„Gríðarlega mikilvægt“ að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu ef nálgunarbann er brotið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. janúar 2018 20:00 Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Mál ungrar stúlku sem glímir við eltihrelli hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum en það getur reynst brotaþolum erfitt þegar nálgunarbann er brotið.Eva Riley hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eva fékk nálgunarbann á manninn í september en síðan hefur hann ítrekað brotið það að sögn Evu. Hún birti myndband á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hún gagnrýnir úrræðaleysi lögreglu og geðheilbrigðisyfirvalda. „Nálgunarbannið gerði ekkert annað en að láta hann vita hvar ég bý, hvar amma mín býr, hvar mamma mín og pabbi búa. Það er ekkert gert,“ segir Eva. Hún segist hafa fengið símtal frá lögreglunni í framhaldi af birtingu myndbandsins og henni boðið að framvísa gögnum og leggja fram kæru. Nálgunarbannið dugar þannig skammt ef bannið er brotið en rannsaka þarf sérstaklega hvert brot.Önnur brot oft framin um leið „Það er gríðarlega mikilvægt að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu þegar um er að ræða brot gegn nálgunarbanni og þá fer af stað rannsókn í því máli,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eva gagnrýndi viðbrögð lögreglu þegar hún leitaði til embættisins milli jóla og nýárs en enginn ætti að mæta lokuðum dyrum hjá lögreglunni að sögn Huldu. Lögreglu beri að sjálfsögðu ávallt að sinna brotaþola en hún þarf jafnframt að geta sannað að brot hafi átt sér stað. „Stundum er samhliða þessu annað brot. Það getur þá verið hótun í skilaboðunum, það getur verið húsbrot og þá er það líka rannsakað þannig að það fer þá á stað bara ákveðið rannsóknarferli,” útskýrir Hulda. Ákveðin úrræði eru þó í sumum tilfellum fyrir hendi sé nálgunarbann brotið. „Ef um er að ræða ítrekuð brot gegn nálgunarbanni þá höfum við það úrræði að geta skoðað svokallaða síbrotagæslu ef þau skilyrði gæsluvarðhalds eru uppfyllt. Þannig að þá förum við í það ferli,” segir Hulda. Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Nálgunarbönn bera oftast tilætlaðan árangur samkvæmt lögreglunni, þótt undantekningar þekkist. Mál ungrar stúlku sem glímir við eltihrelli hefur vakið talsverða athygli á samfélagsmiðlum en það getur reynst brotaþolum erfitt þegar nálgunarbann er brotið.Eva Riley hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eva fékk nálgunarbann á manninn í september en síðan hefur hann ítrekað brotið það að sögn Evu. Hún birti myndband á Facebook-síðu sinni á dögunum þar sem hún gagnrýnir úrræðaleysi lögreglu og geðheilbrigðisyfirvalda. „Nálgunarbannið gerði ekkert annað en að láta hann vita hvar ég bý, hvar amma mín býr, hvar mamma mín og pabbi búa. Það er ekkert gert,“ segir Eva. Hún segist hafa fengið símtal frá lögreglunni í framhaldi af birtingu myndbandsins og henni boðið að framvísa gögnum og leggja fram kæru. Nálgunarbannið dugar þannig skammt ef bannið er brotið en rannsaka þarf sérstaklega hvert brot.Önnur brot oft framin um leið „Það er gríðarlega mikilvægt að brotaþolar setji sig í samband við lögreglu þegar um er að ræða brot gegn nálgunarbanni og þá fer af stað rannsókn í því máli,“ segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eva gagnrýndi viðbrögð lögreglu þegar hún leitaði til embættisins milli jóla og nýárs en enginn ætti að mæta lokuðum dyrum hjá lögreglunni að sögn Huldu. Lögreglu beri að sjálfsögðu ávallt að sinna brotaþola en hún þarf jafnframt að geta sannað að brot hafi átt sér stað. „Stundum er samhliða þessu annað brot. Það getur þá verið hótun í skilaboðunum, það getur verið húsbrot og þá er það líka rannsakað þannig að það fer þá á stað bara ákveðið rannsóknarferli,” útskýrir Hulda. Ákveðin úrræði eru þó í sumum tilfellum fyrir hendi sé nálgunarbann brotið. „Ef um er að ræða ítrekuð brot gegn nálgunarbanni þá höfum við það úrræði að geta skoðað svokallaða síbrotagæslu ef þau skilyrði gæsluvarðhalds eru uppfyllt. Þannig að þá förum við í það ferli,” segir Hulda.
Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira