Bandaríkjastjórn segist ætla að flytja þúsundir hermanna að landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2018 21:25 John O'Shaughnessy, herforingi, (t.v.) kynnti herflutningana á blaðamannafundi í varnarmálaráðuneytinu í dag. Vísir/EPA Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að rúmlega fimm þúsund hermenn verði sendir að landamærunum við Mexíkó fyrir lok vikunnar. Aðgerðin virðist viðbrögð við stóryrðum Donalds Trump forseta um meinta neyðarástand sem ríki vegna hóps förufólks sem ætlar sér að komast til landsins.New York Times segir að liðsflutningunum sé ætlað að herða öryggi á suðurlandamærunum. Um átta hundruð hermenn hafi þegar verið sendir af stað frá herstöðum í Texas. Liðsflutningarnir séu hluti af aðgerðum sem Trump hafi krafist undanfarnar vikur. Í kjölfarið gæti forsetinn undirritað tilskipun um bann við komum Miðameríkumanna til Bandaríkjanna, þar á meðal hælisleitenda. Trump hefur gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna, að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningar sem fara fram í næstu viku. Hann hefur sagt hópinn valda neyðarástandi í Bandaríkjunum og hótað að loka suðurlandamærunum algerlega vegna hans. Þá hefur forsetinn haldið því fram á nokkurra sannana að í hópnum leynist „óþekktir Miðausturlandabúar“. Trump hélt uppteknum hætti í dag þegar hann lýsti því yfir að fjöldi félaga úr glæpagengjum og „mjög slæmt fólk“ væri í hópi förufólksins. Sem fyrr lagði forsetinn ekki fram neinar vísbendingar máli sínu til stuðnings. „Þetta er innrás í landið okkar og herinn okkar bíður ykkar,“ tísti forsetinn.Many Gang Members and some very bad people are mixed into the Caravan heading to our Southern Border. Please go back, you will not be admitted into the United States unless you go through the legal process. This is an invasion of our Country and our Military is waiting for you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2018 Hópurinn enn fjarri landamærunum Liðsflutningarnir nú virðast því vera liður í kosningabaráttu Trump fyrir hönd Repúblikanaflokksins sem er í hættu á að missa meirihluta sinn í neðri deild Bandaríkjaþings. Telur Hvíta húsið að með því að leggja þunga áherslu á innflytjendamál hleypi það íhaldssömum stuðningsmönnum forsetans kapp í kynn og fái þá á kjörstað, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir tal Trump og herflutningana er hópu förufólksins enn staddur í Mexíkó, hundruð kílómetrum frá landamærunum að Bandaríkjunum. Áætlað er að um 3.500 manns séu nú í hópnum en gert er ráð fyrir að verulega fækki í honum á leiðinni í gegnum Mexíkó. Fólkið lagði upp frá Hondúras fyrr í þessum mánuði. Það er sagt flýja fátækt og glæpi í heimalandinu. Ferðast það í hóp til að reyna að verja sig fyrir glæpamönnum og fólkssmyglurum á leiðinni í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó í krafti fjöldans. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Nýr hópur förufólks stefnir á Bandaríkin Hópurinn lagði af stað frá höfuðborg El Salvador fyrr í dag. 28. október 2018 17:24 Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. 26. október 2018 23:50 Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að rúmlega fimm þúsund hermenn verði sendir að landamærunum við Mexíkó fyrir lok vikunnar. Aðgerðin virðist viðbrögð við stóryrðum Donalds Trump forseta um meinta neyðarástand sem ríki vegna hóps förufólks sem ætlar sér að komast til landsins.New York Times segir að liðsflutningunum sé ætlað að herða öryggi á suðurlandamærunum. Um átta hundruð hermenn hafi þegar verið sendir af stað frá herstöðum í Texas. Liðsflutningarnir séu hluti af aðgerðum sem Trump hafi krafist undanfarnar vikur. Í kjölfarið gæti forsetinn undirritað tilskipun um bann við komum Miðameríkumanna til Bandaríkjanna, þar á meðal hælisleitenda. Trump hefur gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna, að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningar sem fara fram í næstu viku. Hann hefur sagt hópinn valda neyðarástandi í Bandaríkjunum og hótað að loka suðurlandamærunum algerlega vegna hans. Þá hefur forsetinn haldið því fram á nokkurra sannana að í hópnum leynist „óþekktir Miðausturlandabúar“. Trump hélt uppteknum hætti í dag þegar hann lýsti því yfir að fjöldi félaga úr glæpagengjum og „mjög slæmt fólk“ væri í hópi förufólksins. Sem fyrr lagði forsetinn ekki fram neinar vísbendingar máli sínu til stuðnings. „Þetta er innrás í landið okkar og herinn okkar bíður ykkar,“ tísti forsetinn.Many Gang Members and some very bad people are mixed into the Caravan heading to our Southern Border. Please go back, you will not be admitted into the United States unless you go through the legal process. This is an invasion of our Country and our Military is waiting for you!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 29, 2018 Hópurinn enn fjarri landamærunum Liðsflutningarnir nú virðast því vera liður í kosningabaráttu Trump fyrir hönd Repúblikanaflokksins sem er í hættu á að missa meirihluta sinn í neðri deild Bandaríkjaþings. Telur Hvíta húsið að með því að leggja þunga áherslu á innflytjendamál hleypi það íhaldssömum stuðningsmönnum forsetans kapp í kynn og fái þá á kjörstað, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir tal Trump og herflutningana er hópu förufólksins enn staddur í Mexíkó, hundruð kílómetrum frá landamærunum að Bandaríkjunum. Áætlað er að um 3.500 manns séu nú í hópnum en gert er ráð fyrir að verulega fækki í honum á leiðinni í gegnum Mexíkó. Fólkið lagði upp frá Hondúras fyrr í þessum mánuði. Það er sagt flýja fátækt og glæpi í heimalandinu. Ferðast það í hóp til að reyna að verja sig fyrir glæpamönnum og fólkssmyglurum á leiðinni í gegnum Mið-Ameríku og Mexíkó í krafti fjöldans.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mið-Ameríka Norður-Ameríka Tengdar fréttir Nýr hópur förufólks stefnir á Bandaríkin Hópurinn lagði af stað frá höfuðborg El Salvador fyrr í dag. 28. október 2018 17:24 Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. 26. október 2018 23:50 Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Nýr hópur förufólks stefnir á Bandaríkin Hópurinn lagði af stað frá höfuðborg El Salvador fyrr í dag. 28. október 2018 17:24
Mexíkóar bjóða förufólkinu að sækja um hæli Forseti Mexíkó hefur boðið fjölda fólks sem er á gangi frá Mið-Ameríku til Bandaríkjanna að sækja um hæli í Mexíkó. Þar geti þau fundið sér vinnu og menntun fyrir börn sín. 26. október 2018 23:50
Senda hermenn að landamærunum að Mexíkó Liðsflutningarnir eru sagðir beint svar við áhyggjum Trump forseta af hópi flóttafólks frá Hondúras sem reynir að komast fótgangandi til Bandaríkjanna í gegnum Mexíkó. 25. október 2018 16:50
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent