Lögmaður Trump gerði milljónasamning um þögn Playboy-fyrirsætu Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2018 09:26 Síðasta vikan hefur verið Michael Cohen erfið í skauti. Hann er nú til rannsóknar alríkisyfirvalda. Vísir/AFP Aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að í ljós kom að lögmaður Donalds Trump forseta gerði þagmælskusamning fyrir hans hönd við Playboy-fyrirsætu sem hann hafði barnað. Lögmaður Trump er nú til rannsóknar vegna svipaðra greiðslna fyrir hönd Trump. Elliot Broidy hefur verið einn helsti fjáraflari Trump og Repúblikanaflokksins. Hann greiddi Playboy-fyrirsætunni 1,6 milljónir dollara fyrir þögn hennar síðla árs í fyrra samkvæmt samningi sem Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, útbjó, að því er segir í frétt Washington Post. Broidy gekkst við því að hafa átt í sambandi við konuna á föstudag og lét þá af störfum sem aðstoðarfjármálastjóri flokksins. Skammt er liðið frá því að Steve Wynn, fjármálastjóri repúblikana, þurfti að hætta eftir ásakanir um kynferðislega áreitni.Lögmaðurinn til alríkisrannsóknar Aðkoma Cohen að samkomulaginu þykir sérlega fréttnæm en fram hefur komið að hann greiddi 130.000 dollara úr eigin vasa til að tryggja þögn klámmyndaleikkonu um kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Alríkissaksóknarar greindu frá því á föstudag að Cohen hefði verið til rannsóknar um margra mánaða skeið. Ákærudómstóll hefði verið skipaður til þess að fara yfir ýmsa viðskiptagjörninga hans. Húsleitir voru gerðir á lögmannsstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen á mánudag. Á meðal gagna sem alríkislögreglan lagði hald á eru sagðar upptökur af símtölum Cohen, mögulega við Trump forseta sjálfan. Cohen og Trump hafa krafist þess fyrir dómi að yfirvöld fái ekki að skoða hluta gagnanna þar sem þau falli undir trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings sem er verndað með lögum. Trump brást ókvæða við rassíunum á mánudag og kallaði þær meðal annars árás á Bandaríkin. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Hann kennir fyrrverandi eiginkonu sinni um að hafa dreift ásökunum um að hann hafi áreitt og misnotað konur. 28. janúar 2018 08:29 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Aðstoðarfjármálastjóri Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum hefur sagt af sér eftir að í ljós kom að lögmaður Donalds Trump forseta gerði þagmælskusamning fyrir hans hönd við Playboy-fyrirsætu sem hann hafði barnað. Lögmaður Trump er nú til rannsóknar vegna svipaðra greiðslna fyrir hönd Trump. Elliot Broidy hefur verið einn helsti fjáraflari Trump og Repúblikanaflokksins. Hann greiddi Playboy-fyrirsætunni 1,6 milljónir dollara fyrir þögn hennar síðla árs í fyrra samkvæmt samningi sem Michael Cohen, lögmaður Trump til margra ára, útbjó, að því er segir í frétt Washington Post. Broidy gekkst við því að hafa átt í sambandi við konuna á föstudag og lét þá af störfum sem aðstoðarfjármálastjóri flokksins. Skammt er liðið frá því að Steve Wynn, fjármálastjóri repúblikana, þurfti að hætta eftir ásakanir um kynferðislega áreitni.Lögmaðurinn til alríkisrannsóknar Aðkoma Cohen að samkomulaginu þykir sérlega fréttnæm en fram hefur komið að hann greiddi 130.000 dollara úr eigin vasa til að tryggja þögn klámmyndaleikkonu um kynferðislegt samband hennar við Trump rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Alríkissaksóknarar greindu frá því á föstudag að Cohen hefði verið til rannsóknar um margra mánaða skeið. Ákærudómstóll hefði verið skipaður til þess að fara yfir ýmsa viðskiptagjörninga hans. Húsleitir voru gerðir á lögmannsstofu, íbúð og hótelherbergi Cohen á mánudag. Á meðal gagna sem alríkislögreglan lagði hald á eru sagðar upptökur af símtölum Cohen, mögulega við Trump forseta sjálfan. Cohen og Trump hafa krafist þess fyrir dómi að yfirvöld fái ekki að skoða hluta gagnanna þar sem þau falli undir trúnaðarsamband lögmanns og skjólstæðings sem er verndað með lögum. Trump brást ókvæða við rassíunum á mánudag og kallaði þær meðal annars árás á Bandaríkin.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00 FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00 Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29 Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Hann kennir fyrrverandi eiginkonu sinni um að hafa dreift ásökunum um að hann hafi áreitt og misnotað konur. 28. janúar 2018 08:29 Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
FBI réðst inn á skrifstofu lögmanns Bandaríkjaforseta Einhver skjalanna, sem alríkislögreglan lagði hald á, tengjast greiðslum Bandaríkjaforseta til klámstjörnunnar Stormy Daniels. 9. apríl 2018 21:00
FBI var á höttunum eftir gögnum um greiðslur til meintra hjákvenna Trump Tilgangur rassíanna hjá lögmanni Trump Bandaríkjaforseta var einnig að finna gögn um aðkomu útgefanda National Enquirer að að kaupa þögn annarrar konunnar. 10. apríl 2018 17:00
Trump lýsir rassíu hjá lögmanni sínum sem árás á Bandaríkin Bandaríkjaforseti sagðist myndu sjá til hvort hann ræki sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. 10. apríl 2018 10:29
Auðjöfur hættir hjá Repúblikanaflokknum vegna ásakana Hann kennir fyrrverandi eiginkonu sinni um að hafa dreift ásökunum um að hann hafi áreitt og misnotað konur. 28. janúar 2018 08:29
Bandaríkjaforseti segist ekki hafa vitað af greiðslu til klámleikkonu Trump tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega um greiðslur til Stephanie Clifford til að hún þegði um meint kynferðislegt samband þeirra í gær. 6. apríl 2018 10:22