Dustin Hoffman sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2017 16:08 Dustin Hoffman, leikari. Anna Graham Hunter segir Hoffman hafa klipið sig og rætt við hana á óviðeigandi hátt um kynlíf en Hoffman var 48 ára gamall, 31 ári eldri en Hunter. vísir/getty Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. Stúlkan, sem í dag er fullorðin kona, segir frá reynslu sinni af því að starfa með Hoffman í Hollywood Reporter. Konan heitir Anna Graham Hunter og var starfsnemi á tökustað myndarinnar Death of a Salesman. Hunter segir Hoffman hafa klipið sig og rætt við hana á óviðeigandi hátt um kynlíf en Hoffman var 48 ára gamall, 31 ári eldri en Hunter. Segja má að Hoffman hafi á þessum tíma verið á hátindi frægðar sinnar. „Hann bað mig um að nudda á sér fæturnar á fyrsta degi í tökum. Ég gerði það. Hann daðraði mjög opinskátt, kleip mig í rassinn og talaði um kynlíf bæði við mig og fyrir framan mig. Einn daginn fór ég í búningsherbergið hans til að taka niður pöntun fyrir morgunmat. Hann leit á mig, glotti og sagði: „Ég ætla að fá harðsoðið egg og linsoðinn sníp.“ Fylgdarlið hans hló dátt en ég var orðlaus og fór. Síðan fór ég á klósettið og grét,“ skrifar Hunter. Hunter skrifaði ítarlega um hegðun Hoffman þær fimm vikur sem þau voru á setti í dagbók sem hún sendi systur sinni. Sló í hann og sagði honum að hann væri ógeðslegur gamall karl „Í dag, þegar ég var að fylgja Dustin í limósínuna hans, snerti hann rassinn minn fjórum sinnum. Ég sló alltaf í hann og sagði honum að hann væri ógeðslegur gamall karl,“ skrifaði Hunter. Hún segir að á tökustað hafi henni verið skipað að láta hegðun hans yfir sig ganga og „fórna“ gildum sínum fyrir framleiðslu myndarinnar. „Núna, 49 ára gömul, skil ég að hegðun Dustin Hoffman passar inn í ákveðið mynstur af því sem konur í Hollywood og alls staðar hafa verið að upplifa. Hann var rándýr, ég var barn, og þetta var kynferðisleg áreitni.“ Hoffman hefur svarað Hunter með afsökunarbeiðni. „Ég ber mikla virðingu fyrir konum og mér líður hræðilega ef eitthvað sem ég hef gert hefur látið henni líða illa. Mér þykir þetta miður. Þetta endurspeglar ekki minn innri mann.“ Hoffman er ekki sá fyrsti í Hollywood sem hefur þurft að svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi síðustu vikur. Allt byrjaði þetta með því þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá óviðeigandi hegðun og brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Þá hafa í þessari viku komið fram ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey en tveir karlmenn hafa sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Spacey notaði tækifærið þegar þessar ásakanir komu fram og kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður og baðst afsökunar á hegðun sinni. MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Bandaríski leikarinn Dustin Hoffman hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni gegn 17 ára stúlku árið 1985. Stúlkan, sem í dag er fullorðin kona, segir frá reynslu sinni af því að starfa með Hoffman í Hollywood Reporter. Konan heitir Anna Graham Hunter og var starfsnemi á tökustað myndarinnar Death of a Salesman. Hunter segir Hoffman hafa klipið sig og rætt við hana á óviðeigandi hátt um kynlíf en Hoffman var 48 ára gamall, 31 ári eldri en Hunter. Segja má að Hoffman hafi á þessum tíma verið á hátindi frægðar sinnar. „Hann bað mig um að nudda á sér fæturnar á fyrsta degi í tökum. Ég gerði það. Hann daðraði mjög opinskátt, kleip mig í rassinn og talaði um kynlíf bæði við mig og fyrir framan mig. Einn daginn fór ég í búningsherbergið hans til að taka niður pöntun fyrir morgunmat. Hann leit á mig, glotti og sagði: „Ég ætla að fá harðsoðið egg og linsoðinn sníp.“ Fylgdarlið hans hló dátt en ég var orðlaus og fór. Síðan fór ég á klósettið og grét,“ skrifar Hunter. Hunter skrifaði ítarlega um hegðun Hoffman þær fimm vikur sem þau voru á setti í dagbók sem hún sendi systur sinni. Sló í hann og sagði honum að hann væri ógeðslegur gamall karl „Í dag, þegar ég var að fylgja Dustin í limósínuna hans, snerti hann rassinn minn fjórum sinnum. Ég sló alltaf í hann og sagði honum að hann væri ógeðslegur gamall karl,“ skrifaði Hunter. Hún segir að á tökustað hafi henni verið skipað að láta hegðun hans yfir sig ganga og „fórna“ gildum sínum fyrir framleiðslu myndarinnar. „Núna, 49 ára gömul, skil ég að hegðun Dustin Hoffman passar inn í ákveðið mynstur af því sem konur í Hollywood og alls staðar hafa verið að upplifa. Hann var rándýr, ég var barn, og þetta var kynferðisleg áreitni.“ Hoffman hefur svarað Hunter með afsökunarbeiðni. „Ég ber mikla virðingu fyrir konum og mér líður hræðilega ef eitthvað sem ég hef gert hefur látið henni líða illa. Mér þykir þetta miður. Þetta endurspeglar ekki minn innri mann.“ Hoffman er ekki sá fyrsti í Hollywood sem hefur þurft að svara fyrir ásakanir um kynferðislega áreitni og/eða kynferðislegt ofbeldi síðustu vikur. Allt byrjaði þetta með því þegar fjöldi kvenna steig fram og sagði frá óviðeigandi hegðun og brotum kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Þá hafa í þessari viku komið fram ásakanir á hendur leikaranum Kevin Spacey en tveir karlmenn hafa sagt að Spacey hafi brotið á þeim þegar þeir voru unglingar. Spacey notaði tækifærið þegar þessar ásakanir komu fram og kom út úr skápnum sem samkynhneigður maður og baðst afsökunar á hegðun sinni.
MeToo Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Sjá meira
Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Hætta tökum á sjöttu þáttaröð House of Cards um óákveðinn tíma Mikill óvissa ríkir nú um lokaþáttaröð House of Cards en framleiðendur House of Cards hafa stöðvað framleiðslu á sjöttu þáttaröðinni og fara nú yfir stöðuna með tökuliði og leikurum. 1. nóvember 2017 10:02