Tímabært að fá nýja áskorun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2017 06:00 Aron Einar Gunnarsson í leik með Cardiff í ensku B-deildinni. Fréttablaðið/Getty Aron Einar Gunnarsson hefur verið fjarri góðu gamni í níu af síðustu 11 leikjum Cardiff City í ensku B-deildinni. Landsliðsfyrirliðinn glímir við meiðsli í ökkla sem hafa áður haldið honum frá keppni og háðu honum m.a. í undirbúningnum fyrir EM í Frakklandi í fyrra. „Ég er að koma til. Þetta eru gömul meiðsli sem hafa verið í 6-7 ár. Þau tóku sig upp eftir Birmingham-leikinn [13. október]. Um leið og ég byrja að hlaupa bólgnar þetta upp því beinið ýtir á liðböndin. Við prófuðum að sprauta inn í þetta til að losa um. Það hefur virkað aðeins,“ sagði Aron Einar sem gæti þurft að fara undir hnífinn til að fá bót meina sinna. „Það er búið að ræða mikið um það. Það eru góðar líkur á því. Við ætlum að sjá hvernig þetta verður á næstu 3-4 dögum,“ sagði Aron Einar. Hann segir erfitt að fylgjast með utan vallar. Hann huggar sig þó við að gengi Cardiff hefur verið gott. Liðið hefur fengið 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum og situr í 2. sæti ensku B-deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Wolves. „Þetta er erfitt. Ég vil vera með og leggja mitt af mörkum. Sem betur fer hefur liðið spilað vel, náð í góð úrslit og haldið dampi,“ sagði Aron Einar. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, greindi frá því á dögunum að Aron Einar myndi yfirgefa liðið ef það kæmist ekki upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Aron Einar segir að Warnock hafi farið með rétt mál.Ekki leyndarmál lengur „Hann segir nú oftast rétt frá. Við höfum spjallað mikið um þetta og hann veit mína stöðu hjá Cardiff. Þetta er tíunda tímabilið mitt á Englandi og níu þeirra hafa verið í B-deildinni sem tekur líkamlega á. Það fer mikil orka í leikina. Ég tjáði honum það fyrir ári að ef við færum ekki upp myndi ég leita annað. Hann skildi það alveg. Þeir hafa boðið mér nýjan samning en vita hvar ég stend með þetta. Sem betur fer þarf ég ekki að fara leynt með það lengur því hann tjáði sig um það,“ sagði Aron Einar en samningur hans við Cardiff rennur út í sumar.Áhugi frá Varsjá Í sumar bárust fréttir um að Legia Varsjá hefði áhuga á að fá Aron Einar til liðsins. Hann segir að umboðsmaður sinn hafi farið til Póllands, rætt við forráðamenn Legia en ekkert hafi orðið af félagaskiptunum. „Hann fór og spjallaði við þá. Það er alveg rétt að þeir vildu fá mig. En ég var með samning við Cardiff og tilboðið var bara ekki nógu hátt. Þannig endaði það. Ég var ekki að ýta á eftir einu né neinu,“ sagði Aron Einar.Ég er ekki að kvarta Miðjumaðurinn öflugi hefur leikið alls 334 leiki í B-deildinni. En hvernig er tilfinningin að vera á síðasta tímabilinu sínu í þessari sterku deild? „Frábær. Þetta er gífurlega erfið deild, að komast upp úr henni. Hún er erfið líkamlega, að spila alla þessa leiki á svona háu tempói. Þegar ég skrifaði undir þennan samning við Cardiff vissi ég að ég myndi ekki spila lengur í B-deildinni þegar hann væri útrunninn,“ sagði Aron Einar og bætti við að líkaminn væri í ágætis ásigkomulagi þrátt fyrir öll árin í B-deildinni. „Ég er ekki að kvarta. Maður þarf líka að fá öðruvísi áskorun. Líkaminn er góður, ég er ekki að kvarta yfir því. Það er bara að komast í nýtt í umhverfi og prófa sig á öðrum vettvangi.“ Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson hefur verið fjarri góðu gamni í níu af síðustu 11 leikjum Cardiff City í ensku B-deildinni. Landsliðsfyrirliðinn glímir við meiðsli í ökkla sem hafa áður haldið honum frá keppni og háðu honum m.a. í undirbúningnum fyrir EM í Frakklandi í fyrra. „Ég er að koma til. Þetta eru gömul meiðsli sem hafa verið í 6-7 ár. Þau tóku sig upp eftir Birmingham-leikinn [13. október]. Um leið og ég byrja að hlaupa bólgnar þetta upp því beinið ýtir á liðböndin. Við prófuðum að sprauta inn í þetta til að losa um. Það hefur virkað aðeins,“ sagði Aron Einar sem gæti þurft að fara undir hnífinn til að fá bót meina sinna. „Það er búið að ræða mikið um það. Það eru góðar líkur á því. Við ætlum að sjá hvernig þetta verður á næstu 3-4 dögum,“ sagði Aron Einar. Hann segir erfitt að fylgjast með utan vallar. Hann huggar sig þó við að gengi Cardiff hefur verið gott. Liðið hefur fengið 13 stig af 15 mögulegum í síðustu fimm leikjum og situr í 2. sæti ensku B-deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Wolves. „Þetta er erfitt. Ég vil vera með og leggja mitt af mörkum. Sem betur fer hefur liðið spilað vel, náð í góð úrslit og haldið dampi,“ sagði Aron Einar. Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff, greindi frá því á dögunum að Aron Einar myndi yfirgefa liðið ef það kæmist ekki upp í ensku úrvalsdeildina í vor. Aron Einar segir að Warnock hafi farið með rétt mál.Ekki leyndarmál lengur „Hann segir nú oftast rétt frá. Við höfum spjallað mikið um þetta og hann veit mína stöðu hjá Cardiff. Þetta er tíunda tímabilið mitt á Englandi og níu þeirra hafa verið í B-deildinni sem tekur líkamlega á. Það fer mikil orka í leikina. Ég tjáði honum það fyrir ári að ef við færum ekki upp myndi ég leita annað. Hann skildi það alveg. Þeir hafa boðið mér nýjan samning en vita hvar ég stend með þetta. Sem betur fer þarf ég ekki að fara leynt með það lengur því hann tjáði sig um það,“ sagði Aron Einar en samningur hans við Cardiff rennur út í sumar.Áhugi frá Varsjá Í sumar bárust fréttir um að Legia Varsjá hefði áhuga á að fá Aron Einar til liðsins. Hann segir að umboðsmaður sinn hafi farið til Póllands, rætt við forráðamenn Legia en ekkert hafi orðið af félagaskiptunum. „Hann fór og spjallaði við þá. Það er alveg rétt að þeir vildu fá mig. En ég var með samning við Cardiff og tilboðið var bara ekki nógu hátt. Þannig endaði það. Ég var ekki að ýta á eftir einu né neinu,“ sagði Aron Einar.Ég er ekki að kvarta Miðjumaðurinn öflugi hefur leikið alls 334 leiki í B-deildinni. En hvernig er tilfinningin að vera á síðasta tímabilinu sínu í þessari sterku deild? „Frábær. Þetta er gífurlega erfið deild, að komast upp úr henni. Hún er erfið líkamlega, að spila alla þessa leiki á svona háu tempói. Þegar ég skrifaði undir þennan samning við Cardiff vissi ég að ég myndi ekki spila lengur í B-deildinni þegar hann væri útrunninn,“ sagði Aron Einar og bætti við að líkaminn væri í ágætis ásigkomulagi þrátt fyrir öll árin í B-deildinni. „Ég er ekki að kvarta. Maður þarf líka að fá öðruvísi áskorun. Líkaminn er góður, ég er ekki að kvarta yfir því. Það er bara að komast í nýtt í umhverfi og prófa sig á öðrum vettvangi.“
Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira