Segir útspil Theresu May afar klókt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2017 13:00 Eiríkur segir að May tryggi sér almennilegt umboð með kosningunum. Mynd/samsett „Sem taktískt herbragð er þetta mjög klókt hjá Theresu May og verður líklega til þess að tryggja henni meirihluta Íhaldslokksins næstu fimm árin,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í morgun til kosninga þann 8. júní næstkomandi. Síðustu kosningar í Bretlandi voru haldnar árið 2015 en lögum samkvæmt er breska þinginu heimilt að flýta kosningum sem eiga að jafnaði að vera á fimm ára fresti. Til þess þarf tvo þriðju greiddra atkvæða í þinginu en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að flokkur hans muni styðja tillögu um þingkosningar. Þannig er tillaga May komin með þann meirihluta sem til þarf.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Theresa May var aldrei kosin forsætisráðherra heldur tók hún við af David Cameron þegar hann sagði af sér í fyrra eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Eiríkur segir að með því að boða til kosninga sé hún að tryggja lýðræðislegt umboð sitt og stuðning við áætlun stjórnvalda um úrgöngu úr Evrópusambandinu. „Í hönd eru að fara þessar flóknu samningaviðræður við Evrópusambandið,“ segir hann. „Theresa May þarf aukinn stuðning og aukið lögmæti á bak við sig. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir það að hafa tekið við völdum án kosninga og hefur þar af leiðandi ekki fullt umboð.“ Með því að boða til kosninga gæti hún öðlast fullt umboð við að leiða samningaviðræður um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Síðan er líka á það að líta að helsti andstæðingur Íhaldsflokksins, Verkamannaflokkurinn, er hreinlega í tætlum sem stendur undir forystu Jeremy Corbyn,“ segir Eiríkur. Íhaldsflokkurinn hefur verið að mælast með yfirburðum í skoðanakönnunum. Í nýjustu skoðanakönnun YouGov mælist flokkurinn með 42 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn með 25 prósent.Skoðanakönnun YouGovCreate column chartsHann segir að þó að Corbyn eigi inni einhvern stuðning hjá grasrót flokksins og hjá þeim sem tóku þátt í formannskosningunni eigi hann lítinn stuðning innan eigin þingflokks. „Það eru litlar sem engar líkur á því að verkamannaflokkurinn nái vopnum sínum í tæka tíð til að mæta í þessar kosningar sem raunverulegur áskorandi Íhaldsflokksins.“Sjá einnig: Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir kosningar Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira
„Sem taktískt herbragð er þetta mjög klókt hjá Theresu May og verður líklega til þess að tryggja henni meirihluta Íhaldslokksins næstu fimm árin,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í morgun til kosninga þann 8. júní næstkomandi. Síðustu kosningar í Bretlandi voru haldnar árið 2015 en lögum samkvæmt er breska þinginu heimilt að flýta kosningum sem eiga að jafnaði að vera á fimm ára fresti. Til þess þarf tvo þriðju greiddra atkvæða í þinginu en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að flokkur hans muni styðja tillögu um þingkosningar. Þannig er tillaga May komin með þann meirihluta sem til þarf.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Theresa May var aldrei kosin forsætisráðherra heldur tók hún við af David Cameron þegar hann sagði af sér í fyrra eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Eiríkur segir að með því að boða til kosninga sé hún að tryggja lýðræðislegt umboð sitt og stuðning við áætlun stjórnvalda um úrgöngu úr Evrópusambandinu. „Í hönd eru að fara þessar flóknu samningaviðræður við Evrópusambandið,“ segir hann. „Theresa May þarf aukinn stuðning og aukið lögmæti á bak við sig. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir það að hafa tekið við völdum án kosninga og hefur þar af leiðandi ekki fullt umboð.“ Með því að boða til kosninga gæti hún öðlast fullt umboð við að leiða samningaviðræður um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Síðan er líka á það að líta að helsti andstæðingur Íhaldsflokksins, Verkamannaflokkurinn, er hreinlega í tætlum sem stendur undir forystu Jeremy Corbyn,“ segir Eiríkur. Íhaldsflokkurinn hefur verið að mælast með yfirburðum í skoðanakönnunum. Í nýjustu skoðanakönnun YouGov mælist flokkurinn með 42 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn með 25 prósent.Skoðanakönnun YouGovCreate column chartsHann segir að þó að Corbyn eigi inni einhvern stuðning hjá grasrót flokksins og hjá þeim sem tóku þátt í formannskosningunni eigi hann lítinn stuðning innan eigin þingflokks. „Það eru litlar sem engar líkur á því að verkamannaflokkurinn nái vopnum sínum í tæka tíð til að mæta í þessar kosningar sem raunverulegur áskorandi Íhaldsflokksins.“Sjá einnig: Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir kosningar
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Fleiri fréttir Sýklalyfjaónæmar bakteríur í fyrsta sinn í íslensku búfé Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni Sjá meira