Að minnsta kosti 46 flóttamenn drukknuðu þegar bátur þeirra sökk suður af Túnis í dag. Þarlendir miðlar segja að landhelgisgæslan vinni en að björgunarstörfum og hafi óskað eftir aðstoð hersins. 70 hafa fundist á lífi í sjónum en talið er að allt að 180 kunni að hafa verið um borð þegar leki kom að bátnum.
Alls hafa minnst 660 flóttamenn drukknað á leiðinni yfir hafið frá Norður-Afríku til Evrópu það sem af er þessu ári.
Tugir flóttamanna drukknuðu suður af Túnis

Tengdar fréttir

Níu flóttamenn drukknuðu á flótta til Evrópu
Sex börn eru á meðal hinna látnu.

Spænska landhelgisgæslan bjargaði 476 flóttamönnum
Flóttafólkið var í 15 litlum bátum. Ekki voru nein dauðsföll í hópnum, svo vitað sé til.

Fimm hundruð flóttamönnum bjargað á Miðjarðarhafi
Þrír bátanna sem fólkið var á voru í svo lélegu ástandi að þeir sukku eftir að því var komið í björgunarskip.