Hlýnun gæti farið fram yfir mörk Parísarsamkomulagsins á næstu fimm árum Kjartan Kjartansson skrifar 1. febrúar 2018 10:45 Metnaðarfyllri mörkin um 1,5°C hlýnun voru sett inn í Parísarsamkomulagið að beiðni eyríkja í Kyrrahafi sem eru í hættu vegna vaxandi ágangs sjávar. Vísir/AFP Breska veðurstofan segir að mögulegt sé að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á næstu fimm árum. Möguleiki er einnig talinn fyrir hendi á að hlýnunin verði enn meiri til skamms tíma ef hnattræn hlýnun af völdum manna og náttúrulegar sveiflur leggjast á eitt. Meginmarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Nokkur Kyrrahafsríki sem eru í tilvistarlegri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar komu því hins vegar til leiðar að í samkomulaginu er einnig kveðið á um metnaðarfyllra markmið um 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ný fimm ára loftslagsspá Bresku veðurstofunnar bendir til þess meðalhiti jarðar jafni metnarfyllri mörk samkomulagsins fyrir árið 2022. Þá eru um 10% líkur taldar á því að hitinn fari yfir 1,5°C-mörkin á tímabilinu. „Í ljósi þess að hnattrænn meðalhiti hefur verið um 1°C yfir því sem tíðkaðist fyrir iðnbyltingu síðustu þrjú árin þá er nú mögulegt að áframhaldandi hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda ásamt náttúrulegum breytileika gæti lagst á eitt þannig að við förum tímabundið yfir 1,5°C á næstu fimm árunum,“ segir Stephen Belcher, yfirvísindamaður Bresku veðurstofunnar í frétt á vef hennar.Spá Bresku veðurstofunnar fyrir næstu fimm árin. Svarta línan sýnir breytingu á hitastigi með beinum mælingum. Græna svæðið sýnir spá loftslagslíkana frá 20. öldinni. Bláa svæðið sýnir mögulegt svið hlýnunar í spá veðurstofunnar.Breska veðurstofanNáttúrulegar sveiflur rjúfa múrinn líklega fyrstMörkin í Parísarsamkomulaginu miðast þó við viðvarandi meðaltalshlýnun. Til að byrja með gera sérfræðingar veðurstofunnar ráð fyrir því að mörkin verði rofin tímabundið þegar öflugir El niño-viðburðir eiga sér stað í Kyrrahafinu. Sterkur El niño átti þátt í að árin 2015 og 2016 voru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Áhrifa hans gætti ekki í fyrra og telja bandarísku vísindastofnanirnar NASA og NOAA árið hafa verið það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi. Hlýnunin á milli 2017 og 2014, síðasta ársins áður en El niño-viðburðurinn fór af stað, jafnaðist á við heilan áratug hnattrænnar hlýnunar. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, sagði Vísi í janúar að honum kæmi á óvart hversu lítið hlýnun minnkaði eftir að El niño slotaði. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Breska veðurstofan segir að mögulegt sé að hnattræn hlýnun nái 1,5°C á næstu fimm árum. Möguleiki er einnig talinn fyrir hendi á að hlýnunin verði enn meiri til skamms tíma ef hnattræn hlýnun af völdum manna og náttúrulegar sveiflur leggjast á eitt. Meginmarkmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Nokkur Kyrrahafsríki sem eru í tilvistarlegri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar komu því hins vegar til leiðar að í samkomulaginu er einnig kveðið á um metnaðarfyllra markmið um 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ný fimm ára loftslagsspá Bresku veðurstofunnar bendir til þess meðalhiti jarðar jafni metnarfyllri mörk samkomulagsins fyrir árið 2022. Þá eru um 10% líkur taldar á því að hitinn fari yfir 1,5°C-mörkin á tímabilinu. „Í ljósi þess að hnattrænn meðalhiti hefur verið um 1°C yfir því sem tíðkaðist fyrir iðnbyltingu síðustu þrjú árin þá er nú mögulegt að áframhaldandi hlýnun af völdum gróðurhúsalofttegunda ásamt náttúrulegum breytileika gæti lagst á eitt þannig að við förum tímabundið yfir 1,5°C á næstu fimm árunum,“ segir Stephen Belcher, yfirvísindamaður Bresku veðurstofunnar í frétt á vef hennar.Spá Bresku veðurstofunnar fyrir næstu fimm árin. Svarta línan sýnir breytingu á hitastigi með beinum mælingum. Græna svæðið sýnir spá loftslagslíkana frá 20. öldinni. Bláa svæðið sýnir mögulegt svið hlýnunar í spá veðurstofunnar.Breska veðurstofanNáttúrulegar sveiflur rjúfa múrinn líklega fyrstMörkin í Parísarsamkomulaginu miðast þó við viðvarandi meðaltalshlýnun. Til að byrja með gera sérfræðingar veðurstofunnar ráð fyrir því að mörkin verði rofin tímabundið þegar öflugir El niño-viðburðir eiga sér stað í Kyrrahafinu. Sterkur El niño átti þátt í að árin 2015 og 2016 voru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust. Áhrifa hans gætti ekki í fyrra og telja bandarísku vísindastofnanirnar NASA og NOAA árið hafa verið það annað eða þriðja hlýjasta frá upphafi. Hlýnunin á milli 2017 og 2014, síðasta ársins áður en El niño-viðburðurinn fór af stað, jafnaðist á við heilan áratug hnattrænnar hlýnunar. Halldór Björnsson, loftslagsvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands, sagði Vísi í janúar að honum kæmi á óvart hversu lítið hlýnun minnkaði eftir að El niño slotaði.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir 2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49 Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu á jörðinni frá því að mælingar hófust á 19. öld samkvæmt tölum NASA og NOAA. 19. janúar 2018 08:49
Kemur á óvart hversu lítið hlýnun jarðar dróst saman eftir metár Búist var við að árið 2017 yrði svalara en árin tvö á undan eftir að áhrifa El niño hætti að gæta. Sérfræðingur Veðurstofunnar átti von á tvöfalt meiri kólnun. 19. janúar 2018 17:00