May staðfestir að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. apríl 2017 08:44 Theresa May tilkynnir um tillögu sína um að flýta þingkosningum um þrjú ár og halda þær þann 8. júní næstkomandi. vísir/getty Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. Fyrst var greint frá þessari fyrirætlan May á vef Guardian í gærkvöldi og haft eftir heimildarmanni í Downing-stræti 10. Nú hefur ráðherrann svo sjálf staðfest þetta en í viðtalinu í morgun sagði hún: „Við munum ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum. Ég trúi á kosningabaráttu þar sem stjórnmálamennirnir fara út og hitta kjósendur. Það er það sem ég hef alltaf trúað á, það er það sem ég trúi enn á og ég geri það enn, sem forsætisráðherra, sem þingmaður, ég fer og banka upp á hjá kjósendum í mínu kjördæmi.“Segir ekki boða til kosninga svo auðveldara verði að miðla málum í Brexit Fyrir kosningarnar 2010 tóku formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna þátt í sjónvarpskappræðum á BBC, Sky News og ITV. Árið 2015 gengu hlutirnir hins vegar ekki alveg jafn smurt fyrir sig þar sem David Cameron, þáverandi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, samþykkti að taka þáttt í aðeins einum sjónvarpskappræðum. Það var þá með formönnum sex annarra stjórnmálaflokka og var í eina skiptið sem Cameron mætti Ed Miliband, þáverandi formanni, Verkamannaflokksins fyrir kosningarnar. Í viðtalinu í morgun var May jafnframt spurð út í það hvort hún væri að boða til kosninga nú svo það yrði auðveldara fyrir hana að miðla málum þegar kemur að samningaviðræðunum við Evrópusambandið um úrgöngu Breta úr ESB. Hún sagði svo ekki vera þótt hún hafi ýjað að því í viðtali við breska blaðið The Sun, að því er fram kemur á vef Guardian. „Nei. Þessar kosningar snúast um að ná sem bestum samningi fyrir Bretland, sem bestum samningi fyrir alla hvar sem þeir búa í landinu,“ sagði May í morgun en við The Sun hafði hún ýjað að því að ef verið væri að semja við ESB með kosningar handan við hornið þá mætti sjá það sem veikan blett á samningsstöðu Breta. Því væri betra að kjósa nú. Tengdar fréttir Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00 Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, staðfesti í viðtali í morgun að hún muni ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum fyrir komandi þingkosningar í landinu en fastlega er búist við því að breska þingið muni í dag samþykkja tillögu May um að flýta kosningum og verða þær þá haldnar þann 8. júní næstkomandi. Fyrst var greint frá þessari fyrirætlan May á vef Guardian í gærkvöldi og haft eftir heimildarmanni í Downing-stræti 10. Nú hefur ráðherrann svo sjálf staðfest þetta en í viðtalinu í morgun sagði hún: „Við munum ekki taka þátt í sjónvarpskappræðum. Ég trúi á kosningabaráttu þar sem stjórnmálamennirnir fara út og hitta kjósendur. Það er það sem ég hef alltaf trúað á, það er það sem ég trúi enn á og ég geri það enn, sem forsætisráðherra, sem þingmaður, ég fer og banka upp á hjá kjósendum í mínu kjördæmi.“Segir ekki boða til kosninga svo auðveldara verði að miðla málum í Brexit Fyrir kosningarnar 2010 tóku formenn þriggja stærstu stjórnmálaflokkanna þátt í sjónvarpskappræðum á BBC, Sky News og ITV. Árið 2015 gengu hlutirnir hins vegar ekki alveg jafn smurt fyrir sig þar sem David Cameron, þáverandi forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, samþykkti að taka þáttt í aðeins einum sjónvarpskappræðum. Það var þá með formönnum sex annarra stjórnmálaflokka og var í eina skiptið sem Cameron mætti Ed Miliband, þáverandi formanni, Verkamannaflokksins fyrir kosningarnar. Í viðtalinu í morgun var May jafnframt spurð út í það hvort hún væri að boða til kosninga nú svo það yrði auðveldara fyrir hana að miðla málum þegar kemur að samningaviðræðunum við Evrópusambandið um úrgöngu Breta úr ESB. Hún sagði svo ekki vera þótt hún hafi ýjað að því í viðtali við breska blaðið The Sun, að því er fram kemur á vef Guardian. „Nei. Þessar kosningar snúast um að ná sem bestum samningi fyrir Bretland, sem bestum samningi fyrir alla hvar sem þeir búa í landinu,“ sagði May í morgun en við The Sun hafði hún ýjað að því að ef verið væri að semja við ESB með kosningar handan við hornið þá mætti sjá það sem veikan blett á samningsstöðu Breta. Því væri betra að kjósa nú.
Tengdar fréttir Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00 Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00 Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Með svipaða stöðu og Thatcher var í 1983 Víst þykir að breska þingið samþykki að boða til snemmbúinna kosninga. Íhaldsflokkurinn hefur í undanförnum könnunum mælst með öruggt forskot. May vonast til að kosningarnar styrki umboð hennar fyrir viðræður við ESB. 19. apríl 2017 07:00
Íhaldsmenn mælast með mikið forskot Íhaldsflokkurinn í Bretlandi mælist með nær tvöfalt fylgi Verkamannaflokksins í nýrri könnun. 18. apríl 2017 07:00
Segir útspil Theresu May afar klókt Prófessor í stjórnmálafræði telur nær öruggt að Íhaldsflokkurinn muni tryggja sér völd næstu fimm árin. 18. apríl 2017 13:00