May staðfestir að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 08:44 Theresa May tilkynnir um tillögu sína um að flýta þingkosningum um þrjú ár og halda þær þann 8. júní næstkomandi. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. Fyrst var greint frá þessari fyrirætlan May á vef Guardian í gærkvöldi og haft eftir heimildarmanni í Downing-stræti 10. Nú hefur ráðherrann svo sjálf staðfest þetta en í viðtalinu í morgun sagði hún: „Við munum ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum. Ég trúi á kosningabaráttu þar sem stjórnmálamennirnir fara út og hitta kjósendur. Það er það sem ég hef alltaf trúað á, það er það sem ég trúi enn á og ég geri það enn, sem forsætisráðherra, sem þingmaður, ég fer og banka upp á hjá kjósendum í mínu kjördæmi.“Segir ekki boða til kosninga svo auðveldara verði að miðla málum í Brexit Fyrir kosningarnar 2010 tóku formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna þátt í sjónvarpskappræðum á BBC, Sky News og ITV. Árið 2015 gengu hlutirnir hins vegar ekki alveg jafn smurt fyrir sig þar sem David Cameron, þáverandi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, samþykkti að taka þáttt í aðeins einum sjónvarpskappræðum. Það var þá með formönnum sex annarra stjórnmálaflokka og var í eina skiptið sem Cameron mætti Ed Miliband, þáverandi formanni, Verkamannaflokksins fyrir kosningarnar. Í viðtalinu í morgun var May jafnframt spurð út í það hvort hún væri að boða til kosninga nú svo það yrði auðveldara fyrir hana að miðla málum þegar kemur að samningaviðræðunum við Evrópusambandið um úrgöngu Breta úr ESB. Hún sagði svo ekki vera þótt hún hafi ýjað að því í viðtali við breska blaðið The Sun, að því er fram kemur á vef Guardian. „Nei. Þessar kosningar snúast um að ná sem bestum samningi fyrir Bretland, sem bestum samningi fyrir alla hvar sem þeir búa í landinu,“ sagði May í morgun en við The Sun hafði hún ýjað að því að ef verið væri að semja við ESB með kosningar handan við hornið þá mætti sjá það sem veikan blett á samningsstöðu Breta. Því væri betra að kjósa nú. Tengdar fréttir Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00 Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. Fyrst var greint frá þessari fyrirætlan May á vef Guardian í gærkvöldi og haft eftir heimildarmanni í Downing-stræti 10. Nú hefur ráðherrann svo sjálf staðfest þetta en í viðtalinu í morgun sagði hún: „Við munum ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum. Ég trúi á kosningabaráttu þar sem stjórnmálamennirnir fara út og hitta kjósendur. Það er það sem ég hef alltaf trúað á, það er það sem ég trúi enn á og ég geri það enn, sem forsætisráðherra, sem þingmaður, ég fer og banka upp á hjá kjósendum í mínu kjördæmi.“Segir ekki boða til kosninga svo auðveldara verði að miðla málum í Brexit Fyrir kosningarnar 2010 tóku formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna þátt í sjónvarpskappræðum á BBC, Sky News og ITV. Árið 2015 gengu hlutirnir hins vegar ekki alveg jafn smurt fyrir sig þar sem David Cameron, þáverandi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, samþykkti að taka þáttt í aðeins einum sjónvarpskappræðum. Það var þá með formönnum sex annarra stjórnmálaflokka og var í eina skiptið sem Cameron mætti Ed Miliband, þáverandi formanni, Verkamannaflokksins fyrir kosningarnar. Í viðtalinu í morgun var May jafnframt spurð út í það hvort hún væri að boða til kosninga nú svo það yrði auðveldara fyrir hana að miðla málum þegar kemur að samningaviðræðunum við Evrópusambandið um úrgöngu Breta úr ESB. Hún sagði svo ekki vera þótt hún hafi ýjað að því í viðtali við breska blaðið The Sun, að því er fram kemur á vef Guardian. „Nei. Þessar kosningar snúast um að ná sem bestum samningi fyrir Bretland, sem bestum samningi fyrir alla hvar sem þeir búa í landinu,“ sagði May í morgun en við The Sun hafði hún ýjað að því að ef verið væri að semja við ESB með kosningar handan við hornið þá mætti sjá það sem veikan blett á samningsstöðu Breta. Því væri betra að kjósa nú.
Tengdar fréttir Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00 Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00