Giske segir af sér sem varaformaður Verkamannaflokksins Ingvar Þór Björnsson skrifar 7. janúar 2018 20:55 Giske hefur átt sæti á norska þinginu frá árinu 1997. Vísir/AFP Trond Giske hefur ákveðið að snúa ekki aftur í stól varaformanns norska Verkamannaflokksins í kjölfar ásakana um kynferðislegt áreiti. NRK greinir frá. Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. Í kjölfarið birtust fleiri ásakanir á hendur hans. Þá sagðist Giske vona að með því að stíga til hliðar tímabundið gæti hann fengið svigrúm til að svara fyrir ásakanirnar sem væru að hluta til ekki á rökum reistar. Nú hefur Trond Giske gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann komi ekki til með að snúa aftur í stól varaformannsins. Í færslu á Facebook síðu sinni segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við sína nánustu fjölskyldu. „Helsta ástæða þess að ég tók þessa ákvörðun er að það er ómögulegt fyrir mig og fjölskylduna mína að halda áfram undir því álagi sem við höfum verið undir síðustu vikur. Byrðin er of mikil en þetta hefur haft áhrif á fólkið sem ég elska mest sem valdi ekki líf stjórnmálamannsins,“ skrifar Giske. Hefur átt sæti á norska þinginu frá 1997 Þá segist hann hlakka til að segja sína hlið af málunum. Sökum veikinda sinna hafi hann ekki getað gert það enn sem komið er. „Ég mun svara öllum spurningum og leiðrétta það sem er rangt. Ég biðst aftur afsökunar á því sem ég hef gert sem hafa valdið öðrum óþægindum,“ segir hann. Giske hefur átt sæti á norska þinginu frá árinu 1997. Hann hefur á ferli sínum verið kirkju- og menntamálaráðherra, menningarmálaráðherra og viðskipta- og iðnaðarmálaráðherra. Verkamannaflokkurinn er stærsti flokkurinn á norska þinginu en er í stjórnarandstöðu. Hann Hlaut 27,4 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Noregur MeToo Tengdar fréttir Stígur til hliðar vegna ásakana um kynferðislega áreitni Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, hefur stigið til hliðar vegna ásakananna. 1. janúar 2018 23:05 Sakaður um að hafa áreitt ungliða kynferðislega Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, hefur verið sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 22. desember 2017 10:39 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Trond Giske hefur ákveðið að snúa ekki aftur í stól varaformanns norska Verkamannaflokksins í kjölfar ásakana um kynferðislegt áreiti. NRK greinir frá. Giske ákvað að stíga tímabundið til hliðar fyrsta janúar eftir að hann var sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. Í kjölfarið birtust fleiri ásakanir á hendur hans. Þá sagðist Giske vona að með því að stíga til hliðar tímabundið gæti hann fengið svigrúm til að svara fyrir ásakanirnar sem væru að hluta til ekki á rökum reistar. Nú hefur Trond Giske gefið út yfirlýsingu þess efnis að hann komi ekki til með að snúa aftur í stól varaformannsins. Í færslu á Facebook síðu sinni segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í samráði við sína nánustu fjölskyldu. „Helsta ástæða þess að ég tók þessa ákvörðun er að það er ómögulegt fyrir mig og fjölskylduna mína að halda áfram undir því álagi sem við höfum verið undir síðustu vikur. Byrðin er of mikil en þetta hefur haft áhrif á fólkið sem ég elska mest sem valdi ekki líf stjórnmálamannsins,“ skrifar Giske. Hefur átt sæti á norska þinginu frá 1997 Þá segist hann hlakka til að segja sína hlið af málunum. Sökum veikinda sinna hafi hann ekki getað gert það enn sem komið er. „Ég mun svara öllum spurningum og leiðrétta það sem er rangt. Ég biðst aftur afsökunar á því sem ég hef gert sem hafa valdið öðrum óþægindum,“ segir hann. Giske hefur átt sæti á norska þinginu frá árinu 1997. Hann hefur á ferli sínum verið kirkju- og menntamálaráðherra, menningarmálaráðherra og viðskipta- og iðnaðarmálaráðherra. Verkamannaflokkurinn er stærsti flokkurinn á norska þinginu en er í stjórnarandstöðu. Hann Hlaut 27,4 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum.
Noregur MeToo Tengdar fréttir Stígur til hliðar vegna ásakana um kynferðislega áreitni Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, hefur stigið til hliðar vegna ásakananna. 1. janúar 2018 23:05 Sakaður um að hafa áreitt ungliða kynferðislega Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, hefur verið sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 22. desember 2017 10:39 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Stígur til hliðar vegna ásakana um kynferðislega áreitni Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, hefur stigið til hliðar vegna ásakananna. 1. janúar 2018 23:05
Sakaður um að hafa áreitt ungliða kynferðislega Trond Giske, varaformaður norska Verkamannaflokksins, hefur verið sakaður um að hafa áreitt stjórnmálakonu í ungliðahreyfingu flokksins kynferðislega. 22. desember 2017 10:39