Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. maí 2018 06:29 Steve Mnuchin kynnti viðskiptaþvinganirnar í gærkvöld. Vísir/AFP Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöldi viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. Steve Mnuchin fjármálaráðherra sagði að þvinganirnir beinist gegn þeim sem hafi dælt milljónum dala til sveitanna - og þannig fjármagnað „hættulega starfsemi“ (e. malign activity) þeirra. Allir einstaklingarnir sem um ræðir eru íranskir ríkisborgarar. Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum þeirra er því óheimilt að stunda við þá viðskipti frá og með deginum í dag. Viðskiptaþvingarnar koma í kjölfar úrsagnar Bandaríkjanna úr kjarnorkusamningunum við Íran, sem undirritaður var árið 2015. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) eru sögð hafa aðstoðað Bandríkjastjórn við innleiðingu viðskiptaþvingananna. Í tilkynningu frá Mnuchin segir að írönsk stjórnvöld og bankar landsins hafi „misnotað aðgang sinn að aðilum“ í SAF til að komast yfir bandaríkjadali svo að fjármagna mætti Byltingarverðina.Sjá einnig: Skiptast á árásum í Sýrlandi „Við ætlum okkum að stöðva flæði fjármagns til írönsku byltingarvarðanna, sama hvaðan það kemur og hver áfangastaður þess er,“ segir í tilkynningunni. Byltingarverðirnir heyra beint undir klerkastjórnina, ólíkt hernum. Þær voru stofnaðar eftir íslömsku byltinguna árið 1979 þegar Ayatollah Khomeini og fylgismenn hans náðu völdum. Þeim var ætlað að vernda ríkið og gildi byltingarinnar. Ekki leið á löngu áður en sveitirnar urðu gríðarlegt hernaðar-, stjórnmála- og efnahagslegt afl í landinu að sögn breska ríkisútvarpsins. Byltingarverðirnir eru vel vopnum búnir og búa að þrautþjálfuðum hermönnum. Þeir hafa því verið potturinn og pannan í flestum af mikilvægari hernaðaraðgerðum Íranshers síðustu áratugi og gegn mikilvægu hlutverki við að styðja skæruliðasveitir á erlendri grundu, t.d. Hezbollah í Líbanon og þjóðvarðlið sjía múslima í Írak. Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöldi viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina. Steve Mnuchin fjármálaráðherra sagði að þvinganirnir beinist gegn þeim sem hafi dælt milljónum dala til sveitanna - og þannig fjármagnað „hættulega starfsemi“ (e. malign activity) þeirra. Allir einstaklingarnir sem um ræðir eru íranskir ríkisborgarar. Bandaríkjamönnum og fyrirtækjum þeirra er því óheimilt að stunda við þá viðskipti frá og með deginum í dag. Viðskiptaþvingarnar koma í kjölfar úrsagnar Bandaríkjanna úr kjarnorkusamningunum við Íran, sem undirritaður var árið 2015. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (SAF) eru sögð hafa aðstoðað Bandríkjastjórn við innleiðingu viðskiptaþvingananna. Í tilkynningu frá Mnuchin segir að írönsk stjórnvöld og bankar landsins hafi „misnotað aðgang sinn að aðilum“ í SAF til að komast yfir bandaríkjadali svo að fjármagna mætti Byltingarverðina.Sjá einnig: Skiptast á árásum í Sýrlandi „Við ætlum okkum að stöðva flæði fjármagns til írönsku byltingarvarðanna, sama hvaðan það kemur og hver áfangastaður þess er,“ segir í tilkynningunni. Byltingarverðirnir heyra beint undir klerkastjórnina, ólíkt hernum. Þær voru stofnaðar eftir íslömsku byltinguna árið 1979 þegar Ayatollah Khomeini og fylgismenn hans náðu völdum. Þeim var ætlað að vernda ríkið og gildi byltingarinnar. Ekki leið á löngu áður en sveitirnar urðu gríðarlegt hernaðar-, stjórnmála- og efnahagslegt afl í landinu að sögn breska ríkisútvarpsins. Byltingarverðirnir eru vel vopnum búnir og búa að þrautþjálfuðum hermönnum. Þeir hafa því verið potturinn og pannan í flestum af mikilvægari hernaðaraðgerðum Íranshers síðustu áratugi og gegn mikilvægu hlutverki við að styðja skæruliðasveitir á erlendri grundu, t.d. Hezbollah í Líbanon og þjóðvarðlið sjía múslima í Írak.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42 Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Trump dregur Bandaríkin út úr kjarnorkusamningnum við Íran Bandaríkjaforseti tjáði Emmanuel Macron Frakklandsforseta þetta í morgun. Tilkynnt verður um ákvörðunina formlega síðdegis. 8. maí 2018 15:42
Skiptast á árásum í Sýrlandi Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða. 11. maí 2018 05:00
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06