Segir vandamálið varða geðheilbrigði, ekki byssur Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2017 11:10 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. Þess í stað sé um geðheilbrigðisvandamál að ræða. Tuttugu eru særðir en fórnarlömbin eru á aldrinum fimm til 72 ára. „Ég held að geðheilbrigði sé vandamálið hér,“ sagði forsetinn þegar hann var spurður hvað gera ætti til að koma í veg fyrir árásir sem þessar, sem eru algengar í Bandaríkjunum. Hann sagði einnig að Bandaríkin, eins og önnur lönd, ættu við stórt slíkt vandamál að etja. „Þetta er ekki byssumál. Við gætum farið nánar út í það, en það er svolítið snemmt. Sem betur fer var einhver annar einnig með byssu og skaut á móti árásarmanninum. Annars hefði þetta verið eins slæmt og það var. Það hefði verið mun verra. En, þetta er geðheilbrigðisvandamál á háu stigi. Þetta er mjög mjög sorglegur atburður. Þetta er frábært fólk og mjög mjög sorglegur atburður, en þetta er mín skoðun.“ Búið er að bera kennsl á árásarmanninn, Devin Kelley. Hann var 26 ára gamall og fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna. Hann var rekinn þaðan með skömm árið 2014 en árið 2012 hafði hann verið ákærður fyrir að ráðast á konu sína og barn.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásirSamkvæmt Washington Post liggja þó engar upplýsingar fyrir um hugarástand hans og geðheilsu.Kelley flúði af vettvangi eftir að heimamaður skaut á hann og eltu vopnaðir heimamenn hann ásamt lögreglu. Kelley fannst látinn í bíl sínum en ekki er vitað hvort hann skaut sig sjálfur eða hvort hann var skotinn af almennum borgara. Fjöldamorðið er er það versta í nútímasögu Texas og ein af verstu skotárásum Bandaríkjanna á undanförnum árum.Samkvæmt frétt Guardian sagði þingmaðurinn Ken Paxton, nokkrum tímum eftir árásina, að kirkjur Bandaríkjanna ættu að vopnvæða söfnuði sína eða ráða öryggisverði. Því ljóst væri að þetta myndi gerast aftur. Þannig gætu vopnaðir kirkjugestir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir ekki hægt að kenna byssulögum í Bandaríkjunum um það að maður vopnaður hálfsjálfvirkum riffli og í skotheldu vesti myrti 26 manns í kirkju í Sutherland Springs í gær. Þess í stað sé um geðheilbrigðisvandamál að ræða. Tuttugu eru særðir en fórnarlömbin eru á aldrinum fimm til 72 ára. „Ég held að geðheilbrigði sé vandamálið hér,“ sagði forsetinn þegar hann var spurður hvað gera ætti til að koma í veg fyrir árásir sem þessar, sem eru algengar í Bandaríkjunum. Hann sagði einnig að Bandaríkin, eins og önnur lönd, ættu við stórt slíkt vandamál að etja. „Þetta er ekki byssumál. Við gætum farið nánar út í það, en það er svolítið snemmt. Sem betur fer var einhver annar einnig með byssu og skaut á móti árásarmanninum. Annars hefði þetta verið eins slæmt og það var. Það hefði verið mun verra. En, þetta er geðheilbrigðisvandamál á háu stigi. Þetta er mjög mjög sorglegur atburður. Þetta er frábært fólk og mjög mjög sorglegur atburður, en þetta er mín skoðun.“ Búið er að bera kennsl á árásarmanninn, Devin Kelley. Hann var 26 ára gamall og fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna. Hann var rekinn þaðan með skömm árið 2014 en árið 2012 hafði hann verið ákærður fyrir að ráðast á konu sína og barn.Sjá einnig: Tvískinnungur Hvíta hússins varðandi árásirSamkvæmt Washington Post liggja þó engar upplýsingar fyrir um hugarástand hans og geðheilsu.Kelley flúði af vettvangi eftir að heimamaður skaut á hann og eltu vopnaðir heimamenn hann ásamt lögreglu. Kelley fannst látinn í bíl sínum en ekki er vitað hvort hann skaut sig sjálfur eða hvort hann var skotinn af almennum borgara. Fjöldamorðið er er það versta í nútímasögu Texas og ein af verstu skotárásum Bandaríkjanna á undanförnum árum.Samkvæmt frétt Guardian sagði þingmaðurinn Ken Paxton, nokkrum tímum eftir árásina, að kirkjur Bandaríkjanna ættu að vopnvæða söfnuði sína eða ráða öryggisverði. Því ljóst væri að þetta myndi gerast aftur. Þannig gætu vopnaðir kirkjugestir fellt árásarmenn áður en þeir fengju tækifæri á því að myrða mjög marga, eins og hann orðaði það.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. 6. nóvember 2017 10:14
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15