Segir útspil Theresu May afar klókt Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 18. apríl 2017 13:00 Eiríkur segir að May tryggi sér almennilegt umboð með kosningunum. Mynd/samsett „Sem taktískt herbragð er þetta mjög klókt hjá Theresu May og verður líklega til þess að tryggja henni meirihluta Íhaldslokksins næstu fimm árin,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í morgun til kosninga þann 8. júní næstkomandi. Síðustu kosningar í Bretlandi voru haldnar árið 2015 en lögum samkvæmt er breska þinginu heimilt að flýta kosningum sem eiga að jafnaði að vera á fimm ára fresti. Til þess þarf tvo þriðju greiddra atkvæða í þinginu en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að flokkur hans muni styðja tillögu um þingkosningar. Þannig er tillaga May komin með þann meirihluta sem til þarf.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Theresa May var aldrei kosin forsætisráðherra heldur tók hún við af David Cameron þegar hann sagði af sér í fyrra eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Eiríkur segir að með því að boða til kosninga sé hún að tryggja lýðræðislegt umboð sitt og stuðning við áætlun stjórnvalda um úrgöngu úr Evrópusambandinu. „Í hönd eru að fara þessar flóknu samningaviðræður við Evrópusambandið,“ segir hann. „Theresa May þarf aukinn stuðning og aukið lögmæti á bak við sig. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir það að hafa tekið við völdum án kosninga og hefur þar af leiðandi ekki fullt umboð.“ Með því að boða til kosninga gæti hún öðlast fullt umboð við að leiða samningaviðræður um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Síðan er líka á það að líta að helsti andstæðingur Íhaldsflokksins, Verkamannaflokkurinn, er hreinlega í tætlum sem stendur undir forystu Jeremy Corbyn,“ segir Eiríkur. Íhaldsflokkurinn hefur verið að mælast með yfirburðum í skoðanakönnunum. Í nýjustu skoðanakönnun YouGov mælist flokkurinn með 42 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn með 25 prósent.Skoðanakönnun YouGovCreate column chartsHann segir að þó að Corbyn eigi inni einhvern stuðning hjá grasrót flokksins og hjá þeim sem tóku þátt í formannskosningunni eigi hann lítinn stuðning innan eigin þingflokks. „Það eru litlar sem engar líkur á því að verkamannaflokkurinn nái vopnum sínum í tæka tíð til að mæta í þessar kosningar sem raunverulegur áskorandi Íhaldsflokksins.“Sjá einnig: Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir kosningar Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
„Sem taktískt herbragð er þetta mjög klókt hjá Theresu May og verður líklega til þess að tryggja henni meirihluta Íhaldslokksins næstu fimm árin,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, boðaði í morgun til kosninga þann 8. júní næstkomandi. Síðustu kosningar í Bretlandi voru haldnar árið 2015 en lögum samkvæmt er breska þinginu heimilt að flýta kosningum sem eiga að jafnaði að vera á fimm ára fresti. Til þess þarf tvo þriðju greiddra atkvæða í þinginu en Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur lýst því yfir að flokkur hans muni styðja tillögu um þingkosningar. Þannig er tillaga May komin með þann meirihluta sem til þarf.Sjá einnig: May boðar til kosninga í sumar Theresa May var aldrei kosin forsætisráðherra heldur tók hún við af David Cameron þegar hann sagði af sér í fyrra eftir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Eiríkur segir að með því að boða til kosninga sé hún að tryggja lýðræðislegt umboð sitt og stuðning við áætlun stjórnvalda um úrgöngu úr Evrópusambandinu. „Í hönd eru að fara þessar flóknu samningaviðræður við Evrópusambandið,“ segir hann. „Theresa May þarf aukinn stuðning og aukið lögmæti á bak við sig. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir það að hafa tekið við völdum án kosninga og hefur þar af leiðandi ekki fullt umboð.“ Með því að boða til kosninga gæti hún öðlast fullt umboð við að leiða samningaviðræður um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. „Síðan er líka á það að líta að helsti andstæðingur Íhaldsflokksins, Verkamannaflokkurinn, er hreinlega í tætlum sem stendur undir forystu Jeremy Corbyn,“ segir Eiríkur. Íhaldsflokkurinn hefur verið að mælast með yfirburðum í skoðanakönnunum. Í nýjustu skoðanakönnun YouGov mælist flokkurinn með 42 prósent atkvæða og Verkamannaflokkurinn með 25 prósent.Skoðanakönnun YouGovCreate column chartsHann segir að þó að Corbyn eigi inni einhvern stuðning hjá grasrót flokksins og hjá þeim sem tóku þátt í formannskosningunni eigi hann lítinn stuðning innan eigin þingflokks. „Það eru litlar sem engar líkur á því að verkamannaflokkurinn nái vopnum sínum í tæka tíð til að mæta í þessar kosningar sem raunverulegur áskorandi Íhaldsflokksins.“Sjá einnig: Stjórnarandstaðan vígbýst fyrir kosningar
Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira