Skiptast á árásum í Sýrlandi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 11. maí 2018 05:00 Mikill viðbúnaður er í bækistöðvum Ísraela í Gólanhæðum nærri landamærum Ísraels og Sýrlands. Vísir/Getty Ísraelsher gerði í gær sína stærstu árás í Sýrlandi frá því að stríðið þar í landi hófst árið 2011. Ísraelar segja að árásin hafi náð til nærri allra hernaðarinnviða Írana í Sýrlandi. Sýrlenski herinn segir að þrír hafi fallið í árásinni og tveir særst en sýrlenska mannréttindavaktin segir tölu látinna vera 23. Árásin kemur í kjölfar þess að 20 flugskeytum var skotið að hernaðaraðstöðu Ísraela á Gólanhæðum í Sýrlandi. Sú árás bar ekki tilætlaðan árangur. Að sögn Ísraelshers var flugskeytunum annaðhvort grandað af loftvernarkerfi hersins eða þau náðu ekki skotmörkum sínum og árásin olli hvorki mannfalli né tjóni. Flugskeyti Írana voru þau fyrstu sem herinn skýtur að landsvæði sem er undir yfirráðum Ísraela en Ísraelar hrifsuðu svæði á Gólanhæðum af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Þrátt fyrir að árás Írana hafi ekki borið tilætlaðan árangur tekur Ísraelsher árásina mjög alvarlega líkt og sést af gagnárásinni. Haft er eftir Jonathan Conricus, ofursta og talsmanni ísraelska hersins, að í árás Ísraela hafi orrustuþotur varpað sprengjum á um 70 skotmörk og valdið verulegu tjóni. Skotmörkin hafi verið margvíslegar bækistöðvar Írana, ratsjárstöðvar, vopnabúr og birgðastöðvar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi „Þeir verða að muna að ef það koma dropar hér [í Ísrael] þá verður úrhelli þar,“ sagði Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, um málið á blaðamannafundi. Lieberman lagði áherslu á að Ísraelar hefðu engan áhuga á að málið mundi þróast í átt til meiri átaka en þeir þyrftu að vera búnir undir hvaða aðstæður sem kynnu að koma upp. „Ég vona að þessum kafla sé lokið og að allir hafi móttekið skilaboðin.“ Ísraelar óttast að Íranar og Hezbollah-samtökin séu að mynda nýja framlínu gegn Ísrael í Sýrlandi. Allt frá því að klerkaveldi komst á í Íran í kjölfar byltingarinnar þar í landi árið 1979 hafa Íranar litið svo á að Ísraelar hafi ekki rétt til að búa á landi sem „hafi verið tekið af múslimum með ólögmætum hætti“. Af þeim sökum líta Ísraelar á alla útþenslu Írana í löndunum í kring um sig alvarlegum augum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrr í vikunni að liðsmenn Byltingarvarðliðsins í Íran hafi flutt þróuð vopn til Sýrlands sem gætu ógnað ísraelskum orrustuþotum. Þá hefur málflutningur forsætisráðherrans gegn Íranssamningnum sem Donald Trump tilkynnti að Bandaríkin mundi rifta af þeirra hálfu á þriðjudag aukið togstreituna milli Ísraels og Írans. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Sjá meira
Ísraelsher gerði í gær sína stærstu árás í Sýrlandi frá því að stríðið þar í landi hófst árið 2011. Ísraelar segja að árásin hafi náð til nærri allra hernaðarinnviða Írana í Sýrlandi. Sýrlenski herinn segir að þrír hafi fallið í árásinni og tveir særst en sýrlenska mannréttindavaktin segir tölu látinna vera 23. Árásin kemur í kjölfar þess að 20 flugskeytum var skotið að hernaðaraðstöðu Ísraela á Gólanhæðum í Sýrlandi. Sú árás bar ekki tilætlaðan árangur. Að sögn Ísraelshers var flugskeytunum annaðhvort grandað af loftvernarkerfi hersins eða þau náðu ekki skotmörkum sínum og árásin olli hvorki mannfalli né tjóni. Flugskeyti Írana voru þau fyrstu sem herinn skýtur að landsvæði sem er undir yfirráðum Ísraela en Ísraelar hrifsuðu svæði á Gólanhæðum af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Þrátt fyrir að árás Írana hafi ekki borið tilætlaðan árangur tekur Ísraelsher árásina mjög alvarlega líkt og sést af gagnárásinni. Haft er eftir Jonathan Conricus, ofursta og talsmanni ísraelska hersins, að í árás Ísraela hafi orrustuþotur varpað sprengjum á um 70 skotmörk og valdið verulegu tjóni. Skotmörkin hafi verið margvíslegar bækistöðvar Írana, ratsjárstöðvar, vopnabúr og birgðastöðvar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi „Þeir verða að muna að ef það koma dropar hér [í Ísrael] þá verður úrhelli þar,“ sagði Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, um málið á blaðamannafundi. Lieberman lagði áherslu á að Ísraelar hefðu engan áhuga á að málið mundi þróast í átt til meiri átaka en þeir þyrftu að vera búnir undir hvaða aðstæður sem kynnu að koma upp. „Ég vona að þessum kafla sé lokið og að allir hafi móttekið skilaboðin.“ Ísraelar óttast að Íranar og Hezbollah-samtökin séu að mynda nýja framlínu gegn Ísrael í Sýrlandi. Allt frá því að klerkaveldi komst á í Íran í kjölfar byltingarinnar þar í landi árið 1979 hafa Íranar litið svo á að Ísraelar hafi ekki rétt til að búa á landi sem „hafi verið tekið af múslimum með ólögmætum hætti“. Af þeim sökum líta Ísraelar á alla útþenslu Írana í löndunum í kring um sig alvarlegum augum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrr í vikunni að liðsmenn Byltingarvarðliðsins í Íran hafi flutt þróuð vopn til Sýrlands sem gætu ógnað ísraelskum orrustuþotum. Þá hefur málflutningur forsætisráðherrans gegn Íranssamningnum sem Donald Trump tilkynnti að Bandaríkin mundi rifta af þeirra hálfu á þriðjudag aukið togstreituna milli Ísraels og Írans.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Sjá meira
Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent