Dómaframkvæmdin ekki eins og þingmenn hafi viljað að nálgunarbannið virkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 23:21 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir breytingum á Lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili á Alþingi í dag. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður þingflokks Pírata fjallaði um ósamræmi í beitingu þvingunarúrræða eftir mismunandi brotaflokkum. Hún segir að svo virtist oft sem lágur þröskuldur sé fyrir ýmsum þvingunarúrræðum sem ríkið beiti þegna sína á borð við farbann, gæsluvarðhald og einangrunarvist án þess að vægari úrræði hafi verið reynd. Sömu sögu væri aftur á móti ekki að segja þegar kæmi að því að vernda konur í ofbeldissamböndum eða konur sem sæta umsáturseinelti eltihrellaþví þá virtist dómskerfið eiga erfiðara með að bregðast við með úrræðum eins og nálgunarbanni.Þórhildur Sunna þingflokksformaður Pírata veltir fyrir sér ósamræmi á beitingu þvingandi úrræða.Fréttablaðið/ernirÞessum sjónarmiðum kom Þórhildur á framfæri í andsvari á Alþingi en til umræðu var frumvarp um breytingu á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili en flutningsmenn frumvarpsins eru úr öllum stjórnmálaflokkum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir málinu á Alþingi í dag. Hún tók undir með Þórhildi og sagði að lög um nálgunarbann hefðu verið hugsuð til verndar brotaþola en bætti við að dómaframkvæmdin hefði ekki sýnt í verki hvernig Alþingi vilji að nálgunarbannið virki í reynd. „Það þarf of mikið til,“ segir Áslaug. Áslaug hefur lesið sér mikið til um dómaframkvæmdina en hún segir það hafi komið sér verulega á óvart hversu tregt réttarvörslukerfið hafi verið til að beita þvingunarúrræðum í ljósi þess hversu lágan þröskuld ákvæðið í lögunum setur fyrir nálgunarbanni. Í lögunum er talað um „röskun á friði“. Í 4. grein laganna um skilyrði fyrir nálgunarbanni segir: „heimilt er að beita nálgunarbanni ef: a. rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsibrot eða raskað á annan hátt friði brotaþola, eða b. hætta er á að viðkomandi brjóti gegn brotaþola skv. a-lið“. Með breytingunum er ætlunin að auka skilvirkni við meðferð mála um nálgunarbann, setja reglur um vægari úrræði og gera skýran greinarmun á nálgunarbanni annar vegar og brottvísun af heimili hins vegar. Hið fyrrnefnda flokkist undir tryggingarráðstöfun en hið síðarnefnda undir þvingunarráðstöfun.Með frumvarpinu vilja flutningsmenn létta undir með dómstólum landsins því nái það fram að ganga verður ekki nauðsynlegt að fara með mál fyrir dómstóla sem sakborningur er samþykkur. Þá er lengdur sá tími sem lögregla hefur til ákvörðunar um nálgunarbann svo undirbúningur geti verið fullnægjandi. Tilgangurinn með breytingunum er sá að beiting nálgunarbannsins verði ekki eins þung í vöfum eins og verið hefur. Stjórnmálakonurnar vonast til þess að breytingarnar á lögunum, af af þeim verður, hafi áhrif á dómaframkvæmdina. „Við erum bara að tryggja frelsi og frið brotaþola til að lifa sínu lífi án ofsókna og ofbeldis,“ segir Áslaug. Við gerð frumvarpsins var samráð haft við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Suðurlandi, Kvennaathvarfið og lögfræðinga. Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt“ að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu ef nálgunarbann er brotið Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Það getur reynst brotaþolum erfitt þegar brotið er gegn nálgunarbanni. 2. janúar 2018 20:00 Hæstiréttur og héraðsdómur ósammála um nálgunarbann ofbeldismanns Maðurinn hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gagnvart konunni. Verður í nálgunarbanni í fjórar vikur og vísað af heimili. 24. nóvember 2017 12:07 Nálgunarbann virt að vettugi: „Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“ Eltihrellir Evu Riley Stonestreet hefur ítrekað brotið gegn nálgunarbanni. Lögreglan hefur lítið sem ekkert aðhafst í málinu að hennar sögn. 30. desember 2017 15:35 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður þingflokks Pírata fjallaði um ósamræmi í beitingu þvingunarúrræða eftir mismunandi brotaflokkum. Hún segir að svo virtist oft sem lágur þröskuldur sé fyrir ýmsum þvingunarúrræðum sem ríkið beiti þegna sína á borð við farbann, gæsluvarðhald og einangrunarvist án þess að vægari úrræði hafi verið reynd. Sömu sögu væri aftur á móti ekki að segja þegar kæmi að því að vernda konur í ofbeldissamböndum eða konur sem sæta umsáturseinelti eltihrellaþví þá virtist dómskerfið eiga erfiðara með að bregðast við með úrræðum eins og nálgunarbanni.