Erlent

Fimm hundruð flóttamönnum bjargað á Miðjarðarhafi

Kjartan Kjartansson skrifar
Þúsundir Afríkubúa hafa lagt í svaðilför yfir Miðjarðarhafið undanfarin ár í von um betra líf í Evrópu. Fjölmargir hafa farist á leiðinni.
Þúsundir Afríkubúa hafa lagt í svaðilför yfir Miðjarðarhafið undanfarin ár í von um betra líf í Evrópu. Fjölmargir hafa farist á leiðinni. Vísir/AFP

Spænsk skip hafa bjargað rúmlega fimm hundruð flóttamönnum á bátum á Miðjarðarhafi um helgina. Fólkið er frá ýmsum löndum í Norður-Afríku og Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar og var að reyna að komast til Evrópu.

Þrjú hundruð manns var bjargað úr níu bátum í gær og 250 til viðbótar af átta bátum í dag. Þrír þeirra voru í slæmu ástandi og sökku síðar, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Fólki sem reynir að komast yfir Miðjarðarhafið til Spánar hefur fjölgað undanfarin ár á sama tíma og tilraunum til að komast til Ítalíu og Grikklands í gegnum Líbíu hefur fækkað. Alls reyndu um 19.000 manns að komast yfir hafið í fyrra og var það aukning um 182% frá árinu áður.

Frontex, landamærastofnun Evrópu, á von á því að tilraunum farandfólks til að koma til Spánar fjölgi enn á þessu ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.