Kvennastjórn í skugga krassandi kynlífssögu Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2018 21:00 Leiðtogar norsku ríkisstjórnarinnar fyrir utan konungshöllina í Osló í dag. Siv Jensen fjármálaráðherra til vinstri, Erna Solberg forsætisráðherra í miðið og Trine Skei Grande menntamálaráðherra til hægri. Mynd/TV-2, Noregi. Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag og bættist þriðji flokkurinn, Venstre, inn í minnihlutastjórn Ernu Solberg. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra og formanns Venstre, Trine Skei Grande, skyggja hins vegar á stjórnarskiptin en hún er sögð hafa haft samræði við sextán ára pilt. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg kynnti nýju ríkisstjórnina í dag fyrir utan konungshöllina í Osló að loknum ríkisráðsfundi með Haraldi Noregskonungi. Athygli vekur að konur skipa nú helstu valdastöður Noregs. Formenn stjórnarflokkanna þriggja eru konur og áhrifamestu ráðherraembættin eru í höndum kvenna, þar á meðal forsætis-, fjármála-, dómsmála- og utanríkisráðuneytið. Helsta breytingin er að flokkur sem áður varði stjórnina falli, Venstre, sem þrátt fyrir nafnið telst hægra megin við miðju, kemur nú inn í stjórnina með þrjú ráðherraembætti. Formaður Venstre, Trine Skei Grande, verður menntamálaráðherra.Flokksformennirnir kynna ríkisstjórnina á blaðamannafundi í Osló í dag. Siv er formaður Framfaraflokksins, Erna formaður Hægriflokksins og Trine formaður Vinstriflokksins.Mynd/TV-2, Noregi.Það eru hins vegar vandræðalegri fréttir af Trine sem fangað hafa forsíður norsku pressunnar í dag og í gær eftir að samfélagsmiðlar höfðu logað af sögusögnum þess efnis að hún hafi haft samræði við sextán ára pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins. Netmiðilinn Resett opnaði málið í byrjun árs og sagði bæði hafa verið undir áhrifum áfengis og nokkur vitni hafi verið að því sem gerðist. Í viðtölum hefur Trine hvorki játað þessu né neitað. Í Aftenposten viðurkennir hún að hafa gert ýmislegt heimskulegt en segist ekki þvinga nokkurn mann og sé ekki ofbeldismaður. Í viðtali við Verdens Gang kveðst hún helst hafa óskað sér þess að þurfa ekki að ræða þetta mál í dag, - daginn sem ný ríkisstjórn tekur við. Í VG er pilturinn sagður hafa verið sautján ára þegar uppákoman varð. Blaðið segist hafa haft samband við unga manninn, sem um ræði, en hann vilji ekkert tjá sig. Fram kemur í norskum fréttamiðlum að Trine Skei Grande hafi gert Ernu Solberg grein fyrir þessu máli. Það staðfestir Erna en segir að það sem sagt var í samtali milli sín og hennar verði á milli þeirra. Leiðrétting: Trine Skei Grande er nýr menningarmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55 Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Ný hægrigræn ríkisstjórn tók við völdum í Noregi í dag og bættist þriðji flokkurinn, Venstre, inn í minnihlutastjórn Ernu Solberg. Sögusagnir um kynlífshneyksli nýs menntamálaráðherra og formanns Venstre, Trine Skei Grande, skyggja hins vegar á stjórnarskiptin en hún er sögð hafa haft samræði við sextán ára pilt. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Erna Solberg kynnti nýju ríkisstjórnina í dag fyrir utan konungshöllina í Osló að loknum ríkisráðsfundi með Haraldi Noregskonungi. Athygli vekur að konur skipa nú helstu valdastöður Noregs. Formenn stjórnarflokkanna þriggja eru konur og áhrifamestu ráðherraembættin eru í höndum kvenna, þar á meðal forsætis-, fjármála-, dómsmála- og utanríkisráðuneytið. Helsta breytingin er að flokkur sem áður varði stjórnina falli, Venstre, sem þrátt fyrir nafnið telst hægra megin við miðju, kemur nú inn í stjórnina með þrjú ráðherraembætti. Formaður Venstre, Trine Skei Grande, verður menntamálaráðherra.Flokksformennirnir kynna ríkisstjórnina á blaðamannafundi í Osló í dag. Siv er formaður Framfaraflokksins, Erna formaður Hægriflokksins og Trine formaður Vinstriflokksins.Mynd/TV-2, Noregi.Það eru hins vegar vandræðalegri fréttir af Trine sem fangað hafa forsíður norsku pressunnar í dag og í gær eftir að samfélagsmiðlar höfðu logað af sögusögnum þess efnis að hún hafi haft samræði við sextán ára pilt undir berum himni í brúðkaupsveislu í Þrændalögum fyrir tíu árum. Trine var þá 38 ára gömul, orðin þingmaður og varaformaður flokksins. Netmiðilinn Resett opnaði málið í byrjun árs og sagði bæði hafa verið undir áhrifum áfengis og nokkur vitni hafi verið að því sem gerðist. Í viðtölum hefur Trine hvorki játað þessu né neitað. Í Aftenposten viðurkennir hún að hafa gert ýmislegt heimskulegt en segist ekki þvinga nokkurn mann og sé ekki ofbeldismaður. Í viðtali við Verdens Gang kveðst hún helst hafa óskað sér þess að þurfa ekki að ræða þetta mál í dag, - daginn sem ný ríkisstjórn tekur við. Í VG er pilturinn sagður hafa verið sautján ára þegar uppákoman varð. Blaðið segist hafa haft samband við unga manninn, sem um ræði, en hann vilji ekkert tjá sig. Fram kemur í norskum fréttamiðlum að Trine Skei Grande hafi gert Ernu Solberg grein fyrir þessu máli. Það staðfestir Erna en segir að það sem sagt var í samtali milli sín og hennar verði á milli þeirra. Leiðrétting: Trine Skei Grande er nýr menningarmálaráðherra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55 Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01 Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Fleiri fréttir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Sjá meira
Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Trond Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 7. janúar 2018 20:55
Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um myndun nýrrar ríkisstjórn í Noregi. 12. janúar 2018 10:01