Sigrún Sjöfn: Fyrsta skrefið í rétta átt Smári Jökull Jónsson skrifar 29. mars 2017 21:50 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir í leik á móti Keflavík fyrr í vetur. Vísir/Andri Marinó Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður Skallagríms var hæstánægð með sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. „Ég er mjög sátt og ánægð með liðið hvernig það barðist allan leikinn. Það er fínt að ná 1-0 forystu en þetta er langt einvígi og aðeins fyrsta skrefið í rétta átt,“ sagði Sigrún Sjöfn við Vísi strax að leik loknum. Skallagrímur var að elta Keflavík lengst af en misstu þær aldrei of langt frá sér. Gestirnir náðu svo forystunni í síðasta leikhlutanum og létu hana ekki af hendi eftir það. „Það er erfitt að elta og það tekur af okkur. Við vildum ekki missa þær of langt frá okkur, munurinn var 5-10 stig og þetta var staðurinn þar sem við vorum kannski bara sáttar að hafa þær á. Svo myndum við taka yfir í lokin og Tavelyn (Tillman) steig virkilega vel upp og sótti stigin. Liðið var hörkugott varnarlega þar að auki,“ bætti Sigrún við en hún setti mikilvægar körfur og þar af tvær þriggja stiga sem fóru af spjaldinu og ofan í. „Ég held að í öllum mínum skotum hafi spjaldið hjálpað og þá er ágætt bara að miða á það og gá hvort að fleiri skot detti ekki niður.“ Næsti leikur er í Borgarnesi á sunnudag og Sigrún sagði mikilvægt að leikmenn Skallgríms héldu sér niðri á jörðinni. „Við vitum allar að þetta er ekki búið. Ef við ætlum að vera uppi í skýjunum þá gefur þessi sigur okkur ekki neitt. Það verður hörkuleikur á sunnudag og ég biðla til Borgnesina að fjölmenna, við þurfum á ykkur að halda. Keflavík er með hörkugott lið, með ferska fætur alls staðar og marga leikmenn sem eru bara góðir. Það er sagt að þær séu ungar og efnilegar en þær eru það ekki lengur, þær eru bara góðar.“ „Lykillinn verður vörnin. Við þurfum að halda þeim í 60 stigum og taka svo sóknina með,“ sagði Sigrún Sjöfn á lokum. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. 29. mars 2017 22:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður Skallagríms var hæstánægð með sigur liðsins gegn Keflavík í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna í kvöld. Hún biðlaði til stuðningsmanna í Borgarnesi að fylla Fjárhúsið á sunnudag. „Ég er mjög sátt og ánægð með liðið hvernig það barðist allan leikinn. Það er fínt að ná 1-0 forystu en þetta er langt einvígi og aðeins fyrsta skrefið í rétta átt,“ sagði Sigrún Sjöfn við Vísi strax að leik loknum. Skallagrímur var að elta Keflavík lengst af en misstu þær aldrei of langt frá sér. Gestirnir náðu svo forystunni í síðasta leikhlutanum og létu hana ekki af hendi eftir það. „Það er erfitt að elta og það tekur af okkur. Við vildum ekki missa þær of langt frá okkur, munurinn var 5-10 stig og þetta var staðurinn þar sem við vorum kannski bara sáttar að hafa þær á. Svo myndum við taka yfir í lokin og Tavelyn (Tillman) steig virkilega vel upp og sótti stigin. Liðið var hörkugott varnarlega þar að auki,“ bætti Sigrún við en hún setti mikilvægar körfur og þar af tvær þriggja stiga sem fóru af spjaldinu og ofan í. „Ég held að í öllum mínum skotum hafi spjaldið hjálpað og þá er ágætt bara að miða á það og gá hvort að fleiri skot detti ekki niður.“ Næsti leikur er í Borgarnesi á sunnudag og Sigrún sagði mikilvægt að leikmenn Skallgríms héldu sér niðri á jörðinni. „Við vitum allar að þetta er ekki búið. Ef við ætlum að vera uppi í skýjunum þá gefur þessi sigur okkur ekki neitt. Það verður hörkuleikur á sunnudag og ég biðla til Borgnesina að fjölmenna, við þurfum á ykkur að halda. Keflavík er með hörkugott lið, með ferska fætur alls staðar og marga leikmenn sem eru bara góðir. Það er sagt að þær séu ungar og efnilegar en þær eru það ekki lengur, þær eru bara góðar.“ „Lykillinn verður vörnin. Við þurfum að halda þeim í 60 stigum og taka svo sóknina með,“ sagði Sigrún Sjöfn á lokum.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. 29. mars 2017 22:00 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 68-70 | Skallagrímur með yfirhöndina eftir sigur í Keflavík Skallagrímur vann útisigur í fyrsta leiknum gegn Keflavík í einvígi liðanna í undanúrslitum Dominos-deildar kvenna og eru komnar með yfirhöndina í einvíginu. 29. mars 2017 22:00