Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 16:23 Paul Manafort er sagður hafa átt leynifundi í London með Julian Assange. vísir/epa Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði Ekvador í London þar sem Assange hefur dvalið undanfarin ár. Segir í frétt Guardian að fundirnir hafi farið fram árið 2013, 2015 og vorið 2016 en á þeim tíma var hann orðinn lykilmaður í kosningabaráttu Trump í forsetakosningunum. Eftir að frétt Guardian birtist tísti Wikileaks og höfnuðu fréttaflutningnum með öllu. „Þið skuluð muna þennan dag þar sem Guardian leyfir lygara algjörlega að eyðileggja orðspor blaðsins. Wikileaks er til í að setja milljón dollara á það að Manafort hitti aldrei Assange,“ segir meðal annars í tístinu. Remember this day when the Guardian permitted a serial fabricator to totally destroy the paper's reputation. @WikiLeaks is willing to bet the Guardian a million dollars and its editor's head that Manafort never met Assange. https://t.co/R2Qn6rLQjn — WikiLeaks (@wikileaks) November 27, 2018 Samkvæmt frétt Guardian er óljóst hvers vegna Manafort hitti Assange og hvað þeir eiga að hafa rætt. Þó má telja líklegt að síðasti meinti fundur þeirra, í mars 2016, muni fanga athygli Robert Mueller, saksóknara Rússarannsóknarinnar svokölluðu, en nokkrum mánuðum síðar láku Wikileaks skjölum frá Demókrötum sem hafði verið stolið af rússneskum njósnurum. Manafort hefur neitað að hafa haft eitthvað með þá tölvuárás að gera en lögfræðingar hans neituðu að svara spurningum um meinta fundi hans með Assange. Fyrr á þessu ári var Manafort dæmdur í fangelsi fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Samþykkti hann að starfa með rannsakendum Mueller fyrir vægari dóm. Í gær greindi Mueller hins vegar frá því að Manafort hefði ítrekað logið að rannsakendum og hefði því brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara frá því í september. Hann gæti því átt von á lengri fangelsisdómi og jafnvel fleiri ákærum. Bandaríkin Donald Trump Ekvador Rússarannsóknin Suður-Ameríka WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði Ekvador í London þar sem Assange hefur dvalið undanfarin ár. Segir í frétt Guardian að fundirnir hafi farið fram árið 2013, 2015 og vorið 2016 en á þeim tíma var hann orðinn lykilmaður í kosningabaráttu Trump í forsetakosningunum. Eftir að frétt Guardian birtist tísti Wikileaks og höfnuðu fréttaflutningnum með öllu. „Þið skuluð muna þennan dag þar sem Guardian leyfir lygara algjörlega að eyðileggja orðspor blaðsins. Wikileaks er til í að setja milljón dollara á það að Manafort hitti aldrei Assange,“ segir meðal annars í tístinu. Remember this day when the Guardian permitted a serial fabricator to totally destroy the paper's reputation. @WikiLeaks is willing to bet the Guardian a million dollars and its editor's head that Manafort never met Assange. https://t.co/R2Qn6rLQjn — WikiLeaks (@wikileaks) November 27, 2018 Samkvæmt frétt Guardian er óljóst hvers vegna Manafort hitti Assange og hvað þeir eiga að hafa rætt. Þó má telja líklegt að síðasti meinti fundur þeirra, í mars 2016, muni fanga athygli Robert Mueller, saksóknara Rússarannsóknarinnar svokölluðu, en nokkrum mánuðum síðar láku Wikileaks skjölum frá Demókrötum sem hafði verið stolið af rússneskum njósnurum. Manafort hefur neitað að hafa haft eitthvað með þá tölvuárás að gera en lögfræðingar hans neituðu að svara spurningum um meinta fundi hans með Assange. Fyrr á þessu ári var Manafort dæmdur í fangelsi fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Samþykkti hann að starfa með rannsakendum Mueller fyrir vægari dóm. Í gær greindi Mueller hins vegar frá því að Manafort hefði ítrekað logið að rannsakendum og hefði því brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara frá því í september. Hann gæti því átt von á lengri fangelsisdómi og jafnvel fleiri ákærum.
Bandaríkin Donald Trump Ekvador Rússarannsóknin Suður-Ameríka WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51
Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21
Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent