Michael orðinn fjórða stigs fellibylur Samúel Karl Ólason skrifar 10. október 2018 07:45 Neyðarástand er nú í gildi í Flórída, en einnig í Alabama og Georgíu. Að minnsta þrettán hafa þegar látið lífið af völdum Michael í Mið Ameríku. AP/NOAA Fellibylurinn Michael, sem mun skella á ströndum Flórídaríkis síðar í dag hefur nú náð fjórða styrkleika þar sem vindhraðinn nálgast 200 kílómetra á klukkustund. Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. Þetta ástand hefur gert það að verkum að rúmlega 370 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flytja sig frá ströndinni og inn á land. Neyðarástand er nú í gildi í Flórída, en einnig í Alabama og Georgíu. Að minnsta þrettán hafa þegar látið lífið af völdum Michael í Mið Ameríku.Hurricane #Michael is now an extremely dangerous category 4 hurricane and its outer rainbands are beginning to reach the coast. This is a life-threatening event for portions of the northeastern Gulf Coast. Go to https://t.co/tW4KeGdBFb for details. pic.twitter.com/RtozXvcTE6 — National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 10, 2018 Michael kom fólki tiltölulega á óvart en fellibylurinn myndaðist í raun um helgina. Búist er við því að sjávarmál gæti hækkað um allt að fjóra metra og að Michael fylgi mikil rigning, um 30 sentímetrar, sem gæti leitt til flóða. Samkvæmt AP fréttaveitunni telja veðurfræðingar mögulegt að Michael gæti orðið einhver hættulegasti fellibylur sem hefði nokkurn tímann farið yfir svæðið.Samkvæmt CNN hafa einungis þriðja stigs fellibyljir náð landi á svæðinu áður. Eloise árið 1975, Opal árið 1995 og Dennis árið 2005. Íbúar svæðisins vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa sig fyrir komu Michael. Hins vegar óttast embættismenn að of fáir séu að yfirgefa svæðið. Fógeti Bay sýslu í Flórída segir að um þrír fjórðu íbúa hafi verið beðnir að flýja en umferðin sé í engu samræmi við það. AP ræddi við Sally Crown sem býr í Apalachicola í Flórída. Hún ætlaði sér að koma sér fyrir heima og sagðist hafa gengið í gegnum óveður sem þessi áður. „Þetta gæti verið mjög slæmt og alvarlegt. En samkvæmt minni reynslu er alltaf gert of mikið úr þessu.“ Veður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira
Fellibylurinn Michael, sem mun skella á ströndum Flórídaríkis síðar í dag hefur nú náð fjórða styrkleika þar sem vindhraðinn nálgast 200 kílómetra á klukkustund. Menn óttast jafnvel að hann eigi enn eftir að sækja í sig veðrið áður en hann nær til strandbyggða um klukkan fjögur í dag. Þetta ástand hefur gert það að verkum að rúmlega 370 þúsund manns hefur verið gert að yfirgefa heimili sín og flytja sig frá ströndinni og inn á land. Neyðarástand er nú í gildi í Flórída, en einnig í Alabama og Georgíu. Að minnsta þrettán hafa þegar látið lífið af völdum Michael í Mið Ameríku.Hurricane #Michael is now an extremely dangerous category 4 hurricane and its outer rainbands are beginning to reach the coast. This is a life-threatening event for portions of the northeastern Gulf Coast. Go to https://t.co/tW4KeGdBFb for details. pic.twitter.com/RtozXvcTE6 — National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 10, 2018 Michael kom fólki tiltölulega á óvart en fellibylurinn myndaðist í raun um helgina. Búist er við því að sjávarmál gæti hækkað um allt að fjóra metra og að Michael fylgi mikil rigning, um 30 sentímetrar, sem gæti leitt til flóða. Samkvæmt AP fréttaveitunni telja veðurfræðingar mögulegt að Michael gæti orðið einhver hættulegasti fellibylur sem hefði nokkurn tímann farið yfir svæðið.Samkvæmt CNN hafa einungis þriðja stigs fellibyljir náð landi á svæðinu áður. Eloise árið 1975, Opal árið 1995 og Dennis árið 2005. Íbúar svæðisins vinna nú hörðum höndum að því að undirbúa sig fyrir komu Michael. Hins vegar óttast embættismenn að of fáir séu að yfirgefa svæðið. Fógeti Bay sýslu í Flórída segir að um þrír fjórðu íbúa hafi verið beðnir að flýja en umferðin sé í engu samræmi við það. AP ræddi við Sally Crown sem býr í Apalachicola í Flórída. Hún ætlaði sér að koma sér fyrir heima og sagðist hafa gengið í gegnum óveður sem þessi áður. „Þetta gæti verið mjög slæmt og alvarlegt. En samkvæmt minni reynslu er alltaf gert of mikið úr þessu.“
Veður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Innlent Fleiri fréttir Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Sjá meira