Róhingjar sendir aftur til Mjanmar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Róhingjabarn að leik í Kutupalong-flóttamannabúðunum í Bangladess. Nordicphotos/AFP Stjórnvöld í Bangladess og Mjanmar komust í gær að samkomulagi um að fyrrnefnda ríkið muni senda hundruð þúsunda flóttamanna af þjóðflokki Róhingja aftur heim til þess síðarnefnda. „Samkvæmt samkomulaginu munu þeir verða sendir heim innan tveggja mánaða,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórn Bangladess en enn er verið að ræða ýmis smáatriði samkomulagsins. Alls hafa rúmlega 600.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá Rakhine-héraði Mjanmar frá því í ágúst. Þá hófust harðar aðgerðir hers Mjanmar gegn þjóðflokknum eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á herstöð. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa sakað herinn um að standa að þjóðernishreinsunum og lýsti mannréttindastjóri SÞ því yfir að herinn tæki Róhingja af lífi án dóms og laga og brenndi heimili þeirra. Mahmood Ali, utanríkisráðherra Bangladess, sagði við undirritun samkomulagsins í gær að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt að því að leysa vandamálið. Mjanmarski erindrekinn Myint Kyaing sagði yfirvöld þar í landi tilbúin til þess að taka á móti flóttamönnunum þegar í stað. Óljóst er hins vegar hvernig móttökunni verður háttað og eru margir Róhingjar sagðir dauðhræddir við að snúa aftur heim. Í samtali við Reuters sögðu allmargir flóttamenn í Kutupalong-búðunum í Bangladess að tryggja yrði ríkisborgararétt flóttamannanna sem og að þeir fengju aftur þau lönd sem herinn hefur tekið. Krafan um ríkisborgararétt er ekki ný af nálinni. Ýmis mannréttindabaráttusamtök hafa greint frá því að yfirvöld í Mjanmar líti svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur, jafnvel þótt þeir og forfeður þeirra hafi fæðst innan landamæranna. Því hafa Róhingjar almennt ekki fengið ríkisborgararétt. „Við getum snúið aftur ef þeir hætta að áreita okkur og ef við fáum að lifa óáreitt eins og búddistarnir og hinir minnihlutahóparnir,“ sagði flóttamaðurinn Sayed Hussein við Reuters. Vert er að taka fram að Róhingjar eru allflestir múslimar en búddistar eru í meirihluta í Mjanmar. „Ég treysti ekki ríkisstjórn Mjanmar. Eiginmaður minn hefur nú þegar flúið þrisvar og þetta er í annað skipti sem ég þarf að flýja land. Ríkisstjórnin hagar sér alltaf svona,“ sagði annar flóttamaður, Narusha. Bæði ríki finna fyrir þrýstingi á að samkomulagið sé gert og Róhingjarnir komi aftur til Mjanmar. BBC greinir frá því að ríkisstjórn Bangladess vilji sýna íbúum landsins að Róhingjar séu ekki varanlega sestir að í landinu á meðan yfirvöld í Mjanmar, einkum þjóðarleiðtoginn og friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, vilja bregðast við ákalli alþjóðasamfélagsins um að leysa úr þessari krísu. Flóttamannastofnun SÞ brást við tíðindunum með því að segjast vona að samkomulagið „virði réttindi flóttamannanna til þess að snúa örugg og sjálfviljug aftur til Mjanmar“. Talsmaður stofnunarinnar sagði jafnframt að stofnunin væri tilbúin til þess að aðstoða ríkin tvö í þessu ferli. Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International gagnrýndu yfirvöld í Mjanmar harðlega í gær. Sagðist talsmaður Amnesty efast um að til stæði að tryggja öryggi Róhingja í Mjanmar þar sem „aðskilnaðarstefna væri enn við lýði“. „Það er algjörlega ótímabært að tala um þessa heimkomu á meðan hundruð Róhingja flýja enn ofsóknir yfirvalda í Mjanmar á næstum því hverjum degi. Við höfum jafnframt áhyggjur af því að samráð hafi ekki verið haft við SÞ í þessu ferli,“ sagði talsmaðurinn. Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira
