Erlent

Níu flóttamenn drukknuðu á flótta til Evrópu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sex börn eru á meðal hinna látnu og þá er eins enn saknað. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Sex börn eru á meðal hinna látnu og þá er eins enn saknað. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/afp
Níu flóttamenn voru á leið til Evrópu þegar hraðbáturinn þeirra sökk við strönd Antalyahérðas á Tyrklandi í dag. Sex börn eru á meðal hinna látnu og þá er eins enn saknað.

Það liggur hvorki fyrir hver áfangastaður fólksins var né þjóðerni þeirra en þau stefndu í átt til Evrópu. Næsti evrópski staðurinn við vettvang slyssins er gríska eyjan Kastellorizo.

Að því er fram kemur á vef frönsku fréttaveitunnar AFP tókst að koma fimm manneskjum til bjargar sem einnig voru um borð í hraðbátnum. Vettvangur slyssins er nálægt bænum Demre á Tyrklandi sem er vinsæll ferðamannastaður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×