Þórhildur Sunna þingflokksformaður Pírata veltir fyrir sér ósamræmi á beitingu þvingandi úrræða.Fréttablaðið/ernirÞessum sjónarmiðum kom Þórhildur á framfæri í andsvari á Alþingi en til umræðu var frumvarp um breytingu á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili en flutningsmenn frumvarpsins eru úr öllum stjórnmálaflokkum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir málinu á Alþingi í dag. Hún tók undir með Þórhildi og sagði að lög um nálgunarbann hefðu verið hugsuð til verndar brotaþola en bætti við að dómaframkvæmdin hefði ekki sýnt í verki hvernig Alþingi vilji að nálgunarbannið virki í reynd. „Það þarf of mikið til,“ segir Áslaug. Áslaug hefur lesið sér mikið til um dómaframkvæmdina en hún segir það hafi komið sér verulega á óvart hversu tregt réttarvörslukerfið hafi verið til að beita þvingunarúrræðum í ljósi þess hversu lágan þröskuld ákvæðið í lögunum setur fyrir nálgunarbanni. Í lögunum er talað um „röskun á friði“. Í 4. grein laganna um skilyrði fyrir nálgunarbanni segir: „heimilt er að beita nálgunarbanni ef: a. rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsibrot eða raskað á annan hátt friði brotaþola, eða b. hætta er á að viðkomandi brjóti gegn brotaþola skv. a-lið“. Með breytingunum er ætlunin að auka skilvirkni við meðferð mála um nálgunarbann, setja reglur um vægari úrræði og gera skýran greinarmun á nálgunarbanni annar vegar og brottvísun af heimili hins vegar. Hið fyrrnefnda flokkist undir tryggingarráðstöfun en hið síðarnefnda undir þvingunarráðstöfun.Með frumvarpinu vilja flutningsmenn létta undir með dómstólum landsins því nái það fram að ganga verður ekki nauðsynlegt að fara með mál fyrir dómstóla sem sakborningur er samþykkur. Þá er lengdur sá tími sem lögregla hefur til ákvörðunar um nálgunarbann svo undirbúningur geti verið fullnægjandi. Tilgangurinn með breytingunum er sá að beiting nálgunarbannsins verði ekki eins þung í vöfum eins og verið hefur. Stjórnmálakonurnar vonast til þess að breytingarnar á lögunum, af af þeim verður, hafi áhrif á dómaframkvæmdina. „Við erum bara að tryggja frelsi og frið brotaþola til að lifa sínu lífi án ofsókna og ofbeldis,“ segir Áslaug. Við gerð frumvarpsins var samráð haft við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Suðurlandi, Kvennaathvarfið og lögfræðinga.
Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt“ að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu ef nálgunarbann er brotið Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Það getur reynst brotaþolum erfitt þegar brotið er gegn nálgunarbanni. 2. janúar 2018 20:00 Hæstiréttur og héraðsdómur ósammála um nálgunarbann ofbeldismanns Maðurinn hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gagnvart konunni. Verður í nálgunarbanni í fjórar vikur og vísað af heimili. 24. nóvember 2017 12:07 Nálgunarbann virt að vettugi: „Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“ Eltihrellir Evu Riley Stonestreet hefur ítrekað brotið gegn nálgunarbanni. Lögreglan hefur lítið sem ekkert aðhafst í málinu að hennar sögn. 30. desember 2017 15:35 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
„Gríðarlega mikilvægt“ að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu ef nálgunarbann er brotið Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Það getur reynst brotaþolum erfitt þegar brotið er gegn nálgunarbanni. 2. janúar 2018 20:00
Hæstiréttur og héraðsdómur ósammála um nálgunarbann ofbeldismanns Maðurinn hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gagnvart konunni. Verður í nálgunarbanni í fjórar vikur og vísað af heimili. 24. nóvember 2017 12:07
Nálgunarbann virt að vettugi: „Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“ Eltihrellir Evu Riley Stonestreet hefur ítrekað brotið gegn nálgunarbanni. Lögreglan hefur lítið sem ekkert aðhafst í málinu að hennar sögn. 30. desember 2017 15:35
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent