Dómaframkvæmdin ekki eins og þingmenn hafi viljað að nálgunarbannið virkaði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 23:21 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir breytingum á Lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili á Alþingi í dag. Fréttablaðið/Eyþór Árnason Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður þingflokks Pírata fjallaði um ósamræmi í beitingu þvingunarúrræða eftir mismunandi brotaflokkum. Hún segir að svo virtist oft sem lágur þröskuldur sé fyrir ýmsum þvingunarúrræðum sem ríkið beiti þegna sína á borð við farbann, gæsluvarðhald og einangrunarvist án þess að vægari úrræði hafi verið reynd. Sömu sögu væri aftur á móti ekki að segja þegar kæmi að því að vernda konur í ofbeldissamböndum eða konur sem sæta umsáturseinelti eltihrellaþví þá virtist dómskerfið eiga erfiðara með að bregðast við með úrræðum eins og nálgunarbanni.Þórhildur Sunna þingflokksformaður Pírata veltir fyrir sér ósamræmi á beitingu þvingandi úrræða.Fréttablaðið/ernirÞessum sjónarmiðum kom Þórhildur á framfæri í andsvari á Alþingi en til umræðu var frumvarp um breytingu á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili en flutningsmenn frumvarpsins eru úr öllum stjórnmálaflokkum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir málinu á Alþingi í dag. Hún tók undir með Þórhildi og sagði að lög um nálgunarbann hefðu verið hugsuð til verndar brotaþola en bætti við að dómaframkvæmdin hefði ekki sýnt í verki hvernig Alþingi vilji að nálgunarbannið virki í reynd. „Það þarf of mikið til,“ segir Áslaug. Áslaug hefur lesið sér mikið til um dómaframkvæmdina en hún segir það hafi komið sér verulega á óvart hversu tregt réttarvörslukerfið hafi verið til að beita þvingunarúrræðum í ljósi þess hversu lágan þröskuld ákvæðið í lögunum setur fyrir nálgunarbanni. Í lögunum er talað um „röskun á friði“. Í 4. grein laganna um skilyrði fyrir nálgunarbanni segir: „heimilt er að beita nálgunarbanni ef: a. rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsibrot eða raskað á annan hátt friði brotaþola, eða b. hætta er á að viðkomandi brjóti gegn brotaþola skv. a-lið“. Með breytingunum er ætlunin að auka skilvirkni við meðferð mála um nálgunarbann, setja reglur um vægari úrræði og gera skýran greinarmun á nálgunarbanni annar vegar og brottvísun af heimili hins vegar. Hið fyrrnefnda flokkist undir tryggingarráðstöfun en hið síðarnefnda undir þvingunarráðstöfun.Með frumvarpinu vilja flutningsmenn létta undir með dómstólum landsins því nái það fram að ganga verður ekki nauðsynlegt að fara með mál fyrir dómstóla sem sakborningur er samþykkur. Þá er lengdur sá tími sem lögregla hefur til ákvörðunar um nálgunarbann svo undirbúningur geti verið fullnægjandi. Tilgangurinn með breytingunum er sá að beiting nálgunarbannsins verði ekki eins þung í vöfum eins og verið hefur. Stjórnmálakonurnar vonast til þess að breytingarnar á lögunum, af af þeim verður, hafi áhrif á dómaframkvæmdina. „Við erum bara að tryggja frelsi og frið brotaþola til að lifa sínu lífi án ofsókna og ofbeldis,“ segir Áslaug. Við gerð frumvarpsins var samráð haft við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Suðurlandi, Kvennaathvarfið og lögfræðinga. Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt“ að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu ef nálgunarbann er brotið Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Það getur reynst brotaþolum erfitt þegar brotið er gegn nálgunarbanni. 2. janúar 2018 20:00 Hæstiréttur og héraðsdómur ósammála um nálgunarbann ofbeldismanns Maðurinn hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gagnvart konunni. Verður í nálgunarbanni í fjórar vikur og vísað af heimili. 24. nóvember 2017 12:07 Nálgunarbann virt að vettugi: „Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“ Eltihrellir Evu Riley Stonestreet hefur ítrekað brotið gegn nálgunarbanni. Lögreglan hefur lítið sem ekkert aðhafst í málinu að hennar sögn. 30. desember 2017 15:35 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir formaður þingflokks Pírata fjallaði um ósamræmi í beitingu þvingunarúrræða eftir mismunandi brotaflokkum. Hún segir að svo virtist oft sem lágur þröskuldur sé fyrir ýmsum þvingunarúrræðum sem ríkið beiti þegna sína á borð við farbann, gæsluvarðhald og einangrunarvist án þess að vægari úrræði hafi verið reynd. Sömu sögu væri aftur á móti ekki að segja þegar kæmi að því að vernda konur í ofbeldissamböndum eða konur sem sæta umsáturseinelti eltihrellaþví þá virtist dómskerfið eiga erfiðara með að bregðast við með úrræðum eins og nálgunarbanni.Þórhildur Sunna þingflokksformaður Pírata veltir fyrir sér ósamræmi á beitingu þvingandi úrræða.Fréttablaðið/ernirÞessum sjónarmiðum kom Þórhildur á framfæri í andsvari á Alþingi en til umræðu var frumvarp um breytingu á lögum um nálgunarbann og brottvísun af heimili en flutningsmenn frumvarpsins eru úr öllum stjórnmálaflokkum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins mælti fyrir málinu á Alþingi í dag. Hún tók undir með Þórhildi og sagði að lög um nálgunarbann hefðu verið hugsuð til verndar brotaþola en bætti við að dómaframkvæmdin hefði ekki sýnt í verki hvernig Alþingi vilji að nálgunarbannið virki í reynd. „Það þarf of mikið til,“ segir Áslaug. Áslaug hefur lesið sér mikið til um dómaframkvæmdina en hún segir það hafi komið sér verulega á óvart hversu tregt réttarvörslukerfið hafi verið til að beita þvingunarúrræðum í ljósi þess hversu lágan þröskuld ákvæðið í lögunum setur fyrir nálgunarbanni. Í lögunum er talað um „röskun á friði“. Í 4. grein laganna um skilyrði fyrir nálgunarbanni segir: „heimilt er að beita nálgunarbanni ef: a. rökstuddur grunur er um að sakborningur hafi framið refsibrot eða raskað á annan hátt friði brotaþola, eða b. hætta er á að viðkomandi brjóti gegn brotaþola skv. a-lið“. Með breytingunum er ætlunin að auka skilvirkni við meðferð mála um nálgunarbann, setja reglur um vægari úrræði og gera skýran greinarmun á nálgunarbanni annar vegar og brottvísun af heimili hins vegar. Hið fyrrnefnda flokkist undir tryggingarráðstöfun en hið síðarnefnda undir þvingunarráðstöfun.Með frumvarpinu vilja flutningsmenn létta undir með dómstólum landsins því nái það fram að ganga verður ekki nauðsynlegt að fara með mál fyrir dómstóla sem sakborningur er samþykkur. Þá er lengdur sá tími sem lögregla hefur til ákvörðunar um nálgunarbann svo undirbúningur geti verið fullnægjandi. Tilgangurinn með breytingunum er sá að beiting nálgunarbannsins verði ekki eins þung í vöfum eins og verið hefur. Stjórnmálakonurnar vonast til þess að breytingarnar á lögunum, af af þeim verður, hafi áhrif á dómaframkvæmdina. „Við erum bara að tryggja frelsi og frið brotaþola til að lifa sínu lífi án ofsókna og ofbeldis,“ segir Áslaug. Við gerð frumvarpsins var samráð haft við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Suðurlandi, Kvennaathvarfið og lögfræðinga.
Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt“ að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu ef nálgunarbann er brotið Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Það getur reynst brotaþolum erfitt þegar brotið er gegn nálgunarbanni. 2. janúar 2018 20:00 Hæstiréttur og héraðsdómur ósammála um nálgunarbann ofbeldismanns Maðurinn hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gagnvart konunni. Verður í nálgunarbanni í fjórar vikur og vísað af heimili. 24. nóvember 2017 12:07 Nálgunarbann virt að vettugi: „Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“ Eltihrellir Evu Riley Stonestreet hefur ítrekað brotið gegn nálgunarbanni. Lögreglan hefur lítið sem ekkert aðhafst í málinu að hennar sögn. 30. desember 2017 15:35 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Gríðarlega mikilvægt“ að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu ef nálgunarbann er brotið Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Það getur reynst brotaþolum erfitt þegar brotið er gegn nálgunarbanni. 2. janúar 2018 20:00
Hæstiréttur og héraðsdómur ósammála um nálgunarbann ofbeldismanns Maðurinn hefur hlotið dóm fyrir ofbeldi gagnvart konunni. Verður í nálgunarbanni í fjórar vikur og vísað af heimili. 24. nóvember 2017 12:07
Nálgunarbann virt að vettugi: „Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“ Eltihrellir Evu Riley Stonestreet hefur ítrekað brotið gegn nálgunarbanni. Lögreglan hefur lítið sem ekkert aðhafst í málinu að hennar sögn. 30. desember 2017 15:35