Nálgunarbann virt að vettugi: „Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. desember 2017 15:35 Eva fékk nálgunarbann á manninn 18. september en hann hefur ítrekað brotið gegn því. Skjáskot „Þetta var allt sýndarmennska hjá lögreglunni því þetta nálgunarbann gerði ekkert fyrir mig. Lögreglan sagði við mig að ef hann myndi hafa samband við mig yrði hann handtekinn strax.“ Þetta segir Eva Riley Stonestreet í samtali við Vísi en hún hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eins og Stöð 2 greindi frá í september hefur eltihrellirinn ítrekað áreitt Evu og fjölskyldu hennar og sent þeim ógeðfelld skilaboð. „Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt. Það er ekki búið að gera neitt og það mun ekki vera neitt gert,“ sagði Eva í september.Fékk nálgunarbann í kjölfar fréttaflutningsinsEva fékk nálgunarbann á manninn 18. september. „Þá segir lögreglufulltrúi við mig að ef hann hefur samband við mig eigi ég að hringja strax í lögregluna og að hann verði handtekinn um leið,“ segir hún. Það leið einungis mánuður þar til hann byrjaði að áreita hana að nýju. Hún hafi í kjölfarið hringt í neyðarlínuna eins og henni hafi verið sagt að gera en ekki fengið neina hjálp. „Eftir það hugsaði ég að lögreglan væri ekki að fara að gera neitt og það væri til einskis að reyna að hafa samband við hana.“ „Síðan byrjar hann að hafa samband við mömmu mína og þá hef ég samband við geðdeildina. Ég spyr af hverju það sé ekki verið að fylgjast með manninum. Þá ætluðu þau að reyna að finna lækni sem kannast við hann. Ég hef ekki heyrt neitt í þeim aftur,“ segir Eva.„Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“Maðurinn sendi Evu mynd í gær sem fyllti mælinn. Hafði hún því samband við lögreglu í dag. Segir hún að lögreglan hafi verið dónaleg og sýnt málinu lítinn skilning. „Lögreglufulltrúinn spyr hvort eltihrellirinn sé að nálgast mig en það er ekki þannig. Þá segir hann mér að koma bara á næsta virka degi á skrifstofutíma.“ Hún hafi spurt lögreglufulltrúann af hverju ekki væri staðið við það að handtaka manninn þar sem hann hafi brotið gegn nálgunarbanni. „Hann svarar því ekkert og er mjög dónalegur við mig.“ Eva segir að úrræðaleysið sé algjört og að hún sé ráðþrota. „Ég er búinn að hafa samband við geðdeildina og lögregluna sem sá um nálgunarbannið en ég fæ engin svör. Hvað ætli þessi sýndarmennska hjá lögreglunni hafi kostað ríkissjóð mikið?“ Eva deildi myndbandi þar sem hún greinir frá stöðu mála á Facebook-síðu sinni í dag. Hægt er að horfa á það hér að neðan.Ekki gekk að fá svör frá lögreglunni um mál Evu við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
„Þetta var allt sýndarmennska hjá lögreglunni því þetta nálgunarbann gerði ekkert fyrir mig. Lögreglan sagði við mig að ef hann myndi hafa samband við mig yrði hann handtekinn strax.“ Þetta segir Eva Riley Stonestreet í samtali við Vísi en hún hefur verið áreitt af eltihrelli sem er veikur á geði í um fjögur ár. Eins og Stöð 2 greindi frá í september hefur eltihrellirinn ítrekað áreitt Evu og fjölskyldu hennar og sent þeim ógeðfelld skilaboð. „Hann er að hóta öllum í fjölskyldunni minni og það er ekki gert neitt. Það er ekki búið að gera neitt og það mun ekki vera neitt gert,“ sagði Eva í september.Fékk nálgunarbann í kjölfar fréttaflutningsinsEva fékk nálgunarbann á manninn 18. september. „Þá segir lögreglufulltrúi við mig að ef hann hefur samband við mig eigi ég að hringja strax í lögregluna og að hann verði handtekinn um leið,“ segir hún. Það leið einungis mánuður þar til hann byrjaði að áreita hana að nýju. Hún hafi í kjölfarið hringt í neyðarlínuna eins og henni hafi verið sagt að gera en ekki fengið neina hjálp. „Eftir það hugsaði ég að lögreglan væri ekki að fara að gera neitt og það væri til einskis að reyna að hafa samband við hana.“ „Síðan byrjar hann að hafa samband við mömmu mína og þá hef ég samband við geðdeildina. Ég spyr af hverju það sé ekki verið að fylgjast með manninum. Þá ætluðu þau að reyna að finna lækni sem kannast við hann. Ég hef ekki heyrt neitt í þeim aftur,“ segir Eva.„Lögreglan sagði mér að koma á skrifstofutíma“Maðurinn sendi Evu mynd í gær sem fyllti mælinn. Hafði hún því samband við lögreglu í dag. Segir hún að lögreglan hafi verið dónaleg og sýnt málinu lítinn skilning. „Lögreglufulltrúinn spyr hvort eltihrellirinn sé að nálgast mig en það er ekki þannig. Þá segir hann mér að koma bara á næsta virka degi á skrifstofutíma.“ Hún hafi spurt lögreglufulltrúann af hverju ekki væri staðið við það að handtaka manninn þar sem hann hafi brotið gegn nálgunarbanni. „Hann svarar því ekkert og er mjög dónalegur við mig.“ Eva segir að úrræðaleysið sé algjört og að hún sé ráðþrota. „Ég er búinn að hafa samband við geðdeildina og lögregluna sem sá um nálgunarbannið en ég fæ engin svör. Hvað ætli þessi sýndarmennska hjá lögreglunni hafi kostað ríkissjóð mikið?“ Eva deildi myndbandi þar sem hún greinir frá stöðu mála á Facebook-síðu sinni í dag. Hægt er að horfa á það hér að neðan.Ekki gekk að fá svör frá lögreglunni um mál Evu við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira