May staðfestir að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 08:44 Theresa May tilkynnir um tillögu sína um að flýta þingkosningum um þrjú ár og halda þær þann 8. júní næstkomandi. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. Fyrst var greint frá þessari fyrirætlan May á vef Guardian í gærkvöldi og haft eftir heimildarmanni í Downing-stræti 10. Nú hefur ráðherrann svo sjálf staðfest þetta en í viðtalinu í morgun sagði hún: „Við munum ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum. Ég trúi á kosningabaráttu þar sem stjórnmálamennirnir fara út og hitta kjósendur. Það er það sem ég hef alltaf trúað á, það er það sem ég trúi enn á og ég geri það enn, sem forsætisráðherra, sem þingmaður, ég fer og banka upp á hjá kjósendum í mínu kjördæmi.“Segir ekki boða til kosninga svo auðveldara verði að miðla málum í Brexit Fyrir kosningarnar 2010 tóku formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna þátt í sjónvarpskappræðum á BBC, Sky News og ITV. Árið 2015 gengu hlutirnir hins vegar ekki alveg jafn smurt fyrir sig þar sem David Cameron, þáverandi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, samþykkti að taka þáttt í aðeins einum sjónvarpskappræðum. Það var þá með formönnum sex annarra stjórnmálaflokka og var í eina skiptið sem Cameron mætti Ed Miliband, þáverandi formanni, Verkamannaflokksins fyrir kosningarnar. Í viðtalinu í morgun var May jafnframt spurð út í það hvort hún væri að boða til kosninga nú svo það yrði auðveldara fyrir hana að miðla málum þegar kemur að samningaviðræðunum við Evrópusambandið um úrgöngu Breta úr ESB. Hún sagði svo ekki vera þótt hún hafi ýjað að því í viðtali við breska blaðið The Sun, að því er fram kemur á vef Guardian. „Nei. Þessar kosningar snúast um að ná sem bestum samningi fyrir Bretland, sem bestum samningi fyrir alla hvar sem þeir búa í landinu,“ sagði May í morgun en við The Sun hafði hún ýjað að því að ef verið væri að semja við ESB með kosningar handan við hornið þá mætti sjá það sem veikan blett á samningsstöðu Breta. Því væri betra að kjósa nú. Tengdar fréttir Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00 Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. Fyrst var greint frá þessari fyrirætlan May á vef Guardian í gærkvöldi og haft eftir heimildarmanni í Downing-stræti 10. Nú hefur ráðherrann svo sjálf staðfest þetta en í viðtalinu í morgun sagði hún: „Við munum ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum. Ég trúi á kosningabaráttu þar sem stjórnmálamennirnir fara út og hitta kjósendur. Það er það sem ég hef alltaf trúað á, það er það sem ég trúi enn á og ég geri það enn, sem forsætisráðherra, sem þingmaður, ég fer og banka upp á hjá kjósendum í mínu kjördæmi.“Segir ekki boða til kosninga svo auðveldara verði að miðla málum í Brexit Fyrir kosningarnar 2010 tóku formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna þátt í sjónvarpskappræðum á BBC, Sky News og ITV. Árið 2015 gengu hlutirnir hins vegar ekki alveg jafn smurt fyrir sig þar sem David Cameron, þáverandi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, samþykkti að taka þáttt í aðeins einum sjónvarpskappræðum. Það var þá með formönnum sex annarra stjórnmálaflokka og var í eina skiptið sem Cameron mætti Ed Miliband, þáverandi formanni, Verkamannaflokksins fyrir kosningarnar. Í viðtalinu í morgun var May jafnframt spurð út í það hvort hún væri að boða til kosninga nú svo það yrði auðveldara fyrir hana að miðla málum þegar kemur að samningaviðræðunum við Evrópusambandið um úrgöngu Breta úr ESB. Hún sagði svo ekki vera þótt hún hafi ýjað að því í viðtali við breska blaðið The Sun, að því er fram kemur á vef Guardian. „Nei. Þessar kosningar snúast um að ná sem bestum samningi fyrir Bretland, sem bestum samningi fyrir alla hvar sem þeir búa í landinu,“ sagði May í morgun en við The Sun hafði hún ýjað að því að ef verið væri að semja við ESB með kosningar handan við hornið þá mætti sjá það sem veikan blett á samningsstöðu Breta. Því væri betra að kjósa nú.
Tengdar fréttir Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00 Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00