May leitar á náðir ESB Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2018 12:08 Theresa May er nú á ferð og flugi um Evrópu. Hér er hún með Angelu Merkel í Þýskalandi í morgun. AP/Michael Sohn Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. Hún hætti við að láta þingið kjósa um Brexit-samning hennar og Evrópusambandsins í gær og viðurkenndi að þingið hefði ekki samþykkt samninginn en atkvæðagreiðslan átti að fara fram í dag. Því næst fór May til meginlands Evrópu og í dag mun hún leita á náðir leiðtoga ESB og óska frekari trygginga varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands. Það er óhætt að segja að forsætisráðherrastóll hennar sé í húfi. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja þó engar frekari samningaviðræður í boði. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir ómögulegt að endursemja en hins vegar væri möguleiki á að útfæra nánar hvað samningurinn felur í sér.„Það er óvæntur gestur í Evrópuráðinu,“ sagði Juncker við þingmenn í dag. „Brexit. Ég er hissa. Ég er hissa því við höfðum komist að samkomulagi.“ Juncker ætar að funda með May í kvöld en tók fram í dag að samningurinn sem væri nú á borðinu væri sá eini sem væri í boði.Landamæri þvælast fyrir Það sem stendur hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel ekki, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Það hafa Bretar hins vegar ekki verið sáttir við, því það felur í sér ákveðna upplausn í sambandsveldinu og að Bretar geti ekki gert einhliða viðskiptasamninga í millitíðinni. Það felur einnig í sér að aðrar reglur munu gilda yfir Norður-Írland en annars staðar í Bretlandi. Þingmenn sem styðja úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en styðja ekki samning May segja hann fórna fullveldi Bretlands og óttast að enda í raun í gíslingu ESB.Fréttamenn Sky fara yfir stöðuna.Samkvæmt heimildum BBC sækist May sérstaklega eftir því að leiðtogar ESB tryggi að Bretar verði ekki fastir. Meðal þess sem May vill er að þingmenn Bretlands fái að samþykkja þetta fyrirkomulag og halda árlega atkvæðagreiðslu um hvort Bretar eigi að slíta fyrirkomulaginu.Forsætisráðuneytið segir að til greina komi að fresta atkvæðagreiðslunni um samninginn í rúman mánuð. Hún muni þó ekki fara fram seinna en 21. janúar. Eftir að frestunin var tilkynnt í gær kölluðu nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins eftir því að May segði af sér og sögðu hana hafa misst stjórn á ástandinu.Stendur frammi fyrir vantrausti Þingmenn flokksins eru sagðir vera að íhuga vantrauststillögu innan flokksins en það felur í sér að stakir þingmenn senda þar til gert bréf frá sér og hingað til hafa 26 þingmenn flokksins opinberað að þeir hafi skrifað slíkt bréf. 48 bréf þarf til að þvinga fram atkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn er einnig undir þrýstingi um að smærri stjórnarandstöðuflokkum um að þvinga fram atkvæðagreiðslu gegn ríkisstjórn May á þinginu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins segist þó vilja bíða eftir því að May leggi fram samninginn til atkvæðagreiðslu á þinginu og segist fullviss um að henni muni ekki takast að fá þingmenn að samþykkja samninginn. Það myndi gera hana berskjaldaða. Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Breska ríkisstjórnin og leiðtogaráð ESB hafa samþykkt samninginn, en fyrir liggur að breska þingið þarf að samþykkja samninginn til að hann taki gildi. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, er í erfiðri stöðu. Hún hætti við að láta þingið kjósa um Brexit-samning hennar og Evrópusambandsins í gær og viðurkenndi að þingið hefði ekki samþykkt samninginn en atkvæðagreiðslan átti að fara fram í dag. Því næst fór May til meginlands Evrópu og í dag mun hún leita á náðir leiðtoga ESB og óska frekari trygginga varðandi landamæri Írlands og Norður-Írlands. Það er óhætt að segja að forsætisráðherrastóll hennar sé í húfi. Forsvarsmenn Evrópusambandsins segja þó engar frekari samningaviðræður í boði. Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB, segir ómögulegt að endursemja en hins vegar væri möguleiki á að útfæra nánar hvað samningurinn felur í sér.„Það er óvæntur gestur í Evrópuráðinu,“ sagði Juncker við þingmenn í dag. „Brexit. Ég er hissa. Ég er hissa því við höfðum komist að samkomulagi.“ Juncker ætar að funda með May í kvöld en tók fram í dag að samningurinn sem væri nú á borðinu væri sá eini sem væri í boði.Landamæri þvælast fyrir Það sem stendur hvað helst í þingmönnum Bretlands er hvað verður um landamæri Írlands og Norður-Írlands. Ríkisstjórn May vill að Bretlandi yfirgefi innri markaði og tollasamstarf ESB. Heimamenn í Írlandi vilja hins vegar engan veginn fá svokölluð „hörð landamæri“ við landamæri Írlands og Norður-Írlands, sem í raun verða landamæri Bretlands og ESB. Eins og staðan er núna er erfitt að átta sig á því hvar landamærin eru og þannig vilja Írar hafa það. Hins vegar felur Brexit í sér að nauðsynlegt sé að setja upp landamærastöðvar og tolleftirlit á landamærunum. Þó er áætlað að það leysist með fríverslunarsamningi á milli Bretlands og ESB sem skrifa á undir einhvern tímann eftir 29. mars næstkomandi. Það gæti þó ekki gerst fyrr en í desember 2020, eða jafnvel ekki, og því hafa ráðamenn ESB krafist samkomulags um að forðast „hörð landamæri“ þar til fríverslunarsamningur verður undirritaður. Krafa ESB felur í sér að Norður-Írland verði áfram aðili að innri mörkuðum og tollasamstarfi ESB þar til langtímalausn finnist. Hvort sem hún felist í nýjum fríverslunarsamningi eða ekki. Fyrirkomulag þetta kallast á ensku „Backstop plan“. Það hafa Bretar hins vegar ekki verið sáttir við, því það felur í sér ákveðna upplausn í sambandsveldinu og að Bretar geti ekki gert einhliða viðskiptasamninga í millitíðinni. Það felur einnig í sér að aðrar reglur munu gilda yfir Norður-Írland en annars staðar í Bretlandi. Þingmenn sem styðja úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en styðja ekki samning May segja hann fórna fullveldi Bretlands og óttast að enda í raun í gíslingu ESB.Fréttamenn Sky fara yfir stöðuna.Samkvæmt heimildum BBC sækist May sérstaklega eftir því að leiðtogar ESB tryggi að Bretar verði ekki fastir. Meðal þess sem May vill er að þingmenn Bretlands fái að samþykkja þetta fyrirkomulag og halda árlega atkvæðagreiðslu um hvort Bretar eigi að slíta fyrirkomulaginu.Forsætisráðuneytið segir að til greina komi að fresta atkvæðagreiðslunni um samninginn í rúman mánuð. Hún muni þó ekki fara fram seinna en 21. janúar. Eftir að frestunin var tilkynnt í gær kölluðu nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins eftir því að May segði af sér og sögðu hana hafa misst stjórn á ástandinu.Stendur frammi fyrir vantrausti Þingmenn flokksins eru sagðir vera að íhuga vantrauststillögu innan flokksins en það felur í sér að stakir þingmenn senda þar til gert bréf frá sér og hingað til hafa 26 þingmenn flokksins opinberað að þeir hafi skrifað slíkt bréf. 48 bréf þarf til að þvinga fram atkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn er einnig undir þrýstingi um að smærri stjórnarandstöðuflokkum um að þvinga fram atkvæðagreiðslu gegn ríkisstjórn May á þinginu. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins segist þó vilja bíða eftir því að May leggi fram samninginn til atkvæðagreiðslu á þinginu og segist fullviss um að henni muni ekki takast að fá þingmenn að samþykkja samninginn. Það myndi gera hana berskjaldaða. Bretland mun að óbreyttu ganga úr Evrópusambandinu þann 29. mars næstkomandi. Breska ríkisstjórnin og leiðtogaráð ESB hafa samþykkt samninginn, en fyrir liggur að breska þingið þarf að samþykkja samninginn til að hann taki gildi.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30 May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11 Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35 Mest lesið Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Erlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Innlent Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Erlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Fleiri fréttir Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Sjá meira
Allt í upplausn í Bretlandi Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mætti fyrir breska þingið í gær og sagðist hafa aflýst atkvæðagreiðslu sem fram átti að fara í dag um samninginn sem náðst hefur við ESB um Brexit. 11. desember 2018 06:30
May heldur á fund Merkel á morgun May hyggst í vikunni hitta fleiri leiðtoga í Evrópusambandinu til að reyna að ná fram fullvissu í nokkrum álitamálum sem varðar Brexit-samkomulagið til að hughreysta þingmenn sem finnst vegið að hagsmunum Breta með samningnum. 10. desember 2018 23:11
Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stjórnarandstaðan sakar ríkisstjórnina um að geta ekki stjórnað Bretlandi. 10. desember 2018 18:35