

Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag.
Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta.
Hvort sem Vladimír Pútín var að "hrútskýra“ fyrir Angelu Merkel eða eitthvað annað þá hafa viðbrögð hennar farið sem eldur í sinu um netheima.
Margir Mexíkóar eru reiðir út í forseta sinn sem sat hljóður hjá á meðan Donald Trump sagði blaðamönnum að hann ætlaðist enn til þess að Mexíkó greiddi fyrir landamæravegg sem hann lofaði í kosningabaráttunni vestanhafs.