Segja Manafort hafa hitt Assange á leynifundum í London Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2018 16:23 Paul Manafort er sagður hafa átt leynifundi í London með Julian Assange. vísir/epa Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði Ekvador í London þar sem Assange hefur dvalið undanfarin ár. Segir í frétt Guardian að fundirnir hafi farið fram árið 2013, 2015 og vorið 2016 en á þeim tíma var hann orðinn lykilmaður í kosningabaráttu Trump í forsetakosningunum. Eftir að frétt Guardian birtist tísti Wikileaks og höfnuðu fréttaflutningnum með öllu. „Þið skuluð muna þennan dag þar sem Guardian leyfir lygara algjörlega að eyðileggja orðspor blaðsins. Wikileaks er til í að setja milljón dollara á það að Manafort hitti aldrei Assange,“ segir meðal annars í tístinu. Remember this day when the Guardian permitted a serial fabricator to totally destroy the paper's reputation. @WikiLeaks is willing to bet the Guardian a million dollars and its editor's head that Manafort never met Assange. https://t.co/R2Qn6rLQjn — WikiLeaks (@wikileaks) November 27, 2018 Samkvæmt frétt Guardian er óljóst hvers vegna Manafort hitti Assange og hvað þeir eiga að hafa rætt. Þó má telja líklegt að síðasti meinti fundur þeirra, í mars 2016, muni fanga athygli Robert Mueller, saksóknara Rússarannsóknarinnar svokölluðu, en nokkrum mánuðum síðar láku Wikileaks skjölum frá Demókrötum sem hafði verið stolið af rússneskum njósnurum. Manafort hefur neitað að hafa haft eitthvað með þá tölvuárás að gera en lögfræðingar hans neituðu að svara spurningum um meinta fundi hans með Assange. Fyrr á þessu ári var Manafort dæmdur í fangelsi fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Samþykkti hann að starfa með rannsakendum Mueller fyrir vægari dóm. Í gær greindi Mueller hins vegar frá því að Manafort hefði ítrekað logið að rannsakendum og hefði því brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara frá því í september. Hann gæti því átt von á lengri fangelsisdómi og jafnvel fleiri ákærum. Bandaríkin Donald Trump Ekvador Rússarannsóknin Suður-Ameríka WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Breska blaðið Guardian greinir frá því í dag, og hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum, að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi átt að minnsta kosti þrjá leynifundi með Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í sendiráði Ekvador í London þar sem Assange hefur dvalið undanfarin ár. Segir í frétt Guardian að fundirnir hafi farið fram árið 2013, 2015 og vorið 2016 en á þeim tíma var hann orðinn lykilmaður í kosningabaráttu Trump í forsetakosningunum. Eftir að frétt Guardian birtist tísti Wikileaks og höfnuðu fréttaflutningnum með öllu. „Þið skuluð muna þennan dag þar sem Guardian leyfir lygara algjörlega að eyðileggja orðspor blaðsins. Wikileaks er til í að setja milljón dollara á það að Manafort hitti aldrei Assange,“ segir meðal annars í tístinu. Remember this day when the Guardian permitted a serial fabricator to totally destroy the paper's reputation. @WikiLeaks is willing to bet the Guardian a million dollars and its editor's head that Manafort never met Assange. https://t.co/R2Qn6rLQjn — WikiLeaks (@wikileaks) November 27, 2018 Samkvæmt frétt Guardian er óljóst hvers vegna Manafort hitti Assange og hvað þeir eiga að hafa rætt. Þó má telja líklegt að síðasti meinti fundur þeirra, í mars 2016, muni fanga athygli Robert Mueller, saksóknara Rússarannsóknarinnar svokölluðu, en nokkrum mánuðum síðar láku Wikileaks skjölum frá Demókrötum sem hafði verið stolið af rússneskum njósnurum. Manafort hefur neitað að hafa haft eitthvað með þá tölvuárás að gera en lögfræðingar hans neituðu að svara spurningum um meinta fundi hans með Assange. Fyrr á þessu ári var Manafort dæmdur í fangelsi fyrir peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Samþykkti hann að starfa með rannsakendum Mueller fyrir vægari dóm. Í gær greindi Mueller hins vegar frá því að Manafort hefði ítrekað logið að rannsakendum og hefði því brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara frá því í september. Hann gæti því átt von á lengri fangelsisdómi og jafnvel fleiri ákærum.
Bandaríkin Donald Trump Ekvador Rússarannsóknin Suður-Ameríka WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51 Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21 Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Sérstaki rannsakandinn sagður tilbúinn með niðurstöður Ekkert liggur þó fyrir um að rannsókn Roberts Mueller á meintu samráði Trump við Rússa sé að klárast. 17. október 2018 15:51
Mueller sakar Manafort um lygar Sérstaki rannsakandinn segir Manafort hafa brotið gegn samkomulagi sínu við saksóknara. 27. nóvember 2018 10:21
Manafort samþykkir að veita Mueller upplýsingar Paul Manafort fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur samþykkt að starfa með rannsakendum Mueller í skiptum fyrir vægari dom í máli er varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. 14. september 2018 18:00