Tottenham á enn eftir að stíga stærstu skrefin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. apríl 2017 06:00 Harry Kane gengur niðurlútur af velli eftir 4-2 tap Tottenham fyrir Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Kane skoraði laglegt skallamark í leiknum en það dugði ekki til. vísir/getty „Við þurfum að finna leiðir til að vinna svona leiki. Við vorum miklu betri á löngum köflum en Chelsea fann leið til þess að vinna eins og í úrslitaleik deildabikarsins fyrir tveimur árum. Við vorum líka betri í þeim leik svo það er erfitt að kyngja þessu. Það er erfitt að setja fingur á það af hverju við töpuðum; kannski vantaði smá heppni, þetta féll með þeim og það var erfitt að koma til baka,“ sagði Harry Kane, aðalmarkaskorari Tottenham, eftir 4-2 tapið fyrir Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Kane dró þetta ágætlega saman. Tottenham var sterkari aðilinn lengst af, þá sérstaklega í seinni hálfleiknum fram að þriðja marki Chelsea á 75. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði Nemanja Matic sannkallað draumamark og eftir það var engin leið til baka fyrir Tottenham. Eftir að Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino tók við Tottenham sumarið 2014 hefur liðið verið á stöðugri uppleið. Því hefur samt gengið erfiðlega að vinna allra stærstu leikina og gengið illa á Wembley sem er vandamál því liðið mun spila þar á næsta tímabili á meðan bygging nýs heimavallar stendur yfir. Tottenham tapaði fyrir Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins 2015 og gerði 2-2 jafntefli við sama lið í maí á síðasta ári sem gerði út um möguleika liðsins á að vinna Englandsmeistaratitilinn. Í þeim leik sýndi Spurs mikið agaleysi; missti niður tveggja marka forystu og fékk níu gul spjöld. Tottenham-menn gerðu svo all rækilega í brækurnar í Evrópukeppnum í vetur; fyrst í Meistaradeild Evrópu og svo í Evrópudeildinni. Spurs spilaði fjóra Evrópuleiki á Wembley og vann aðeins einn. Það er freistandi að stimpla Tottenham-menn sem lúsera sem skreppa saman þegar á stóra sviðið er komið. Það er samt ekki alveg sanngjarn dómur, sérstaklega ekki eftir leikinn á laugardaginn. Tottenham spilaði vel og á löngum köflum í seinni hálfleik komst Chelsea ekkert í boltann. Lærisveinar Antonios Conte áttu fimm skot á markið í leiknum og fjögur fóru inn. Fyrsta markið kom beint úr aukaspyrnu, annað markið úr vítaspyrnu og fjórða markið var þrumuskot af löngu færi hjá manni sem hefur skorað heil sex mörk í 143 leikjum fyrir Chelsea. Tottenham fékk alls á sig þrjú mörk úr föstum leikatriðum á laugardaginn sem liðið verst vanalega mjög vel. Það var líka allt annað að sjá Tottenham í leiknum á laugardaginn en í Evrópuleikjunum fyrr í vetur þar sem liðið sýndi allar sínar verstu hliðar. Eins og Kane segir er erfitt að setja fingur á það hvað vantar hjá Tottenham. Liðið er vel mannað í öllum stöðum, í frábæru formi og með góða blöndu flinkra og líkamlega sterkra leikmanna. Og Pochettino virðist vita nákvæmlega hvað hann er að gera og hvert hann stefnir með þetta lið. Kannski þarf Spurs bara tíma. Liðið er ungt en aðeins þrír í leikmannahópnum eru eldri en þrítugir, þar af tveir markverðir. Ef til vill eru þessi sáru töp í stórleikjunum eðlilegir vaxtarverkir hjá liðinu. Tottenham þarf bara að læra að sýna miskunnarleysi, eins og Chelsea sýndi á laugardaginn. „Við vorum sterkari aðilinn í leiknum en þeir voru beittari en við,“ sagði Pochettino eftir leikinn. „Við erum að reyna að bæta okkur. Það er rétt að 4-2 lítur vel út fyrir Chelsea en ég er stoltur af mínum mönnum. Þeir gáfu allt í þetta.“ Einn stærsti lærdómurinn sem Tottenham getur dregið af þessu tímabili er að kaupa betur inn næsta sumar. Leikmannakaupin síðasta sumar voru hálf misheppnuð en Victor Wanyama er sá eini af nýju mönnunum sem hefur skilað sínu. Moussa Sissoko hefur reynst 30 milljóna punda flopp, Vincent Janssen hefur gengið bölvanlega að skora og Georges-Kévin N’Koudou hefur ekki enn byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham má ekki gera sömu mistök næsta sumar. Þetta tímabil er nú þegar orðið það besta hjá Tottenham, hvað stigasöfnun varðar, síðan 1987. Tottenham er með eitt mest spennandi lið í Evrópu og það er allt til alls til að búa til sigurlið á White Hart Lane en Spurs þarf að læra að komast yfir endalínuna. Annars verður það þekkt sem „næstum því“ lið sem er einkunn sem enginn vill fá. Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
„Við þurfum að finna leiðir til að vinna svona leiki. Við vorum miklu betri á löngum köflum en Chelsea fann leið til þess að vinna eins og í úrslitaleik deildabikarsins fyrir tveimur árum. Við vorum líka betri í þeim leik svo það er erfitt að kyngja þessu. Það er erfitt að setja fingur á það af hverju við töpuðum; kannski vantaði smá heppni, þetta féll með þeim og það var erfitt að koma til baka,“ sagði Harry Kane, aðalmarkaskorari Tottenham, eftir 4-2 tapið fyrir Chelsea í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á laugardaginn. Kane dró þetta ágætlega saman. Tottenham var sterkari aðilinn lengst af, þá sérstaklega í seinni hálfleiknum fram að þriðja marki Chelsea á 75. mínútu. Fimm mínútum síðar skoraði Nemanja Matic sannkallað draumamark og eftir það var engin leið til baka fyrir Tottenham. Eftir að Argentínumaðurinn Mauricio Pochettino tók við Tottenham sumarið 2014 hefur liðið verið á stöðugri uppleið. Því hefur samt gengið erfiðlega að vinna allra stærstu leikina og gengið illa á Wembley sem er vandamál því liðið mun spila þar á næsta tímabili á meðan bygging nýs heimavallar stendur yfir. Tottenham tapaði fyrir Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins 2015 og gerði 2-2 jafntefli við sama lið í maí á síðasta ári sem gerði út um möguleika liðsins á að vinna Englandsmeistaratitilinn. Í þeim leik sýndi Spurs mikið agaleysi; missti niður tveggja marka forystu og fékk níu gul spjöld. Tottenham-menn gerðu svo all rækilega í brækurnar í Evrópukeppnum í vetur; fyrst í Meistaradeild Evrópu og svo í Evrópudeildinni. Spurs spilaði fjóra Evrópuleiki á Wembley og vann aðeins einn. Það er freistandi að stimpla Tottenham-menn sem lúsera sem skreppa saman þegar á stóra sviðið er komið. Það er samt ekki alveg sanngjarn dómur, sérstaklega ekki eftir leikinn á laugardaginn. Tottenham spilaði vel og á löngum köflum í seinni hálfleik komst Chelsea ekkert í boltann. Lærisveinar Antonios Conte áttu fimm skot á markið í leiknum og fjögur fóru inn. Fyrsta markið kom beint úr aukaspyrnu, annað markið úr vítaspyrnu og fjórða markið var þrumuskot af löngu færi hjá manni sem hefur skorað heil sex mörk í 143 leikjum fyrir Chelsea. Tottenham fékk alls á sig þrjú mörk úr föstum leikatriðum á laugardaginn sem liðið verst vanalega mjög vel. Það var líka allt annað að sjá Tottenham í leiknum á laugardaginn en í Evrópuleikjunum fyrr í vetur þar sem liðið sýndi allar sínar verstu hliðar. Eins og Kane segir er erfitt að setja fingur á það hvað vantar hjá Tottenham. Liðið er vel mannað í öllum stöðum, í frábæru formi og með góða blöndu flinkra og líkamlega sterkra leikmanna. Og Pochettino virðist vita nákvæmlega hvað hann er að gera og hvert hann stefnir með þetta lið. Kannski þarf Spurs bara tíma. Liðið er ungt en aðeins þrír í leikmannahópnum eru eldri en þrítugir, þar af tveir markverðir. Ef til vill eru þessi sáru töp í stórleikjunum eðlilegir vaxtarverkir hjá liðinu. Tottenham þarf bara að læra að sýna miskunnarleysi, eins og Chelsea sýndi á laugardaginn. „Við vorum sterkari aðilinn í leiknum en þeir voru beittari en við,“ sagði Pochettino eftir leikinn. „Við erum að reyna að bæta okkur. Það er rétt að 4-2 lítur vel út fyrir Chelsea en ég er stoltur af mínum mönnum. Þeir gáfu allt í þetta.“ Einn stærsti lærdómurinn sem Tottenham getur dregið af þessu tímabili er að kaupa betur inn næsta sumar. Leikmannakaupin síðasta sumar voru hálf misheppnuð en Victor Wanyama er sá eini af nýju mönnunum sem hefur skilað sínu. Moussa Sissoko hefur reynst 30 milljóna punda flopp, Vincent Janssen hefur gengið bölvanlega að skora og Georges-Kévin N’Koudou hefur ekki enn byrjað leik í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham má ekki gera sömu mistök næsta sumar. Þetta tímabil er nú þegar orðið það besta hjá Tottenham, hvað stigasöfnun varðar, síðan 1987. Tottenham er með eitt mest spennandi lið í Evrópu og það er allt til alls til að búa til sigurlið á White Hart Lane en Spurs þarf að læra að komast yfir endalínuna. Annars verður það þekkt sem „næstum því“ lið sem er einkunn sem enginn vill fá.
Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira