Dustin Hoffman verst nýjum ásökunum um kynferðislega áreitni Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. desember 2017 08:05 Dustin Hoffman baðst upphaflega afsökunar eftir ásakanirnar sem komu fram í upphafi mánaðarins. Hann neitar þeim öllum í dag. Vísir/AP Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman þvertekur fyrir ásakanir þriggja kvenna sem segja hann hafa brotið kynferðislega á sér. Ein þeirra segir hann hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar. Hoffman var í upphafi þessa mánaðar sakaður um kynferðislega áreitni gegn þremur konum, þar á meðal 17 ára stúlku árið 1985. Konan hafði verið starfsnemi á tökustað og sagði hún leikarann hafa klipið í sig og rætt við sig opinskátt um kynlíf. Ásakanirnar sem nú koma fram hafa ekki áður ratað í fjölmiðla. Tvær kvennanna segja Hoffman hafa brotið á sér kynferðislega - önnur þeirra lýsir því hvernig hann nauðgaði henni eftir teiti - en sú þriðja greinir frá kynferðislegu athæfi leikarans í hennar garð. Sjá einnig: Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlkuCori Thomas, æskuvinkona dóttur leikarans, segir Hoffman hafa berað sig fyrir henni eftir að þau þrjú snæddu saman kvöldmat á hótelinu þar sem hann dvaldi. Meðan þau biðu eftir því að foreldrar Thomas kæmu og náðu í hana hafi Hoffman komið nakinn út af baðherberginu og vísvitandi látið handklæðið sem huldi kynfæri hans falla. Thomas lýsir því í samtali við Variety hvernig hún hafi frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Leikarinn hafi heldur ekkert verið að drífa sig í föt. Hann hafi staðið kviknakinn fyrir framan hana í lengri tíma. Eftir það hafi hann snarað sér í baðslopp og beðið stúlkuna að nudda á sér tærnar. Hann hafi jafnframt þráspurt Thomas hvort hún vildi sjá á sér liminn. Önnur kona, Melissa Kester, lýsir því hvernig Hoffmann stakk fingri ofan í nærbuxurnar hennar meðan þau unnu saman að upptöku á lagi fyrir kvikmyndina Ishtar. „Hann stakk fingrinum inn í mig,“ segir Kester og bætir við að hún hafi frosið. Sjá einnig: John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitniKærastinn hennar hafi verið í hljóðverinu en ekki séð hvað gekk á. Hún segist ekki hafa haft það í sér á því augnabliki að láta kærastann vita og að eftir upptökuna hafi hún hlaupið inn á klósett og grátið. Á meðan hafi Hoffmann hlegið. Eftir tökurnar hafi hann svo ítrekað reynt að hafa samband við hana. Þriðja konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, segir Hoffman hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar eftir teiti þar sem lokatökudegi á fyrrnefndri Ishtar var fagnað. Hoffman hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar en lögmaður hans segir allar sögurnar vera uppspuna. MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásakanir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku 5. desember 2017 10:58 Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman þvertekur fyrir ásakanir þriggja kvenna sem segja hann hafa brotið kynferðislega á sér. Ein þeirra segir hann hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar. Hoffman var í upphafi þessa mánaðar sakaður um kynferðislega áreitni gegn þremur konum, þar á meðal 17 ára stúlku árið 1985. Konan hafði verið starfsnemi á tökustað og sagði hún leikarann hafa klipið í sig og rætt við sig opinskátt um kynlíf. Ásakanirnar sem nú koma fram hafa ekki áður ratað í fjölmiðla. Tvær kvennanna segja Hoffman hafa brotið á sér kynferðislega - önnur þeirra lýsir því hvernig hann nauðgaði henni eftir teiti - en sú þriðja greinir frá kynferðislegu athæfi leikarans í hennar garð. Sjá einnig: Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlkuCori Thomas, æskuvinkona dóttur leikarans, segir Hoffman hafa berað sig fyrir henni eftir að þau þrjú snæddu saman kvöldmat á hótelinu þar sem hann dvaldi. Meðan þau biðu eftir því að foreldrar Thomas kæmu og náðu í hana hafi Hoffman komið nakinn út af baðherberginu og vísvitandi látið handklæðið sem huldi kynfæri hans falla. Thomas lýsir því í samtali við Variety hvernig hún hafi frosið og ekki vitað hvað hún ætti að gera. Leikarinn hafi heldur ekkert verið að drífa sig í föt. Hann hafi staðið kviknakinn fyrir framan hana í lengri tíma. Eftir það hafi hann snarað sér í baðslopp og beðið stúlkuna að nudda á sér tærnar. Hann hafi jafnframt þráspurt Thomas hvort hún vildi sjá á sér liminn. Önnur kona, Melissa Kester, lýsir því hvernig Hoffmann stakk fingri ofan í nærbuxurnar hennar meðan þau unnu saman að upptöku á lagi fyrir kvikmyndina Ishtar. „Hann stakk fingrinum inn í mig,“ segir Kester og bætir við að hún hafi frosið. Sjá einnig: John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitniKærastinn hennar hafi verið í hljóðverinu en ekki séð hvað gekk á. Hún segist ekki hafa haft það í sér á því augnabliki að láta kærastann vita og að eftir upptökuna hafi hún hlaupið inn á klósett og grátið. Á meðan hafi Hoffmann hlegið. Eftir tökurnar hafi hann svo ítrekað reynt að hafa samband við hana. Þriðja konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, segir Hoffman hafa nauðgað sér í aftursæti bifreiðar eftir teiti þar sem lokatökudegi á fyrrnefndri Ishtar var fagnað. Hoffman hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar en lögmaður hans segir allar sögurnar vera uppspuna.
MeToo Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásakanir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku 5. desember 2017 10:58 Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Fleiri fréttir Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Sjá meira
John Oliver grillaði Dustin Hoffman vegna ásakana um kynferðislega áreitni Hiti færðist í leikinn þegar þáttastjórnandinn John Oliver og leikarinn Dustin Hoffman tókust á um ásakanir á hendur þeim síðarnefnda um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku 5. desember 2017 10:58
Kynferðisleg áreitni áhrifamanna í Bandaríkjunum Síðan fréttir voru fyrst sagðar þann 5. október af kynferðislegri áreitni Harvey Weinstein hafa fjölmargar konur og karlar stigið fram í Bandaríkjunum og ásakað leikara, leikstjóra, tónlistarmenn, stjórnmálamenn og aðra áhrifamenn um kynferðislega áreitni, nauðgun og ýmsa óviðeigandi hegðun í sinn garð. 24. nóvember 2017 10:15
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila