Segir útspil Theresu May afar klókt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2017 13:00 Eiríkur segir að May tryggi sér almennilegt umboð með kosningunum. Mynd/samsett „Sem taktískt herbragð er þetta mjög klókt hjá Theresu May og verður líklega til þess að tryggja henni meirihluta Íhaldslokksins næstu fimm árin,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í morgun til kosninga þann 8. júní næstkomandi. Síðustu kosningar í Bretlandi voru haldnar árið 2015 en lögum samkvæmt er breska þinginu heimilt að flýta kosningum sem eiga að jafnaði að vera á fimm ára fresti. Til þess þarf tvo þriðju greiddra atkvæða í þinginu en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að flokkur hans muni styðja tillögu um þingkosningar. Þannig er tillaga May komin með þann meirihluta sem til þarf.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Theresa May var aldrei kosin forsætisráðherra heldur tók hún við af David Cameron þegar hann sagði af sér í fyrra eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Eiríkur segir að með því að boða til kosninga sé hún að tryggja lýðræðislegt umboð sitt og stuðning við áætlun stjórnvalda um úrgöngu úr Evrópusambandinu. „Í hönd eru að fara þessar flóknu samningaviðræður við Evrópusambandið,“ segir hann. „Theresa May þarf aukinn stuðning og aukið lögmæti á bak við sig. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir það að hafa tekið við völdum án kosninga og hefur þar af leiðandi ekki fullt umboð.“ Með því að boða til kosninga gæti hún öðlast fullt umboð við að leiða samningaviðræður um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Síðan er líka á það að líta að helsti andstæðingur Íhaldsflokksins, Verkamannaflokkurinn, er hreinlega í tætlum sem stendur undir forystu Jeremy Corbyn,“ segir Eiríkur. Íhaldsflokkurinn hefur verið að mælast með yfirburðum í skoðanakönnunum. Í nýjustu skoðanakönnun YouGov mælist flokkurinn með 42 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn með 25 prósent.Skoðanakönnun YouGovCreate column chartsHann segir að þó að Corbyn eigi inni einhvern stuðning hjá grasrót flokksins og hjá þeim sem tóku þátt í formannskosningunni eigi hann lítinn stuðning innan eigin þingflokks. „Það eru litlar sem engar líkur á því að verkamannaflokkurinn nái vopnum sínum í tæka tíð til að mæta í þessar kosningar sem raunverulegur áskorandi Íhaldsflokksins.“Sjá einnig: Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir kosningar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
„Sem taktískt herbragð er þetta mjög klókt hjá Theresu May og verður líklega til þess að tryggja henni meirihluta Íhaldslokksins næstu fimm árin,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í morgun til kosninga þann 8. júní næstkomandi. Síðustu kosningar í Bretlandi voru haldnar árið 2015 en lögum samkvæmt er breska þinginu heimilt að flýta kosningum sem eiga að jafnaði að vera á fimm ára fresti. Til þess þarf tvo þriðju greiddra atkvæða í þinginu en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að flokkur hans muni styðja tillögu um þingkosningar. Þannig er tillaga May komin með þann meirihluta sem til þarf.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Theresa May var aldrei kosin forsætisráðherra heldur tók hún við af David Cameron þegar hann sagði af sér í fyrra eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Eiríkur segir að með því að boða til kosninga sé hún að tryggja lýðræðislegt umboð sitt og stuðning við áætlun stjórnvalda um úrgöngu úr Evrópusambandinu. „Í hönd eru að fara þessar flóknu samningaviðræður við Evrópusambandið,“ segir hann. „Theresa May þarf aukinn stuðning og aukið lögmæti á bak við sig. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir það að hafa tekið við völdum án kosninga og hefur þar af leiðandi ekki fullt umboð.“ Með því að boða til kosninga gæti hún öðlast fullt umboð við að leiða samningaviðræður um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Síðan er líka á það að líta að helsti andstæðingur Íhaldsflokksins, Verkamannaflokkurinn, er hreinlega í tætlum sem stendur undir forystu Jeremy Corbyn,“ segir Eiríkur. Íhaldsflokkurinn hefur verið að mælast með yfirburðum í skoðanakönnunum. Í nýjustu skoðanakönnun YouGov mælist flokkurinn með 42 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn með 25 prósent.Skoðanakönnun YouGovCreate column chartsHann segir að þó að Corbyn eigi inni einhvern stuðning hjá grasrót flokksins og hjá þeim sem tóku þátt í formannskosningunni eigi hann lítinn stuðning innan eigin þingflokks. „Það eru litlar sem engar líkur á því að verkamannaflokkurinn nái vopnum sínum í tæka tíð til að mæta í þessar kosningar sem raunverulegur áskorandi Íhaldsflokksins.“Sjá einnig: Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir kosningar
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira