May heldur til Brussel eftir að hafa staðið af sér vantraust Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2018 08:58 May reynir nú að bæta samninginn við ESB í von um að það fleyti honum í gegnum þingið. Vísir/EPA Fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands verður efst á baugi þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar með leiðtogum Evrópusambandsins í dag. May, sem stóð af sér vantrauststillögu í eigin flokki í gærkvöldi, er sögð vilja fyrirheit um að málamiðlun um landamærin verði aðeins tímabundin. Staðan í breskum stjórnmálum hefur verið sérlega eldfim undanfarna daga. May frestaði atkvæðagreiðslu í þinginu um útgöngusamning hennar við Evrópusambandið sem fara átti fram á þriðjudag. Útlit var fyrir að þingið kolfelldi samninginn. Ætlaði hún að reyna að herja betri samning út úr evrópskum leiðtogum. Í kjölfarið lýsti hluti þingflokks Íhaldsflokksins yfir vantrausti á May. Hún stóð það af sér í atkvæðagreiðslu þingmanna í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að forysta Evrópusambandið sé ekki tilbúin að semja upp á nýtt við Breta. Hún sé hins vegar opin fyrir því að veita May frekari tryggingar fyrir því að málamiðlun um írsku landamærin verði tímabundin. Málið snýst um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Bretar, þar á meðal Norður-Írar, ætla að ganga úr Evrópusambandinu, innri markaði þess og tollasamstarfi. Írar vilja forðast i lengstu lög að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands. Jafnvel hefur verið óttast að slíkt gæti ýft aftur upp ófrið á Norður-Írlandi. Lausnin í Brexit-samningi May við ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram hluti af tollasamstarfinu og innri markaðinum þar til varanleg lausn finnst um landamærin. May vill fá evrópsku leiðtogana til að veita sér lagalegar skuldbindingar um að sú ráðstöfun verði tímabundin í þeirri von að það vinni samningnum meiri stuðning á þingi. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Fyrirkomulag landamæra Bretlands og Írlands verður efst á baugi þegar Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, fundar með leiðtogum Evrópusambandsins í dag. May, sem stóð af sér vantrauststillögu í eigin flokki í gærkvöldi, er sögð vilja fyrirheit um að málamiðlun um landamærin verði aðeins tímabundin. Staðan í breskum stjórnmálum hefur verið sérlega eldfim undanfarna daga. May frestaði atkvæðagreiðslu í þinginu um útgöngusamning hennar við Evrópusambandið sem fara átti fram á þriðjudag. Útlit var fyrir að þingið kolfelldi samninginn. Ætlaði hún að reyna að herja betri samning út úr evrópskum leiðtogum. Í kjölfarið lýsti hluti þingflokks Íhaldsflokksins yfir vantrausti á May. Hún stóð það af sér í atkvæðagreiðslu þingmanna í gærkvöldi.Breska ríkisútvarpið BBC segir að forysta Evrópusambandið sé ekki tilbúin að semja upp á nýtt við Breta. Hún sé hins vegar opin fyrir því að veita May frekari tryggingar fyrir því að málamiðlun um írsku landamærin verði tímabundin. Málið snýst um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Bretar, þar á meðal Norður-Írar, ætla að ganga úr Evrópusambandinu, innri markaði þess og tollasamstarfi. Írar vilja forðast i lengstu lög að koma þurfi upp landamæra- og tollaeftirliti á milli Írlands, sem verður áfram í ESB, og Norður-Írlands. Jafnvel hefur verið óttast að slíkt gæti ýft aftur upp ófrið á Norður-Írlandi. Lausnin í Brexit-samningi May við ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram hluti af tollasamstarfinu og innri markaðinum þar til varanleg lausn finnst um landamærin. May vill fá evrópsku leiðtogana til að veita sér lagalegar skuldbindingar um að sú ráðstöfun verði tímabundin í þeirri von að það vinni samningnum meiri stuðning á þingi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08 May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30 Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
May leitar á náðir ESB Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. 11. desember 2018 12:08
May lifði gærdaginn af en er áfram völt í sessi Theresa May fékk meirihluta atkvæða með sér í vantraustsatkvæðagreiðslu Íhaldsmanna. Hins vegar er ljóst að May nýtur tæpast stuðnings meirihluta þingsins. 13. desember 2018 08:30
Theresa May stóðst atlöguna Tvö hundruð þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði gegn tillögunni, en 117 með. 12. desember 2018 21:02