Skiptast á árásum í Sýrlandi Grétar Þór Sigurðsson skrifar 11. maí 2018 05:00 Mikill viðbúnaður er í bækistöðvum Ísraela í Gólanhæðum nærri landamærum Ísraels og Sýrlands. Vísir/Getty Ísraelsher gerði í gær sína stærstu árás í Sýrlandi frá því að stríðið þar í landi hófst árið 2011. Ísraelar segja að árásin hafi náð til nærri allra hernaðarinnviða Írana í Sýrlandi. Sýrlenski herinn segir að þrír hafi fallið í árásinni og tveir særst en sýrlenska mannréttindavaktin segir tölu látinna vera 23. Árásin kemur í kjölfar þess að 20 flugskeytum var skotið að hernaðaraðstöðu Ísraela á Gólanhæðum í Sýrlandi. Sú árás bar ekki tilætlaðan árangur. Að sögn Ísraelshers var flugskeytunum annaðhvort grandað af loftvernarkerfi hersins eða þau náðu ekki skotmörkum sínum og árásin olli hvorki mannfalli né tjóni. Flugskeyti Írana voru þau fyrstu sem herinn skýtur að landsvæði sem er undir yfirráðum Ísraela en Ísraelar hrifsuðu svæði á Gólanhæðum af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Þrátt fyrir að árás Írana hafi ekki borið tilætlaðan árangur tekur Ísraelsher árásina mjög alvarlega líkt og sést af gagnárásinni. Haft er eftir Jonathan Conricus, ofursta og talsmanni ísraelska hersins, að í árás Ísraela hafi orrustuþotur varpað sprengjum á um 70 skotmörk og valdið verulegu tjóni. Skotmörkin hafi verið margvíslegar bækistöðvar Írana, ratsjárstöðvar, vopnabúr og birgðastöðvar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi „Þeir verða að muna að ef það koma dropar hér [í Ísrael] þá verður úrhelli þar,“ sagði Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, um málið á blaðamannafundi. Lieberman lagði áherslu á að Ísraelar hefðu engan áhuga á að málið mundi þróast í átt til meiri átaka en þeir þyrftu að vera búnir undir hvaða aðstæður sem kynnu að koma upp. „Ég vona að þessum kafla sé lokið og að allir hafi móttekið skilaboðin.“ Ísraelar óttast að Íranar og Hezbollah-samtökin séu að mynda nýja framlínu gegn Ísrael í Sýrlandi. Allt frá því að klerkaveldi komst á í Íran í kjölfar byltingarinnar þar í landi árið 1979 hafa Íranar litið svo á að Ísraelar hafi ekki rétt til að búa á landi sem „hafi verið tekið af múslimum með ólögmætum hætti“. Af þeim sökum líta Ísraelar á alla útþenslu Írana í löndunum í kring um sig alvarlegum augum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrr í vikunni að liðsmenn Byltingarvarðliðsins í Íran hafi flutt þróuð vopn til Sýrlands sem gætu ógnað ísraelskum orrustuþotum. Þá hefur málflutningur forsætisráðherrans gegn Íranssamningnum sem Donald Trump tilkynnti að Bandaríkin mundi rifta af þeirra hálfu á þriðjudag aukið togstreituna milli Ísraels og Írans. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Ísraelsher gerði í gær sína stærstu árás í Sýrlandi frá því að stríðið þar í landi hófst árið 2011. Ísraelar segja að árásin hafi náð til nærri allra hernaðarinnviða Írana í Sýrlandi. Sýrlenski herinn segir að þrír hafi fallið í árásinni og tveir særst en sýrlenska mannréttindavaktin segir tölu látinna vera 23. Árásin kemur í kjölfar þess að 20 flugskeytum var skotið að hernaðaraðstöðu Ísraela á Gólanhæðum í Sýrlandi. Sú árás bar ekki tilætlaðan árangur. Að sögn Ísraelshers var flugskeytunum annaðhvort grandað af loftvernarkerfi hersins eða þau náðu ekki skotmörkum sínum og árásin olli hvorki mannfalli né tjóni. Flugskeyti Írana voru þau fyrstu sem herinn skýtur að landsvæði sem er undir yfirráðum Ísraela en Ísraelar hrifsuðu svæði á Gólanhæðum af Sýrlendingum í sex daga stríðinu árið 1967. Þrátt fyrir að árás Írana hafi ekki borið tilætlaðan árangur tekur Ísraelsher árásina mjög alvarlega líkt og sést af gagnárásinni. Haft er eftir Jonathan Conricus, ofursta og talsmanni ísraelska hersins, að í árás Ísraela hafi orrustuþotur varpað sprengjum á um 70 skotmörk og valdið verulegu tjóni. Skotmörkin hafi verið margvíslegar bækistöðvar Írana, ratsjárstöðvar, vopnabúr og birgðastöðvar.Sjá einnig: Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi „Þeir verða að muna að ef það koma dropar hér [í Ísrael] þá verður úrhelli þar,“ sagði Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísraels, um málið á blaðamannafundi. Lieberman lagði áherslu á að Ísraelar hefðu engan áhuga á að málið mundi þróast í átt til meiri átaka en þeir þyrftu að vera búnir undir hvaða aðstæður sem kynnu að koma upp. „Ég vona að þessum kafla sé lokið og að allir hafi móttekið skilaboðin.“ Ísraelar óttast að Íranar og Hezbollah-samtökin séu að mynda nýja framlínu gegn Ísrael í Sýrlandi. Allt frá því að klerkaveldi komst á í Íran í kjölfar byltingarinnar þar í landi árið 1979 hafa Íranar litið svo á að Ísraelar hafi ekki rétt til að búa á landi sem „hafi verið tekið af múslimum með ólögmætum hætti“. Af þeim sökum líta Ísraelar á alla útþenslu Írana í löndunum í kring um sig alvarlegum augum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagði fyrr í vikunni að liðsmenn Byltingarvarðliðsins í Íran hafi flutt þróuð vopn til Sýrlands sem gætu ógnað ísraelskum orrustuþotum. Þá hefur málflutningur forsætisráðherrans gegn Íranssamningnum sem Donald Trump tilkynnti að Bandaríkin mundi rifta af þeirra hálfu á þriðjudag aukið togstreituna milli Ísraels og Írans.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Sýrland Tengdar fréttir Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45 Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06 Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47 Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Sjá meira
Leiðtogar ESB reyna að koma á neyðarfundi með Írönum Leiðtogar Evrópusambandsins reyna nú að koma á neyðarfundi með Írönum eftir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dró Bandaríkin frá kjarnorkusamningi stórveldanna við Íran. 9. maí 2018 21:45
Minnir á aðdraganda Íraksstríðsins Fimmtán árum eftir að Bandaríkin réðust inn í Írak vegna ásakana um framleiðslu gereyðingarvopna og tengsla við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem báðar reyndust rangar, stefna Bandaríkin aftur að mögulegum átökum við Mið-Austurlandaríki, vegna ásakana um framleiðslu kjarnorkuvopna og stuðning við hryðjuverkasamtök. 10. maí 2018 14:06
Ísraelar segjast hafa skemmt nærri allar herstöðvar Íran í Sýrlandi Ísraelar gerðu í nótt árásir á tugi skotmarka í Sýrlandi í kjölfar þess að um 20 eldflaugum hafi verið skotið frá Sýrlandi að Gólanhæðum. 10. maí 2018 07:47