Stjórnvöld í Bangladess og Mjanmar komust í gær að samkomulagi um að fyrrnefnda ríkið muni senda hundruð þúsunda flóttamanna af þjóðflokki Róhingja aftur heim til þess síðarnefnda. „Samkvæmt samkomulaginu munu þeir verða sendir heim innan tveggja mánaða,“ segir í tilkynningu frá ríkisstjórn Bangladess en enn er verið að ræða ýmis smáatriði samkomulagsins. Alls hafa rúmlega 600.000 Róhingjar flúið til Bangladess frá Rakhine-héraði Mjanmar frá því í ágúst. Þá hófust harðar aðgerðir hers Mjanmar gegn þjóðflokknum eftir að skæruliðar úr þjóðflokknum réðust á herstöð. Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórn Bandaríkjanna hafa sakað herinn um að standa að þjóðernishreinsunum og lýsti mannréttindastjóri SÞ því yfir að herinn tæki Róhingja af lífi án dóms og laga og brenndi heimili þeirra. Mahmood Ali, utanríkisráðherra Bangladess, sagði við undirritun samkomulagsins í gær að verið væri að stíga fyrsta skrefið í átt að því að leysa vandamálið. Mjanmarski erindrekinn Myint Kyaing sagði yfirvöld þar í landi tilbúin til þess að taka á móti flóttamönnunum þegar í stað. Óljóst er hins vegar hvernig móttökunni verður háttað og eru margir Róhingjar sagðir dauðhræddir við að snúa aftur heim. Í samtali við Reuters sögðu allmargir flóttamenn í Kutupalong-búðunum í Bangladess að tryggja yrði ríkisborgararétt flóttamannanna sem og að þeir fengju aftur þau lönd sem herinn hefur tekið. Krafan um ríkisborgararétt er ekki ný af nálinni. Ýmis mannréttindabaráttusamtök hafa greint frá því að yfirvöld í Mjanmar líti svo á að Róhingjar séu ólöglegir innflytjendur, jafnvel þótt þeir og forfeður þeirra hafi fæðst innan landamæranna. Því hafa Róhingjar almennt ekki fengið ríkisborgararétt. „Við getum snúið aftur ef þeir hætta að áreita okkur og ef við fáum að lifa óáreitt eins og búddistarnir og hinir minnihlutahóparnir,“ sagði flóttamaðurinn Sayed Hussein við Reuters. Vert er að taka fram að Róhingjar eru allflestir múslimar en búddistar eru í meirihluta í Mjanmar. „Ég treysti ekki ríkisstjórn Mjanmar. Eiginmaður minn hefur nú þegar flúið þrisvar og þetta er í annað skipti sem ég þarf að flýja land. Ríkisstjórnin hagar sér alltaf svona,“ sagði annar flóttamaður, Narusha. Bæði ríki finna fyrir þrýstingi á að samkomulagið sé gert og Róhingjarnir komi aftur til Mjanmar. BBC greinir frá því að ríkisstjórn Bangladess vilji sýna íbúum landsins að Róhingjar séu ekki varanlega sestir að í landinu á meðan yfirvöld í Mjanmar, einkum þjóðarleiðtoginn og friðarverðlaunahafinn Aung San Suu Kyi, vilja bregðast við ákalli alþjóðasamfélagsins um að leysa úr þessari krísu. Flóttamannastofnun SÞ brást við tíðindunum með því að segjast vona að samkomulagið „virði réttindi flóttamannanna til þess að snúa örugg og sjálfviljug aftur til Mjanmar“. Talsmaður stofnunarinnar sagði jafnframt að stofnunin væri tilbúin til þess að aðstoða ríkin tvö í þessu ferli. Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International gagnrýndu yfirvöld í Mjanmar harðlega í gær. Sagðist talsmaður Amnesty efast um að til stæði að tryggja öryggi Róhingja í Mjanmar þar sem „aðskilnaðarstefna væri enn við lýði“. „Það er algjörlega ótímabært að tala um þessa heimkomu á meðan hundruð Róhingja flýja enn ofsóknir yfirvalda í Mjanmar á næstum því hverjum degi. Við höfum jafnframt áhyggjur af því að samráð hafi ekki verið haft við SÞ í þessu ferli,“ sagði talsmaðurinn.
Birtist í Fréttablaðinu Mjanmar Róhingjar Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Sjá meira