríðið halda áfram. Hvers vegna? Vegna þess að þegar þú ert með ögranir, svona óvinveittar aðgerðir eins og í Svartahafinu, þá getur þú alltaf notað stríð til þess að réttlæta efnahagslegar hörmungar af þínum völdum.“ Rússland Úkraína Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Ráðamenn í Úkraínu hafa kallað eftir því að Þýskaland og bandamenn þess auki hernaðarumsvif sín í og við Svartahaf. Sú krafa kemur í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú úkraínsk skip og tóku áhafnir þess fastar. Vladimir Pútín segir enga lausn í sjónmáli og sakar Úkraínu um að vilja ekki leysa málið. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, segir Rússa hafa sent fjölda hermanna að landamærum Rússlands og Úkraínu. Heldur hann því fram að Rússar hyggist ráðast inn í Úkraínu eftir átökin í Svartahafi sem hafa átt sér stað milli ríkjanna. „Við þurfum sterk, sameinuð og afgerandi viðbrögð við árásargjörnum aðgerðum Rússa,“ sagði Poroshenko í viðtali við þýska miðilinn Funke. Á mánudaginn sannfærði Poroshenko úkraínska þingið um að lýsa yfir herlögum til 30 daga, til þess að verjast mögulegri árás Rússa.Pútín segir ekki unnt að sleppa föngum Vladimir Pútín Rússlandsforseti tjáði sig við fjölmiðla á G20 leiðtogafundinum í Argentínu þar sem hann sagði „of snemmt“ að sleppa áhöfnum skipanna úr haldi. Fyrst þurfi að fara fram rannsókn á því sem átti sér stað á milli rússnesku og úkarínsku hersveitanna. Aðspurður hvort til greina kæmi að sleppa áhöfnum skipanna í skiptum fyrir Rússa sem eru í haldi Úkraínumanna sagði Pútín það ekki vera ákjósanlegan kost. „Við erum ekki að íhuga fangaskipti og Úkraína hefur ekki stungið upp á því heldur, það er of snemmt að ræða um slíkt strax. Það er enn verið að rannsaka málið.“ Þá sakaði Pútín úkraínsk stjórnvöld um að hafa ögrað rússneska hernum til þess að búa atvikið til og stigmagna átökin í þeim tilgangi að draga athygli frá vandamálum innanlands. „Það verður að vera á hreinu að þetta var klár ögrun að hálfu úkraínsku ríkisstjórnarinnar, það verður að koma fram. [...] Núverandi stjórnvöld í Úkraínu hafa engan áhuga á því að leysa málið. Á meðan þau eru við völd mun stríðið halda áfram. Hvers vegna? Vegna þess að þegar þú ert með ögranir, svona óvinveittar aðgerðir eins og í Svartahafinu, þá getur þú alltaf notað stríð til þess að réttlæta efnahagslegar hörmungar af þínum völdum.“
Rússland Úkraína Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira