585 sænskar leikkonur stíga fram: „Við þegjum ekki lengur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. nóvember 2017 15:10 Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru Alexandra Rapaport, Sofia Helin og Lena Endre. Vísir/Getty/EPA 585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. Upphaflega skrifuðu 456 leikkonur undir bréfið sem birtist í Svenska dagbladet, en nú er talan komin upp í 585 samkvæmt frétt á vef SvD. Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur kallað stjórnendur stærstu leikhúsa Svíþjóðar á neyðarfund vegna málsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru leikkonurnar Sofie Helin, sem Íslendingar ættu að kannast við úr þáttunum Brúin, Alexandra Rapaport, Helena Bergström, Lia Boysen og Lena Endre. Reyndu að komast inn í hótelherbergi Í bréfinu lýsa konurnar ýmiss konar ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir allt frá áreitni til nauðgunar. Hvorki þolendur né gerendur eru nafngreindir. „Allt tökuliðið og leikararnir voru að gista á sama hóteli. Þegar ég sat ein seinna um kvöldið heyrði ég leikstjórann og leikarann sem lék eiginmann minn, tala um hver fengi mig fyrst. Ég varð hrædd og fór á herbergið mitt á fyrstu hæð. Allt kvöldið heyrði ég í þeim reyna að komast inn í herbergið mitt, bæði í gegnum hurðina og gluggann. Ég bað karlleikara, sem ég hafði aldrei hitt, að vernda mig. Hann gerði það og ég er honum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir ein kona í nafnlausri frásögn. „Ég var í tökum með einum af stærstu stjörnum Svíþjóðar. Hann kom og fór eins og honum sýndist á tökustað, oft í vímu, drukkinn eða timbraður. Allt teymið beið eftir honum, klukkutímum og dögunum saman. Þegar hann loks lét sjá sig snerist allt um að halda honum í góðu skapi. Við áttum nokkrar viðkvæmar senur saman. Hann kunni aldrei textann sinn þannig að umsjónarmaður handrits þurfti að lesa þær fyrst, það var nær ómögulegt að klára verkið. Einn dag tók hann mig til hliðar. Hann sagði að ég hlyti að skilja að það væri ómögulegt fyrir hann að muna textann sinn þegar ég væri svo ótrúlega heit og allt sem hann gæti hugsað um var hvernig ég liti út nakin og hvað hann vildi gera við mig,“ segir önnur kona. Aðrar sögur lýsa kynferðislegri áreitni, reiðiköstum, einelti, hótunum og öðrum atvikum þar sem karlkyns samstarfsmenn fróuðu sér, sýndu á sér kynfærin eða létu kvenkyns meðleikkonur snerta sig. „Við þegjum ekki lengur,“ segja þær sem skrifa undir. „Við munum láta fólk axla ábyrgð og leyfa réttarkerfinu að vinna sitt verk í þeim tilvikum þar sem þess er þörf. Við munum skila skömminni til þeirra sem eiga hana skilið – til gerenda og þeirra sem verja þá.“ Ríkisstjórnin krefst breytinga Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hélt neyðarfund með yfirmönnum stærstu leikhúsa Svíþjóðar í gær. „Ég gerði þeim það ljóst hve alvarlega ríkisstjórnin lítur á þetta mál. Við krefjumst breytinga,“ sagði Kuhnke í viðtali við SvD eftir fundinn. „Ég var hneyksluð, fylltist viðbjóð og reiði,“ sagði Kuhnke aðspurð hvernig sögur kvennanna höfðu snert við henni. Þessar tæpu 600 leikkonur bætast í hóp kvenna sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í skemmtanabransanum að undanförnu. Hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein. Svíþjóð MeToo Bíó og sjónvarp Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
585 sænskar leikkonur hafa skrifað opið bréf þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og kollega. Upphaflega skrifuðu 456 leikkonur undir bréfið sem birtist í Svenska dagbladet, en nú er talan komin upp í 585 samkvæmt frétt á vef SvD. Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hefur kallað stjórnendur stærstu leikhúsa Svíþjóðar á neyðarfund vegna málsins. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið eru leikkonurnar Sofie Helin, sem Íslendingar ættu að kannast við úr þáttunum Brúin, Alexandra Rapaport, Helena Bergström, Lia Boysen og Lena Endre. Reyndu að komast inn í hótelherbergi Í bréfinu lýsa konurnar ýmiss konar ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir allt frá áreitni til nauðgunar. Hvorki þolendur né gerendur eru nafngreindir. „Allt tökuliðið og leikararnir voru að gista á sama hóteli. Þegar ég sat ein seinna um kvöldið heyrði ég leikstjórann og leikarann sem lék eiginmann minn, tala um hver fengi mig fyrst. Ég varð hrædd og fór á herbergið mitt á fyrstu hæð. Allt kvöldið heyrði ég í þeim reyna að komast inn í herbergið mitt, bæði í gegnum hurðina og gluggann. Ég bað karlleikara, sem ég hafði aldrei hitt, að vernda mig. Hann gerði það og ég er honum ævinlega þakklát fyrir það,“ segir ein kona í nafnlausri frásögn. „Ég var í tökum með einum af stærstu stjörnum Svíþjóðar. Hann kom og fór eins og honum sýndist á tökustað, oft í vímu, drukkinn eða timbraður. Allt teymið beið eftir honum, klukkutímum og dögunum saman. Þegar hann loks lét sjá sig snerist allt um að halda honum í góðu skapi. Við áttum nokkrar viðkvæmar senur saman. Hann kunni aldrei textann sinn þannig að umsjónarmaður handrits þurfti að lesa þær fyrst, það var nær ómögulegt að klára verkið. Einn dag tók hann mig til hliðar. Hann sagði að ég hlyti að skilja að það væri ómögulegt fyrir hann að muna textann sinn þegar ég væri svo ótrúlega heit og allt sem hann gæti hugsað um var hvernig ég liti út nakin og hvað hann vildi gera við mig,“ segir önnur kona. Aðrar sögur lýsa kynferðislegri áreitni, reiðiköstum, einelti, hótunum og öðrum atvikum þar sem karlkyns samstarfsmenn fróuðu sér, sýndu á sér kynfærin eða létu kvenkyns meðleikkonur snerta sig. „Við þegjum ekki lengur,“ segja þær sem skrifa undir. „Við munum láta fólk axla ábyrgð og leyfa réttarkerfinu að vinna sitt verk í þeim tilvikum þar sem þess er þörf. Við munum skila skömminni til þeirra sem eiga hana skilið – til gerenda og þeirra sem verja þá.“ Ríkisstjórnin krefst breytinga Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svíþjóðar, hélt neyðarfund með yfirmönnum stærstu leikhúsa Svíþjóðar í gær. „Ég gerði þeim það ljóst hve alvarlega ríkisstjórnin lítur á þetta mál. Við krefjumst breytinga,“ sagði Kuhnke í viðtali við SvD eftir fundinn. „Ég var hneyksluð, fylltist viðbjóð og reiði,“ sagði Kuhnke aðspurð hvernig sögur kvennanna höfðu snert við henni. Þessar tæpu 600 leikkonur bætast í hóp kvenna sem hafa tjáð sig um kynferðislega áreitni í skemmtanabransanum að undanförnu. Hver karlmaðurinn á fætur öðrum hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni eftir að upp komst um brot framleiðandans Harvey Weinstein.
Svíþjóð MeToo Bíó og sjónvarp Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira