Al-Sisi býður sig fram til endurkjörs í Egyptalandi Ingvar Þór Björnsson skrifar 20. janúar 2018 12:26 Sisi, fyrrverandi marskálkur og yfirmaður egypska hersins, er talinn mjög sigurstranglegur. Vísir/AFP Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að hann hyggst bjóða sig fram til að gegna sínu öðru kjörtímabili sem forseti landsins. Forsetakosningar fara fram 26. – 28. mars en kosið verður aftur 24-26. apríl ef enginn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða í fyrstu kosningu. Framboðsfrestur rennur út í lok næstu viku.Efnahagslegur og stjórnmálalegur stöðugleiki helstu markmið al-SisiSisi, fyrrverandi marskálkur og yfirmaður egypska hersins, er talinn sigurstranglegur. Ríkisstjórn hans hefur lagt áherslu á að koma á stöðugleika í landinu en gagnrýnendur hans segja að vinsældir hans hafi beðið hnekki eftir hagræðingar og niðurskurði. Andstæðingar hans hafa einnig bent á ófremdarástand hvað varðar þjóðaröryggismál og mannréttindabrot sem hann hefur framið í starfi. Þá hefur það einnig verið harðlega gagnrýnt að forsetinn skyldi gefa Saudi-Arabíu tvær eyjur í Rauðahafi. Stuðningsmenn hans segja þó að hann hafi lyft grettistaki á efnahag landsins og unnið að því að vinna bug á fátækt. Mikil fátækt er í Egyptalandi en fjórðungur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Mannréttindahópar hafa ítrekað sakað forsetann um mannréttindabrot, að fangelsa andstæðinga sína og fjölmiðlamenn.Átökin á Sínaí-skaga í brennidepliÞjóðaröryggismál eru í brennidepli fyrir komandi kosningar en átök hafa geisað á Sínaí-skaga á undanförnum árum. Hafa hermenn þar kljáðst við hryðjuverkamenn, meðal annars skæruliða hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Nokkrar fjöldaaftökur hafa átt sér stað í Egyptalandi vegna átaka á skaganum. Fimmtán menn voru teknir af lífi í desember eftir að hafa verið sakfelldir fyrir árás á hermann á Sínaí-skaga árið 2013 og fjórir menn voru teknir af lífi í þessum mánuði en þeir voru sakaðir um að hafa skipulagt sprengjuárás.Sami Anan, fyrrverandi herstjóri Egyptalands, tilkynnti forsetaframboð í dag.Vísir/AFP„Að byggja upp ríki tekur 16 til 20 ár, ég er að reyna að klára það á átta árum“Forsetinn stiklaði á stóru um afrek sín í embætti í yfirlýsingu sinni í gær. Lagði hann áherslu á fjárhagslegan viðsnúning eftir fjölmörg ár af pólitískum og efnahagslegum óstöðugleika. „Að byggja upp ríki tekur sextán til tuttugu ár, ég er að reyna að klára það á átta árum,“ sagði forsetinn. al-Sisi er fyrrverandi stjórnandi egypska hersins og fór fyrir valdaráni þegar Morsi var steypt af stóli. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands. Sisi varð forseti í kjölfarið árið 2014 þegar hann vann kosningarnar með 96,91 prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var hins vegar ekki nema 47% en 54 milljónir voru á kjörskrá. „Ég heiti því að komandi forsetakosningar verða frjálsar og gagnsæi haft að leiðarljósi. Allir frambjóðendur munu koma jafnir að borðinu,“ sagði Sisi.Sami Anan og Khaled Ali bjóða sig framFyrr í mánuðinum tilkynnti Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, að hann muni ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum. Shafik hafði legið undir feldi en hann hafði ítrekað verið orðaðu við embættið. Ahmed Shafik bauð sig fram til forseta í Egyptalandi árið 2012 en tapaði þeim kosningum naumlega fyrir Mohamed Morsi. Morsi gaf í kjölfarið út handtökuskipun á hendur Shafik. Í dag tilkynnti Sami Anan, fyrrverandi herstjóri landsins, að hann hyggst bjóða sig fram og þá hefur mannréttindalögfræðingurinn Khaled Ali einnig gefið kost á sér. Egyptaland Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ahmed Shafik hyggst ekki bjóða sig fram til forseta Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, hyggst ekki bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. 7. janúar 2018 15:36 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, sagði í yfirlýsingu í gærkvöldi að hann hyggst bjóða sig fram til að gegna sínu öðru kjörtímabili sem forseti landsins. Forsetakosningar fara fram 26. – 28. mars en kosið verður aftur 24-26. apríl ef enginn frambjóðandi fær yfir helming atkvæða í fyrstu kosningu. Framboðsfrestur rennur út í lok næstu viku.Efnahagslegur og stjórnmálalegur stöðugleiki helstu markmið al-SisiSisi, fyrrverandi marskálkur og yfirmaður egypska hersins, er talinn sigurstranglegur. Ríkisstjórn hans hefur lagt áherslu á að koma á stöðugleika í landinu en gagnrýnendur hans segja að vinsældir hans hafi beðið hnekki eftir hagræðingar og niðurskurði. Andstæðingar hans hafa einnig bent á ófremdarástand hvað varðar þjóðaröryggismál og mannréttindabrot sem hann hefur framið í starfi. Þá hefur það einnig verið harðlega gagnrýnt að forsetinn skyldi gefa Saudi-Arabíu tvær eyjur í Rauðahafi. Stuðningsmenn hans segja þó að hann hafi lyft grettistaki á efnahag landsins og unnið að því að vinna bug á fátækt. Mikil fátækt er í Egyptalandi en fjórðungur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum. Mannréttindahópar hafa ítrekað sakað forsetann um mannréttindabrot, að fangelsa andstæðinga sína og fjölmiðlamenn.Átökin á Sínaí-skaga í brennidepliÞjóðaröryggismál eru í brennidepli fyrir komandi kosningar en átök hafa geisað á Sínaí-skaga á undanförnum árum. Hafa hermenn þar kljáðst við hryðjuverkamenn, meðal annars skæruliða hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Nokkrar fjöldaaftökur hafa átt sér stað í Egyptalandi vegna átaka á skaganum. Fimmtán menn voru teknir af lífi í desember eftir að hafa verið sakfelldir fyrir árás á hermann á Sínaí-skaga árið 2013 og fjórir menn voru teknir af lífi í þessum mánuði en þeir voru sakaðir um að hafa skipulagt sprengjuárás.Sami Anan, fyrrverandi herstjóri Egyptalands, tilkynnti forsetaframboð í dag.Vísir/AFP„Að byggja upp ríki tekur 16 til 20 ár, ég er að reyna að klára það á átta árum“Forsetinn stiklaði á stóru um afrek sín í embætti í yfirlýsingu sinni í gær. Lagði hann áherslu á fjárhagslegan viðsnúning eftir fjölmörg ár af pólitískum og efnahagslegum óstöðugleika. „Að byggja upp ríki tekur sextán til tuttugu ár, ég er að reyna að klára það á átta árum,“ sagði forsetinn. al-Sisi er fyrrverandi stjórnandi egypska hersins og fór fyrir valdaráni þegar Morsi var steypt af stóli. Morsi var fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Egyptalands. Sisi varð forseti í kjölfarið árið 2014 þegar hann vann kosningarnar með 96,91 prósent atkvæða. Kosningaþátttaka var hins vegar ekki nema 47% en 54 milljónir voru á kjörskrá. „Ég heiti því að komandi forsetakosningar verða frjálsar og gagnsæi haft að leiðarljósi. Allir frambjóðendur munu koma jafnir að borðinu,“ sagði Sisi.Sami Anan og Khaled Ali bjóða sig framFyrr í mánuðinum tilkynnti Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, að hann muni ekki bjóða sig fram í forsetakosningunum. Shafik hafði legið undir feldi en hann hafði ítrekað verið orðaðu við embættið. Ahmed Shafik bauð sig fram til forseta í Egyptalandi árið 2012 en tapaði þeim kosningum naumlega fyrir Mohamed Morsi. Morsi gaf í kjölfarið út handtökuskipun á hendur Shafik. Í dag tilkynnti Sami Anan, fyrrverandi herstjóri landsins, að hann hyggst bjóða sig fram og þá hefur mannréttindalögfræðingurinn Khaled Ali einnig gefið kost á sér.
Egyptaland Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Ahmed Shafik hyggst ekki bjóða sig fram til forseta Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, hyggst ekki bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. 7. janúar 2018 15:36 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Ahmed Shafik hyggst ekki bjóða sig fram til forseta Ahmed Shafik, fyrrverandi forsætisráðherra Egyptalands, hyggst ekki bjóða sig fram til forseta í komandi forsetakosningum. 7. janúar 2018 15:36