Sendifulltrúi Bandaríkjanna kennir Hamas um blóðbaðið Kjartan Kjartansson skrifar 15. maí 2018 16:24 Haley sagði tvískinnung ríkja innan Sameinuðu þjóðanna gagnvart ofbeldi fyrir botni Miðjarðarhafs. Vísir/AFP Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hafnar því að flutningur bandaríska sendiráðsins í Ísrael til Jerúsalem hafi valdið blóðugum átökum á milli Ísraelshers og palestínskra mótmælenda í gær. Hún kennir Hamas-samtökunum alfarið um ofbeldið. Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn eru látnir eftir að ísraelskir hermenn skutu á mótmælendur við landamæragirðingu á Gasasvæðinu í gær. Mótmælin voru vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til borgarinnar. Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag fullyrti Haley að tvískinnungur væri innan stofnunarinnar. Ísraelum væri kennt um ofbeldi sem Hamas-samtökin og Íranir ýttu undir, að því er segir í frétt Politico. „Munum það að Hama-hryðjuverkasamtökin hafa hvatt til ofbeldis í áraraðir, löngu áður en Bandaríkin ákváðu að færa sendiráðið okkar,“ sagði Haley sem staðhæfði að leiðtogar Hamas væru ánægðir með atburði gærdagsins. Hún benti á að mótmælendurnir hefðu meðal annars bundið bensínsprengjur við flugdreka og fullyrti að Hamas hefði hvatt þá til þess að sækja að landamæragirðingunni. Sagði Haley efast um að sum ríkin í öryggisráðinu hefðu sýnt eins mikla „stillingu“ við slík mótmæli á eigin landamærum. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að Haley hafi gengið út af fundi öryggisráðsins þegar fulltrúi Palestínumanna ávarpaði það. Fyrr í dag komu fulltrúar Bandaríkjanna í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti yfirlýsingu þar sem ofbeldið á Gasaströndinni hefði verið harmað og sjálfstæðrar rannsóknar krafist. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ákvörðunina um að færa sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lagðist gegn því í desember og hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess að Bandaríkin endurskoðuðu ákvörðun sína. Óttuðust margir að flutningur sendiráðsins kæmi til með að valda óróleika á svæðinu. Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum í gær voru hörmuð. 15. maí 2018 11:57 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hafnar því að flutningur bandaríska sendiráðsins í Ísrael til Jerúsalem hafi valdið blóðugum átökum á milli Ísraelshers og palestínskra mótmælenda í gær. Hún kennir Hamas-samtökunum alfarið um ofbeldið. Að minnsta kosti sextíu Palestínumenn eru látnir eftir að ísraelskir hermenn skutu á mótmælendur við landamæragirðingu á Gasasvæðinu í gær. Mótmælin voru vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. Bæði Ísraelar og Palestínumenn gera kall til borgarinnar. Á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag fullyrti Haley að tvískinnungur væri innan stofnunarinnar. Ísraelum væri kennt um ofbeldi sem Hamas-samtökin og Íranir ýttu undir, að því er segir í frétt Politico. „Munum það að Hama-hryðjuverkasamtökin hafa hvatt til ofbeldis í áraraðir, löngu áður en Bandaríkin ákváðu að færa sendiráðið okkar,“ sagði Haley sem staðhæfði að leiðtogar Hamas væru ánægðir með atburði gærdagsins. Hún benti á að mótmælendurnir hefðu meðal annars bundið bensínsprengjur við flugdreka og fullyrti að Hamas hefði hvatt þá til þess að sækja að landamæragirðingunni. Sagði Haley efast um að sum ríkin í öryggisráðinu hefðu sýnt eins mikla „stillingu“ við slík mótmæli á eigin landamærum. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að Haley hafi gengið út af fundi öryggisráðsins þegar fulltrúi Palestínumanna ávarpaði það. Fyrr í dag komu fulltrúar Bandaríkjanna í veg fyrir að öryggisráðið samþykkti yfirlýsingu þar sem ofbeldið á Gasaströndinni hefði verið harmað og sjálfstæðrar rannsóknar krafist. Bandaríkjastjórn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir ákvörðunina um að færa sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna lagðist gegn því í desember og hin fjórtán ríkin í öryggisráðinu kröfðust þess að Bandaríkin endurskoðuðu ákvörðun sína. Óttuðust margir að flutningur sendiráðsins kæmi til með að valda óróleika á svæðinu.
Tengdar fréttir Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40 Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum í gær voru hörmuð. 15. maí 2018 11:57 Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24 Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Blóðbað á Gaza á meðan Trump er hrósað fyrir hugrekki Að minnsta kosti 41 Palestínumaður hefur verið skotinn til bana af Ísraelsher í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu vegna opnunar bandaríska sendiráðsins í Jerúsalem. 14. maí 2018 14:40
Bandaríkin felldu tillögu um rannsókn á dauða Palestínumanna Kúvætar lögðu fram drög að yfirlýsingu frá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem dráp Ísraela á Palestínumönnum í gær voru hörmuð. 15. maí 2018 11:57
Spennustigið hátt í Jerúsalem Búist er við áframhaldandi mótmælum í Jerúsalem í dag, daginn eftir að 55 Palestínumenn létu lífið í átökum við ísraelska hermenn. 15. maí 2018 06:24
Palestínumenn drepnir í mótmælum vegna opnunar sendiráðs Bandaríkjanna í Jerúsalem Ísraelsher hefur skotið til bana sextán Palestínumenn og sært að minnsta kosti 200 í mótmælum sem nú fara fram á Gaza-svæðinu. Mótmælin eru vegna þess að síðar í dag opnar bandaríska sendiráðið í Jerúsalem. 14. maí 2018 11:33