Erlent

Samkomulag um nýjan stjórnarsáttmála í höfn í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, Trine Skei Grande , formaður Venstre, Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins daginn eftir kosningar í september.
Knut Arild Hareide, formaður Kristilega þjóðarflokksins, Trine Skei Grande , formaður Venstre, Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og Erna Solberg forsætisráðherra og formaður Hægriflokksins daginn eftir kosningar í september. Vísir/AFP
Formenn Hægriflokksins, Framfaraflokksins og Venstre hafa náð samkomulagi um nýjan stjórnarsáttmála í Noregi.

Frá þessu greinir NRK.  Þar segir að formenn Framfaraflokksins og Venstre hafi boðað til flokksráðsfunda á sunnudag til að kynna og greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann. Enn hefur ekki fengist staðfest að Hægriflokkurinn geri slíkt hið sama.

Formenn flokkanna – Erna Solberg forsætisráðherra hjá Hægriflokknum, Siv Jensen hjá Framfaraflokknum og Trine Skei Grande hjá Venstre – munu á næstu dögum leggja lokahönd á sáttmálann sem yrði svo kynntur flokksmönnum viðkomandi flokka á sunnudag.

NRK segir frá því að á síðustu dögum hafi farið fram erfiðar viðræður um stefnu mögulegrar ríkisstjórnar í málefnum innflytjenda, olíuframleiðslu og loftslagsmálum.

Stjórnarmyndunarviðræðurnar hófust á Jeløya þann 2. janúar síðastliðinn, en kosningarnar fóru fram þann 11. september síðastliðinn.

Drógu sig úr úr samstarfinu

Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn mynduðu saman minnihlutastjórn á síðasta kjörtímabili þar sem Venstre og Kristilegi þjóðarflokkurinn vörðu stjórnina vantrausti. Í nýrri ríkisstjórn mun Venstre vera með ráðherra í ríkisstjórninni. Kristilegi þjóðarflokkurinn lýsti því yfir fljótlega eftir kosningar að þeir drægju sig út úr stjórnarsamstarfinu.

Verði stjórnin að veruleika verður um minnihlutastjórn að ræða.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.