Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2018 12:24 Palestínumaður notar handslöngvu til að varpa steini að ísraelskum hermönnum. Hermennirnir skutu tugi mótmælendanna til bana. Vísir/AFP Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að viðbrögð Ísraela við mótmælum við landamæri þar sem hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir hafi ekki verið í neinu samræmi við tilefnið. Íbúar Gasastrandarinnar séu í reynd „fangelsaðir í eitruðu hreysi“. Sextíu Palestínumenn voru skotnir til bana í mótmælum við landamæragirðingu á mánudag þegar ísraelsk og bandarísk stjórnvöld fögnuðu því að bandaríska sendiráðið hefði verið flutt til Jerúsalem. Þetta var mesta mannfall á einum degi á Gasaströndinni frá því í stríði Ísraelshers og herskárra Palestínumanna árið 2014. Tugir til viðbótar hafa verið drepnir í mótmælum sem hafa geisað á Gasa síðustu sjö vikurnar í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis og Palestínumenn voru hraktir af landsvæðum sínum. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) íhuga nú að hefja óháða rannsókn á drápunum. Ísraelsk stjórnvöld fullyrða að Hamas-samtökin hafi vísvitandi stefnt fólki í hættu með mótmælunum.Zeid Raad al-Hussein líkti Gasaströndinni við eitrað búr. Krafðist hann þess að Ísraelar hættu hernámi sínu þar.Vísir/AFPGæti talist brot á GenfarsáttmálanumAð sögn breska ríkisútvarpsins BBC krafðist Zeid Raad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ, þess á neyðarfundi um ástandið í Gasa í Genf í dag að Ísraelar byndu enda á hernám sitt á svæðinu. Sá mikli munur sem væri á mannskaða á milli fylkinganna sýndi að viðbrögð Ísraela hefðu verið úr öllu samræmi við tilefnið. Þannig hafi ísraelskur hermaður særst lítillega þegar hann varð fyrir steini í mótmælunum á mánudag. Ísraelskir hermenn hefðu aftur á móti drepið 43 Palestínumenn á mótmælastaðnum og sautján til viðbótar utan þeirra. Fáar vísbendingar væru um að Ísraelar hafi reynt að takmarka mannfall. Aðgerðir Ísraela gætu talið „viljandi dráp“ sem væri þá alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum sem á að tryggja réttindi fólks á hernumdum svæðum. Aviva Raz Schechter, sendirherra Ísraels, hafnaði því algerlega og staðhæfði að Ísraelar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að forðast að særa óbreytta borgara. Sakaði hún mannréttindaráð SÞ um að þjást af „verstu gerð af andísraelskri þráhyggju“. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að viðbrögð Ísraela við mótmælum við landamæri þar sem hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir hafi ekki verið í neinu samræmi við tilefnið. Íbúar Gasastrandarinnar séu í reynd „fangelsaðir í eitruðu hreysi“. Sextíu Palestínumenn voru skotnir til bana í mótmælum við landamæragirðingu á mánudag þegar ísraelsk og bandarísk stjórnvöld fögnuðu því að bandaríska sendiráðið hefði verið flutt til Jerúsalem. Þetta var mesta mannfall á einum degi á Gasaströndinni frá því í stríði Ísraelshers og herskárra Palestínumanna árið 2014. Tugir til viðbótar hafa verið drepnir í mótmælum sem hafa geisað á Gasa síðustu sjö vikurnar í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis og Palestínumenn voru hraktir af landsvæðum sínum. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) íhuga nú að hefja óháða rannsókn á drápunum. Ísraelsk stjórnvöld fullyrða að Hamas-samtökin hafi vísvitandi stefnt fólki í hættu með mótmælunum.Zeid Raad al-Hussein líkti Gasaströndinni við eitrað búr. Krafðist hann þess að Ísraelar hættu hernámi sínu þar.Vísir/AFPGæti talist brot á GenfarsáttmálanumAð sögn breska ríkisútvarpsins BBC krafðist Zeid Raad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ, þess á neyðarfundi um ástandið í Gasa í Genf í dag að Ísraelar byndu enda á hernám sitt á svæðinu. Sá mikli munur sem væri á mannskaða á milli fylkinganna sýndi að viðbrögð Ísraela hefðu verið úr öllu samræmi við tilefnið. Þannig hafi ísraelskur hermaður særst lítillega þegar hann varð fyrir steini í mótmælunum á mánudag. Ísraelskir hermenn hefðu aftur á móti drepið 43 Palestínumenn á mótmælastaðnum og sautján til viðbótar utan þeirra. Fáar vísbendingar væru um að Ísraelar hafi reynt að takmarka mannfall. Aðgerðir Ísraela gætu talið „viljandi dráp“ sem væri þá alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum sem á að tryggja réttindi fólks á hernumdum svæðum. Aviva Raz Schechter, sendirherra Ísraels, hafnaði því algerlega og staðhæfði að Ísraelar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að forðast að særa óbreytta borgara. Sakaði hún mannréttindaráð SÞ um að þjást af „verstu gerð af andísraelskri þráhyggju“.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00
Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33