Erlent

Flórida-búar sjá fram á óhugsanlega eyðileggingu

Atli Ísleifsson skrifar
Fáir eru á ferli í bænum Panama City í Flórida.
Fáir eru á ferli í bænum Panama City í Flórida. EPA/Dan Anderson

Fellibylurinn Michael mun ná landi í Bandaríkjunum á næstu klukkustundum og hefur ríkisstjóri Flórida sagt að íbúar á sumum svæðum muni sjá fram á „óhugsanlega eyðileggingu“. Búist er við að vindhviður muni ná 65 metrum á sekúndu.

Ríkisstjórinn Rick Scott segir að sá tími sem fólk hafi haft til að flýja sé liðinn og hefur hann beint þeim orðum til íbúa að leita skjóls. Hann segir að Michael sé líklegur til að verða sá fellibylur sem muni valda mestri eyðileggingu á norðvesturströnd Flórída í sögunni.

Scott segist hafa rætt við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem segir alríkisstjórnina reiðubúna með aðstoð. Búið sé að fylla vörubíla af mat og öðrum nauðsynjum og verður þeim ekið inn á hamfarasvæðin þegar Michael hefur gengið yfir. Þúsund björgunarmenn eru í viðbragðsstöðu. Scott segir það vera lykilatriði að koma rafmagni aftur á á hamfarasvæðunum.

Búið var að beina þeim orðum til 375 þúsund íbúa að flýja heimili sín en búist er við að Michael gangi að land í Flórída um klukkan 16 að íslenskum tíma, eða um hádegisbil að staðartíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.