Viðbrögð Ísraela við mótmælum sögð í engu samræmi við tilefnið Kjartan Kjartansson skrifar 18. maí 2018 12:24 Palestínumaður notar handslöngvu til að varpa steini að ísraelskum hermönnum. Hermennirnir skutu tugi mótmælendanna til bana. Vísir/AFP Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að viðbrögð Ísraela við mótmælum við landamæri þar sem hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir hafi ekki verið í neinu samræmi við tilefnið. Íbúar Gasastrandarinnar séu í reynd „fangelsaðir í eitruðu hreysi“. Sextíu Palestínumenn voru skotnir til bana í mótmælum við landamæragirðingu á mánudag þegar ísraelsk og bandarísk stjórnvöld fögnuðu því að bandaríska sendiráðið hefði verið flutt til Jerúsalem. Þetta var mesta mannfall á einum degi á Gasaströndinni frá því í stríði Ísraelshers og herskárra Palestínumanna árið 2014. Tugir til viðbótar hafa verið drepnir í mótmælum sem hafa geisað á Gasa síðustu sjö vikurnar í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis og Palestínumenn voru hraktir af landsvæðum sínum. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) íhuga nú að hefja óháða rannsókn á drápunum. Ísraelsk stjórnvöld fullyrða að Hamas-samtökin hafi vísvitandi stefnt fólki í hættu með mótmælunum.Zeid Raad al-Hussein líkti Gasaströndinni við eitrað búr. Krafðist hann þess að Ísraelar hættu hernámi sínu þar.Vísir/AFPGæti talist brot á GenfarsáttmálanumAð sögn breska ríkisútvarpsins BBC krafðist Zeid Raad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ, þess á neyðarfundi um ástandið í Gasa í Genf í dag að Ísraelar byndu enda á hernám sitt á svæðinu. Sá mikli munur sem væri á mannskaða á milli fylkinganna sýndi að viðbrögð Ísraela hefðu verið úr öllu samræmi við tilefnið. Þannig hafi ísraelskur hermaður særst lítillega þegar hann varð fyrir steini í mótmælunum á mánudag. Ísraelskir hermenn hefðu aftur á móti drepið 43 Palestínumenn á mótmælastaðnum og sautján til viðbótar utan þeirra. Fáar vísbendingar væru um að Ísraelar hafi reynt að takmarka mannfall. Aðgerðir Ísraela gætu talið „viljandi dráp“ sem væri þá alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum sem á að tryggja réttindi fólks á hernumdum svæðum. Aviva Raz Schechter, sendirherra Ísraels, hafnaði því algerlega og staðhæfði að Ísraelar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að forðast að særa óbreytta borgara. Sakaði hún mannréttindaráð SÞ um að þjást af „verstu gerð af andísraelskri þráhyggju“. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að viðbrögð Ísraela við mótmælum við landamæri þar sem hundrað Palestínumenn hafa verið drepnir hafi ekki verið í neinu samræmi við tilefnið. Íbúar Gasastrandarinnar séu í reynd „fangelsaðir í eitruðu hreysi“. Sextíu Palestínumenn voru skotnir til bana í mótmælum við landamæragirðingu á mánudag þegar ísraelsk og bandarísk stjórnvöld fögnuðu því að bandaríska sendiráðið hefði verið flutt til Jerúsalem. Þetta var mesta mannfall á einum degi á Gasaströndinni frá því í stríði Ísraelshers og herskárra Palestínumanna árið 2014. Tugir til viðbótar hafa verið drepnir í mótmælum sem hafa geisað á Gasa síðustu sjö vikurnar í tilefni af því að sjötíu ár eru liðin frá stofnun Ísraelsríkis og Palestínumenn voru hraktir af landsvæðum sínum. Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) íhuga nú að hefja óháða rannsókn á drápunum. Ísraelsk stjórnvöld fullyrða að Hamas-samtökin hafi vísvitandi stefnt fólki í hættu með mótmælunum.Zeid Raad al-Hussein líkti Gasaströndinni við eitrað búr. Krafðist hann þess að Ísraelar hættu hernámi sínu þar.Vísir/AFPGæti talist brot á GenfarsáttmálanumAð sögn breska ríkisútvarpsins BBC krafðist Zeid Raad al-Hussein, mannréttindastjóri SÞ, þess á neyðarfundi um ástandið í Gasa í Genf í dag að Ísraelar byndu enda á hernám sitt á svæðinu. Sá mikli munur sem væri á mannskaða á milli fylkinganna sýndi að viðbrögð Ísraela hefðu verið úr öllu samræmi við tilefnið. Þannig hafi ísraelskur hermaður særst lítillega þegar hann varð fyrir steini í mótmælunum á mánudag. Ísraelskir hermenn hefðu aftur á móti drepið 43 Palestínumenn á mótmælastaðnum og sautján til viðbótar utan þeirra. Fáar vísbendingar væru um að Ísraelar hafi reynt að takmarka mannfall. Aðgerðir Ísraela gætu talið „viljandi dráp“ sem væri þá alvarlegt brot á Genfarsáttmálanum sem á að tryggja réttindi fólks á hernumdum svæðum. Aviva Raz Schechter, sendirherra Ísraels, hafnaði því algerlega og staðhæfði að Ísraelar hefðu gert allt sem í þeirra valdi stóð til að forðast að særa óbreytta borgara. Sakaði hún mannréttindaráð SÞ um að þjást af „verstu gerð af andísraelskri þráhyggju“.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00 Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
Rannsakað af stríðsglæpadómstólnum Um tólf þúsund hafa særst í mótmælum á Gazaströndinni frá marslokum. Öryggisráðið fundaði í gær vegna mannfallsins á sunnudag. Aðalsaksóknari stríðsglæpadómstólsins fylgist náið með málum. 16. maí 2018 06:00
Hamas vilja ekki lofa eldflaugaárásum þrátt fyrir kröfu stuðningsmanna Hamas samtökin eru í erfiðri stöðu og virðast klofin varðandi næstu skref eftir blóðbaðið á Gaza í fyrradag. Stuðningsmenn samtakanna krefjast eldflaugaárása í hefndarskyni en fréttaskýrendur efast um að leiðtogar þeirra sjái sér hag í að stigmagna átökin. 16. maí 2018 08:02
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn liggja í valnum eftir mótmæli gærdagsins. 15. maí 2018 16:24
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33