Þórdís Edda: Stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. október 2018 20:00 Þórdís Edda Hjartardóttir markvörður Fylkis fékk í gær viðurkenningu sem besti leikmaðurinn í Inkasso-deild kvenna í fótbolta. Hún hætti um tíma í fótboltanum vegna þunglyndis. Þórdís er ófeimin að segja sögu sína. „Ég greinist með þunglyndi 2010 eftir að samningi mínum lýkur hjá Breiðablik. Það tók mig langan tíma að ná bata og ná aftur að verða ég sjálf eftir þunglyndi,” sagði Þórdís í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað hjálpaði til? „Góður stuðningur frá fólki í kringum mig og skilningur frá liðsfélögum mínum í Álftanesi hjálpaði mér mikið. Það fékk mig fyrir sjálfstrausti mínu byggjast upp og það hafði ég ekki fundið fyrir lengi.” „Ég man sérstaklega vel eftir þegar ég sagði liðsfélögum mínum frá þessu í Breiðablik er ég var beðinn um að koma aftur, sem ég gerði reyndar ekki, þá mætti ég svo miku skilningsleysi.” Þórdís kemur hreint fram og er ekkert hrædd við að segja sína sögu. Hún segir að fólk hafi þó ekki vitað hvernig ætti að haga sér. „Ég mætti ekki neikvæðni en fólk vissi ekki hvernig átti að höndla þetta. Ég fékk engan stuðning og það var bara svona: Þá ert þú ekki hluti af okkar liði og þú ert bara að díla við þitt.” „Í dag finnst mér mjög mikilvægt að fólk viti að ég gekk í gegnum þetta til þess að ungir einstaklingar sem eru að ganga í gegnum það sama og ég, sjá að það er hægt að ná bata með mikilli vinnu. Það er hægt að ná árangri aftur.” En hversu stórt er að fá þessa viðurkenningu sem Þórdís fékk í gær, besti leikmaður Inkasso-deildar kvenna? „Það er ótrúlega stórt fyrir mig. Ég gat ekki ímyndað mér fyrir þrem til fjórum árum að ég myndi ná þessum árangri og fá þessa viðurkenningu. Mér fannst ég alltaf falla niður fyrir hópinn og væri bara að glíma við mína vanlíðan.” „Þetta er stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu. Ég er orðinn ég aftur og mér líður eins og mér aftur,” en vill hún meina að það séu fleiri í fótboltanum sem glíma við sama vandamál? „Ég held það. Þetta er mikill pressa and- og líkamlega. Ég held að þetta sé algengara en við heldum,” en Þórdís er til í að opna á umræðuna. „Mér fannst þetta veikleiki fyrst en í dag sé ég þroskast sem ég fæ frá þessu. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái mig og sjái að það er hægt að ná góðan bata.” Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér. „Fótboltinn er mín ástríða og það var erfitt að þurfa að hætta og geta ekki spilað þar sem þetta var minn griðarstaður á yngri árum. Í dag líður mér vel and- og líkamlega. Það er gaman að fá þessa tilfinningu í líkamann.” „Með mikilli vinnu og hjálp frá fagaðilum og aðstandendum þá er hægt að sigrast á þunglyndi. Það er mikilvægt að leggja á sig vinnuna. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Þórdís Edda Hjartardóttir markvörður Fylkis fékk í gær viðurkenningu sem besti leikmaðurinn í Inkasso-deild kvenna í fótbolta. Hún hætti um tíma í fótboltanum vegna þunglyndis. Þórdís er ófeimin að segja sögu sína. „Ég greinist með þunglyndi 2010 eftir að samningi mínum lýkur hjá Breiðablik. Það tók mig langan tíma að ná bata og ná aftur að verða ég sjálf eftir þunglyndi,” sagði Þórdís í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En hvað hjálpaði til? „Góður stuðningur frá fólki í kringum mig og skilningur frá liðsfélögum mínum í Álftanesi hjálpaði mér mikið. Það fékk mig fyrir sjálfstrausti mínu byggjast upp og það hafði ég ekki fundið fyrir lengi.” „Ég man sérstaklega vel eftir þegar ég sagði liðsfélögum mínum frá þessu í Breiðablik er ég var beðinn um að koma aftur, sem ég gerði reyndar ekki, þá mætti ég svo miku skilningsleysi.” Þórdís kemur hreint fram og er ekkert hrædd við að segja sína sögu. Hún segir að fólk hafi þó ekki vitað hvernig ætti að haga sér. „Ég mætti ekki neikvæðni en fólk vissi ekki hvernig átti að höndla þetta. Ég fékk engan stuðning og það var bara svona: Þá ert þú ekki hluti af okkar liði og þú ert bara að díla við þitt.” „Í dag finnst mér mjög mikilvægt að fólk viti að ég gekk í gegnum þetta til þess að ungir einstaklingar sem eru að ganga í gegnum það sama og ég, sjá að það er hægt að ná bata með mikilli vinnu. Það er hægt að ná árangri aftur.” En hversu stórt er að fá þessa viðurkenningu sem Þórdís fékk í gær, besti leikmaður Inkasso-deildar kvenna? „Það er ótrúlega stórt fyrir mig. Ég gat ekki ímyndað mér fyrir þrem til fjórum árum að ég myndi ná þessum árangri og fá þessa viðurkenningu. Mér fannst ég alltaf falla niður fyrir hópinn og væri bara að glíma við mína vanlíðan.” „Þetta er stórt skref í að viðurkenna að ég hef sigrast á þunglyndinu. Ég er orðinn ég aftur og mér líður eins og mér aftur,” en vill hún meina að það séu fleiri í fótboltanum sem glíma við sama vandamál? „Ég held það. Þetta er mikill pressa and- og líkamlega. Ég held að þetta sé algengara en við heldum,” en Þórdís er til í að opna á umræðuna. „Mér fannst þetta veikleiki fyrst en í dag sé ég þroskast sem ég fæ frá þessu. Mér finnst mikilvægt að fólk sjái mig og sjái að það er hægt að ná góðan bata.” Hún segir að fótboltinn hafi hjálpað sér. „Fótboltinn er mín ástríða og það var erfitt að þurfa að hætta og geta ekki spilað þar sem þetta var minn griðarstaður á yngri árum. Í dag líður mér vel and- og líkamlega. Það er gaman að fá þessa tilfinningu í líkamann.” „Með mikilli vinnu og hjálp frá fagaðilum og aðstandendum þá er hægt að sigrast á þunglyndi. Það er mikilvægt að leggja á sig vinnuna.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Frábærar gólfæfingar og Ísland í úrslit Sport Ólafía komst örugglega í gegnum niðurskurðinn Golf Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 │Aron breytti gangi mála Íslenski boltinn Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti