María aftur orðin að meiriháttar fellibyl Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2017 13:42 Gríðarlegar hamfarir hafa orðið á Púertó Ríkó af völdum Maríu. Götur San Juan voru stráðar brotnum trjám í morgun. Vísir/AFP Úrhellisrigning heldur áfram á Púertó Ríkó þrátt fyrir að auga fellibyljarins Maríu hafi fært sig frá ströndum eyjunnar í gær. Fellibylurinn hefur valdið hamfaraflóðum þar. Nokkuð dró úr styrk Maríu eftir að hún gekk yfir Púertó Ríkó. New York Times greinir hins vegar frá því að kraftur hennar hafi aftur aukist í þriðja stigs fellibyl í nótt. Viðvarandi vindstyrkur fellibyljarins er nú ríflega 50 m/s. Enn eru allir íbúar Púertó Ríkó án rafmagns og hafa yfirvöld varað við því að það gæti tekið vikur eða mánuði að koma því aftur á alls staðar. „Þetta er ekkert minna en meiriháttar hamfarir,“ sagði Ricardo Roselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó þegar hann lýsti eyðileggingunni sem María hefur valdið. Varað er við skyndiflóðum á eyjunni og veðurfræðingar spáð því að rúmlega hálfur metri úrkomu gæti enn fallið þar á morgun.Óhemjumikil flóð hafa fylgt fellibylnum á Púertó Ríkó. Áfram er varað við úrhelli og hættu á skyndiflóðum.Vísir/AFPSólahringsúrkoman á við þrjá daga af Harvey í HoustonVindstyrkur Maríu olli miklum usla. Brotin tré liggja eins og hráviði víða og skemmdir hafa orðið á húsum. Það eru hins vegar flóðin af völdum úrkomunnar og sjávarflóða sem fylgja fellibylnum sem eru söguleg. Þannig mældist úrkoma á sumum svæðum 60-90 sentímetrar á innan við einum sólahring. Eric Holthaus, bandarískur veðurfræðingur sem skrifar fyrir vefsíðun Grist, bendir á til samanburðar að um rúmlega 80 sentímetrar regns hafi fallið í Houston á þremur dögum þegar fellibylurinn Harvey gekk þar yfir á dögunum.In *less than one day* parts of Puerto Rico have received 24-36"+ of rain.For context: Houston had 32" in *three days* during Harvey. Wow. https://t.co/5dWnxtEPTp— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Holthaus skrifar einnig á Twitter að í Caguas, á austurhluta Púertó Ríkó, sunnan af höfuðborginni San Juan, hafi um það bil metri úrkomu fallið á einum sólahring. Það sé meira en ársúrkoma Seattle-borgar í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir votviðri.On Wednesday, Caguas, P.R. got more rain in a single day (39.67") than Seattle usually gets all year (37").It's a brave new world.— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Áin Río Grande de Loiza hafi tvöhundruðfaldað rennsli sitt. Flóðið í henni sé sex sinnum stærra en fyrra met. María gæti náð á land á Turks og Caicos-eyjum og suðausturhluta Bahamaeyja í kvöld eða nótt Yfirvöld á eyjunni Dóminíku segja að fjórtán manns hafi farist þar af völdum Maríu. Þar er fólk án rafmagns og rennandi vatns. Tveir eru einnig sagðir hafa farist á franska yfirráðasvæðinu Gvadelúpeyju. Vitað er að einn hefur farist á Púertó Ríkó en litlar fréttir hafa þó enn borist af mannskaða þar. Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03 Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
Úrhellisrigning heldur áfram á Púertó Ríkó þrátt fyrir að auga fellibyljarins Maríu hafi fært sig frá ströndum eyjunnar í gær. Fellibylurinn hefur valdið hamfaraflóðum þar. Nokkuð dró úr styrk Maríu eftir að hún gekk yfir Púertó Ríkó. New York Times greinir hins vegar frá því að kraftur hennar hafi aftur aukist í þriðja stigs fellibyl í nótt. Viðvarandi vindstyrkur fellibyljarins er nú ríflega 50 m/s. Enn eru allir íbúar Púertó Ríkó án rafmagns og hafa yfirvöld varað við því að það gæti tekið vikur eða mánuði að koma því aftur á alls staðar. „Þetta er ekkert minna en meiriháttar hamfarir,“ sagði Ricardo Roselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó þegar hann lýsti eyðileggingunni sem María hefur valdið. Varað er við skyndiflóðum á eyjunni og veðurfræðingar spáð því að rúmlega hálfur metri úrkomu gæti enn fallið þar á morgun.Óhemjumikil flóð hafa fylgt fellibylnum á Púertó Ríkó. Áfram er varað við úrhelli og hættu á skyndiflóðum.Vísir/AFPSólahringsúrkoman á við þrjá daga af Harvey í HoustonVindstyrkur Maríu olli miklum usla. Brotin tré liggja eins og hráviði víða og skemmdir hafa orðið á húsum. Það eru hins vegar flóðin af völdum úrkomunnar og sjávarflóða sem fylgja fellibylnum sem eru söguleg. Þannig mældist úrkoma á sumum svæðum 60-90 sentímetrar á innan við einum sólahring. Eric Holthaus, bandarískur veðurfræðingur sem skrifar fyrir vefsíðun Grist, bendir á til samanburðar að um rúmlega 80 sentímetrar regns hafi fallið í Houston á þremur dögum þegar fellibylurinn Harvey gekk þar yfir á dögunum.In *less than one day* parts of Puerto Rico have received 24-36"+ of rain.For context: Houston had 32" in *three days* during Harvey. Wow. https://t.co/5dWnxtEPTp— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Holthaus skrifar einnig á Twitter að í Caguas, á austurhluta Púertó Ríkó, sunnan af höfuðborginni San Juan, hafi um það bil metri úrkomu fallið á einum sólahring. Það sé meira en ársúrkoma Seattle-borgar í Bandaríkjunum sem er þekkt fyrir votviðri.On Wednesday, Caguas, P.R. got more rain in a single day (39.67") than Seattle usually gets all year (37").It's a brave new world.— Eric Holthaus (@EricHolthaus) September 21, 2017 Áin Río Grande de Loiza hafi tvöhundruðfaldað rennsli sitt. Flóðið í henni sé sex sinnum stærra en fyrra met. María gæti náð á land á Turks og Caicos-eyjum og suðausturhluta Bahamaeyja í kvöld eða nótt Yfirvöld á eyjunni Dóminíku segja að fjórtán manns hafi farist þar af völdum Maríu. Þar er fólk án rafmagns og rennandi vatns. Tveir eru einnig sagðir hafa farist á franska yfirráðasvæðinu Gvadelúpeyju. Vitað er að einn hefur farist á Púertó Ríkó en litlar fréttir hafa þó enn borist af mannskaða þar.
Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03 Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Innlent Fleiri fréttir Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Sjá meira
Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49
Dóminíka vönkuð og einangruð frá umheiminum Innviðir á eyjunni eru í henglum eftir að María gekk þar yfir í upphafi vikunnar. 21. september 2017 06:03
Meira tjón fram undan vegna Mariu Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar. 20. september 2017 06:00