Slegin og niðurdregin eftir að vera kölluð „ljót svört skepna“ í flugvél Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2018 22:29 Atvikið var tekið upp á myndband og hefur það fengið mikla athygli. Delsie Gayle er slegin og niðurdregin eftir að sessunautur hennar í flugvél veittist að henni og kallaði hana meðal annars „ljóta svarta skepnu“ og „ljóta, heimska belju“. Þetta gerðist um borð í flugvél Ryanair á leið frá Barcelona til London í síðustu viku. Gayle færði sig um sæti en maðurinn sat sem fastast. Atvikið var tekið upp á myndband og hefur það fengið mikla athygli.Sjá einnig: Kallaði sessunaut sinn „ljóta svarta skepnu“Þegar dóttir Gayle kom henni til varnar og sagði hana vera fatlaða öskraði maðurinn að honum væri alveg sama. „Ef ég segi henni að koma sér, þá kemur hún sér.“ Gayle, sem er 77 ára gömul, sagði í viðtali að ef atvikið hefði farið öfugt, hún hefði ráðist á manninn, hefði lögreglan örugglega verið kölluð til. Þá segist hún viss um að aðrir farþegar flugvélarinnar hafi ekki gripið inn í út af því að hún væri svört. Gayle er af Windrush kynslóðinni, afkomandi innflytjenda sem fluttust til Bretlands eftir stríð. Hún hafði verið í fríi til þess að ná áttum eftir andlát eiginmanns síns að sögn dóttur hennar. Þá sagðist hún ekki hafa fengið nein skilaboð frá Ryanair en flugfélagið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir það að manninum hafi ekki verið vísað frá borði. Flugvélin var enn í Barcelona. Aðrir farþegar flugvélarinnar hafa einnig verið gagnrýndir fyrir að koma Gayle til varnar. Maðurinn sem tók atvikið upp, David Lawrence, segist hafa ákveðið að taka upp, í stað þess að grípa inn í, vegna þess hve kraftmiklir samfélagsmiðlar væru í dag og svo að fólk gæti séð að svona atvik ættu sér stað. Forsvarsmenn RyanAir hafa tilkynnt málið til lögreglu í Bretlandi. Samkvæmt Guardian er þó mjög ólíklegt að kæra verði lögð fram, þar sem manninum var ekki vísað úr flugvélinni og lögregla kölluð til í Barcelona. RyanAir er skráð í Írlandi og atvikið gerðist á Spáni. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Delsie Gayle er slegin og niðurdregin eftir að sessunautur hennar í flugvél veittist að henni og kallaði hana meðal annars „ljóta svarta skepnu“ og „ljóta, heimska belju“. Þetta gerðist um borð í flugvél Ryanair á leið frá Barcelona til London í síðustu viku. Gayle færði sig um sæti en maðurinn sat sem fastast. Atvikið var tekið upp á myndband og hefur það fengið mikla athygli.Sjá einnig: Kallaði sessunaut sinn „ljóta svarta skepnu“Þegar dóttir Gayle kom henni til varnar og sagði hana vera fatlaða öskraði maðurinn að honum væri alveg sama. „Ef ég segi henni að koma sér, þá kemur hún sér.“ Gayle, sem er 77 ára gömul, sagði í viðtali að ef atvikið hefði farið öfugt, hún hefði ráðist á manninn, hefði lögreglan örugglega verið kölluð til. Þá segist hún viss um að aðrir farþegar flugvélarinnar hafi ekki gripið inn í út af því að hún væri svört. Gayle er af Windrush kynslóðinni, afkomandi innflytjenda sem fluttust til Bretlands eftir stríð. Hún hafði verið í fríi til þess að ná áttum eftir andlát eiginmanns síns að sögn dóttur hennar. Þá sagðist hún ekki hafa fengið nein skilaboð frá Ryanair en flugfélagið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir það að manninum hafi ekki verið vísað frá borði. Flugvélin var enn í Barcelona. Aðrir farþegar flugvélarinnar hafa einnig verið gagnrýndir fyrir að koma Gayle til varnar. Maðurinn sem tók atvikið upp, David Lawrence, segist hafa ákveðið að taka upp, í stað þess að grípa inn í, vegna þess hve kraftmiklir samfélagsmiðlar væru í dag og svo að fólk gæti séð að svona atvik ættu sér stað. Forsvarsmenn RyanAir hafa tilkynnt málið til lögreglu í Bretlandi. Samkvæmt Guardian er þó mjög ólíklegt að kæra verði lögð fram, þar sem manninum var ekki vísað úr flugvélinni og lögregla kölluð til í Barcelona. RyanAir er skráð í Írlandi og atvikið gerðist á Spáni.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira