Kallaði sessunaut sinn „ljóta svarta skepnu“ Sylvía Hall skrifar 21. október 2018 10:52 Maðurinn kallaði konuna meðal annars „ljóta belju“. Skjáskot Maður um borð í flugi Ryanair hefur verið tilkynntur til lögreglu eftir að hann áreitti sessunaut sinn, konu á áttræðisaldri, í flugi frá Barcelona til Stansted-flugvallar í London. Maðurinn neitaði að sitja í sömu sætaröð og konan af þeirri ástæðu að hún er svört. Atvikið náðist á myndband og hefur það fengið hátt í tvær milljónir áhorfa síðan það var birt á Facebook á föstudag. Maðurinn mótmælir sessunaut sínum harðlega og kallar hana meðal annars „ljóta svarta skepnu“. Þegar konan svarar manninum kallar hann hana „ljóta belju“ og bannar henni að tala við sig á öðru tungumáli. Þá skipar hann henni að færa sig um sæti annars muni hann færa hana persónulega. Flugþjónn býður konunni að færa sig um sæti sem hún í fyrstu hafnaði áður en hún þáði boðið og settist hjá dóttur sinni á öðrum stað í vélinni. Þegar konan hafði fært sig róaðist maðurinn en farþegar spurðu hvers vegna maðurinn hafði ekki verið fjarlægður úr fluginu. Konan er af Windrush kynslóðinni, afkomandi innflytjenda sem fluttust til Bretlands eftir stríð. Hún hafði verið í fríi til þess að ná áttum eftir andlát eiginmanns síns að sögn dóttur hennar. „Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar í Essex og við getum ekki tjáð okkur frekar, þetta er á borði lögreglu núna,“ staðfesti Robin Kiely, yfirmaður samskiptamála hjá Ryanair í samtali við Buzzfeed. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira
Maður um borð í flugi Ryanair hefur verið tilkynntur til lögreglu eftir að hann áreitti sessunaut sinn, konu á áttræðisaldri, í flugi frá Barcelona til Stansted-flugvallar í London. Maðurinn neitaði að sitja í sömu sætaröð og konan af þeirri ástæðu að hún er svört. Atvikið náðist á myndband og hefur það fengið hátt í tvær milljónir áhorfa síðan það var birt á Facebook á föstudag. Maðurinn mótmælir sessunaut sínum harðlega og kallar hana meðal annars „ljóta svarta skepnu“. Þegar konan svarar manninum kallar hann hana „ljóta belju“ og bannar henni að tala við sig á öðru tungumáli. Þá skipar hann henni að færa sig um sæti annars muni hann færa hana persónulega. Flugþjónn býður konunni að færa sig um sæti sem hún í fyrstu hafnaði áður en hún þáði boðið og settist hjá dóttur sinni á öðrum stað í vélinni. Þegar konan hafði fært sig róaðist maðurinn en farþegar spurðu hvers vegna maðurinn hafði ekki verið fjarlægður úr fluginu. Konan er af Windrush kynslóðinni, afkomandi innflytjenda sem fluttust til Bretlands eftir stríð. Hún hafði verið í fríi til þess að ná áttum eftir andlát eiginmanns síns að sögn dóttur hennar. „Atvikið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar í Essex og við getum ekki tjáð okkur frekar, þetta er á borði lögreglu núna,“ staðfesti Robin Kiely, yfirmaður samskiptamála hjá Ryanair í samtali við Buzzfeed.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Innlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Sjá meira