Erlent

Trump gæti kynnt nýja tolla á Kína strax eftir helgi

Kjartan Kjartansson skrifar
Skopmynd af Trump Bandaríkjaforseta í glugga veitingastaðar í Guangzhou í Kína.
Skopmynd af Trump Bandaríkjaforseta í glugga veitingastaðar í Guangzhou í Kína. Vísir/EPA
Bandaríkjastjórn ætlar að leggja nýja innflutningstolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarða dollara á mánudag. Tollarnir eru þó sagðir verða töluvert lægri en þeir sem Donald Trump forseti hefur hótað að leggja á kínverskar vörur.

Wall Street Journal greinir frá því að Trump ætli að kynna tollana á mánudag. Þeir nemi 10% en ekki 25% eins og hann hafði ýjað að. Forsetinn hefur sakað kínversk stjórnvöld um óbilgirni í viðskiptum ríkjanna og gagnrýnt þau fyrir iðnnjósnir og niðurgreiðslur til hátækniiðnaðar.

Á meðal þeirra vara sem tollarnir verða lagðir á eru nettæknivörur, raftæki og ýmsar neytendavörur eins og handtöskur, reiðhjól og húsgögn, að því er segir í frétt Reuters.

Trump hefur þegar lagt toll á kínverskar vörur að andvirði 50 milljarða dollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×