2017 var hlýjasta árið án aðstoðar El niño Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 08:49 Kort NOAA sem sýnir frávik frá meðaltalshita 20. aldar á jörðinni árið 2017. NOAA Hrinu meta í meðalhita jarðar lauk í fyrra en samkvæmt gögnum tveggja bandarískra vísindastofnana var árið 2017 á meðal þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Árið var hins vegar það hlýjasta fram að þessu þar sem áhrifa El niño-veðurfyrirbrigðisins gætti ekki. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Haf- og loftslagsstofun Bandaríkjanna (NOAA) birtu niðurstöður sínar fyrir árið í fyrra í gær. Stofnanirnar nota aðeins ólíkar aðferðir við mælingar sínar. Samkvæmt tölum NASA var 2017 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga en það þriðja hlýjasta samkvæmt gögnum NOAA. Síðustu þrjú ár á undan, 2014, 2015 og 2016, höfðu öll slegið met sem hlýjasta árið frá upphafi mælinga. Síðustu þrjá ár hafa verið þau hlýjustu í 138 ára mælingasögunni. Sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árin 1850 hafa verið á þessari öld, að því er segir í frétt The Guardian. „Plánetan er að hlýna merkilega jafnt,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.Takmörkum Parísarsamkomulagsins náð innan tveggja áratugaÁrin 2015 og 2016 voru sérlega hlý vegna þess að þá var El niño-veðurfyrirbrigðið í gangi í Kyrrahafi sem veldur hlýnun þar. Stefan Rahmstorf frá Potdsam-loftslagsáhrifarannsóknastofnuninni segir við The Guardian að meðalhiti jarðar hafi hækkað verulega frá því að síðasti stóri El niño-viðburðurinn átti sér stað árið 1998. „Á aðeins átján árum hefur losun okkar á gróðurhúsalofttegundum þrýst meðalhita jarðar upp um heilar 0,4°C. Með sama áframhaldi munum við fara fram úr takmörkum Parísarsamkomulagsins um 1,5°C þegar innan tveggja áratuga,“ segir Rahmstorf. Ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur undið ofan af loftslagsaðgerðum bandarískra stjórnvalda síðasta árið. Fjöldi ráðherra og forstöðumanna ríkisstofnana sem Trump hefur skipað þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum. Þannig segir Washington Post að þegar niðurstöður NASA og NOAA voru bornar undir Hvíta húsið hafi Raj Shah, aðstoðarblaðafulltrúi þess, vísað til þess að „loftslagið hafið breyst og sé alltaf að breytast“. Það hefur verið algengt viðkvæði þeirra sem afneita því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Hrinu meta í meðalhita jarðar lauk í fyrra en samkvæmt gögnum tveggja bandarískra vísindastofnana var árið 2017 á meðal þriggja hlýjustu ára frá upphafi mælinga. Árið var hins vegar það hlýjasta fram að þessu þar sem áhrifa El niño-veðurfyrirbrigðisins gætti ekki. Bandaríska geimvísindastofnunin (NASA) og Haf- og loftslagsstofun Bandaríkjanna (NOAA) birtu niðurstöður sínar fyrir árið í fyrra í gær. Stofnanirnar nota aðeins ólíkar aðferðir við mælingar sínar. Samkvæmt tölum NASA var 2017 annað hlýjasta árið frá upphafi mælinga en það þriðja hlýjasta samkvæmt gögnum NOAA. Síðustu þrjú ár á undan, 2014, 2015 og 2016, höfðu öll slegið met sem hlýjasta árið frá upphafi mælinga. Síðustu þrjá ár hafa verið þau hlýjustu í 138 ára mælingasögunni. Sautján af átján hlýjustu árum mælingasögunnar frá árin 1850 hafa verið á þessari öld, að því er segir í frétt The Guardian. „Plánetan er að hlýna merkilega jafnt,“ segir Gavin Schmidt, forstöðumaður Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.Takmörkum Parísarsamkomulagsins náð innan tveggja áratugaÁrin 2015 og 2016 voru sérlega hlý vegna þess að þá var El niño-veðurfyrirbrigðið í gangi í Kyrrahafi sem veldur hlýnun þar. Stefan Rahmstorf frá Potdsam-loftslagsáhrifarannsóknastofnuninni segir við The Guardian að meðalhiti jarðar hafi hækkað verulega frá því að síðasti stóri El niño-viðburðurinn átti sér stað árið 1998. „Á aðeins átján árum hefur losun okkar á gróðurhúsalofttegundum þrýst meðalhita jarðar upp um heilar 0,4°C. Með sama áframhaldi munum við fara fram úr takmörkum Parísarsamkomulagsins um 1,5°C þegar innan tveggja áratuga,“ segir Rahmstorf. Ríkisstjórn Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur undið ofan af loftslagsaðgerðum bandarískra stjórnvalda síðasta árið. Fjöldi ráðherra og forstöðumanna ríkisstofnana sem Trump hefur skipað þræta fyrir vísindalega þekkingu á loftslagsbreytingum. Þannig segir Washington Post að þegar niðurstöður NASA og NOAA voru bornar undir Hvíta húsið hafi Raj Shah, aðstoðarblaðafulltrúi þess, vísað til þess að „loftslagið hafið breyst og sé alltaf að breytast“. Það hefur verið algengt viðkvæði þeirra sem afneita því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með brennslu á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02 Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Hlýnun jarðar mögulega minni en í verstu spám en meiri en í þeim skástu Góðu fréttirnar eru að hlýnun jarðar verður mögulega ekki eins mikil og verstu sviðsmyndir gera ráð fyrir. Slæmu fréttirnar er að hlýnunin verður líklega meiri en í skástu sviðsmyndunum. 18. janúar 2018 12:02
Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Drög að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna eru ekki bjartsýn á að mönnum takist að ná metnaðarfyllsta markmiði Parísarsamkomulagsins. 12. janúar 2018 10:07
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent