Staðfest er að tveir eru látnir í Georgíu. Einn maður dó þegar tré féll á heimili hans og svo dó ellefu ára stúlka þegar brak fauk á hjólhýsi sem hún var í. Járnstöng úr brakinu mun hafa farið í gegnum hjólhýsið og lent í höfði stúlkunnar, samkvæmt Washington Post.
Um fimm hundruð þúsund manns voru án rafmagns í Flórída, Alabama og Georgíu.
Michael var svo öflugur að hann var enn í fellibylsstyrk eftir að hann gekk á land en yfirleitt dregur mjög úr veðrinu þegar fellibyljir skella á ströndum. Þó hefur sljákkað töluvert í honum eftir því sem klukkutímarnir hafa liðið. Enn er þó mikil hætta á flóðum inn með landi.
Styrkur óveðursins kom mörgum á óvart en Michael var aðeins skilgreindur sem hitabeltislægð á sunnudaginn var. Óvenju hár hiti sjávar í Mexíkóflóa er talinn hafa orsakað hversu hratt hann efldist að styrkleika.
Downtown Panama City proper got hit way harder than Panama City Beach. Not shocked as it was hit by the right eyewall. This is catastrophic damage here. @weathernetwork @StormhunterTWN #HurricaneMichael pic.twitter.com/Y7rUyHE7Wj
— Jaclyn Whittal (@jwhittalTWN) October 10, 2018