Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 20:45 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/EPA Yfirvöld Norður-Kóreu komast hjá viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn landinu með umfangsmiklu neti aflandsfélaga. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem hefur ekki verið birt opinberlega. Blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa komist yfir eintak af drögum skýrslunnar. Umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Norður-Kóreu til að reyna að hægja á þróun eldflauga og kjarnorkuvopna í landinu. Sameinuðu þjóðirnar settu rannsóknarnefnd á laggirnar til að kanna fregnir um að ríkið væri að komast hjá þvingununum. Í skýrslu nefndarinnar segir að aðferðir Norður-Kóreu til að komast hjá þvingununum sé sífellt að verða betri og umfangsmeiri. Útsendarar ríkisins eru sagðir vera einstaklega hæfir í að flytja peninga, fólk og vörur, þar á meðal vopn. Þrátt fyrir áðurnefndar þvinganir hafa yfirvöld ríkisins aðgang að alþjóðbankakerfinu með krókaleiðum og þegar það er ómögulegt, notast þeir við gífurlegt magn af reiðufé og gulli. Jafnvel er vitað til þess að íbúar annarra ríkja hafi verið notaðir sem milliliðir. Þá segir í skýrslunni, samkvæmt Reuters, að flugsending til Eretríu hafi verið stöðvuð í fyrra og í henni hafi fundist talstöðvar til hernaðar sem Norður-Kórea var að selja. Það var önnur vopnasending á milli ríkjanna sem hefur verið stöðvuð. Talstöðvarnar voru framleiddar af fyrirtæki í Malasíu sem kallast Glocom. Því er stjórnað af einni leyniþjónustu Norður-Kóreu, Reconnaissance General Bureau. Kína tilkynnti nýverið að þeir muni ekki kaupa kol af Norður-Kóreu á þessu ári. Kolasala er helsta tekjulind Norður-Kóreu. Rannsóknarnefndin segir að þrátt fyrir að ríkið megi einungis selja takmarkað magn af kolum, er útflutningur enn þá mikill í gegnum áðurnefnd aflandsfélög. Nefndin segir eftirfylgni vegna þvingananna vera ábótavant og kallar eftir auknum aðgerðum til að koma í veg fyrir viðskipti Norður-Kóreu. Tengdar fréttir Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu eru reið Kínverjum fyrir að stöðva innflutnings kola frá nágrönnum sínum. 23. febrúar 2017 14:45 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu komast hjá viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn landinu með umfangsmiklu neti aflandsfélaga. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem hefur ekki verið birt opinberlega. Blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa komist yfir eintak af drögum skýrslunnar. Umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Norður-Kóreu til að reyna að hægja á þróun eldflauga og kjarnorkuvopna í landinu. Sameinuðu þjóðirnar settu rannsóknarnefnd á laggirnar til að kanna fregnir um að ríkið væri að komast hjá þvingununum. Í skýrslu nefndarinnar segir að aðferðir Norður-Kóreu til að komast hjá þvingununum sé sífellt að verða betri og umfangsmeiri. Útsendarar ríkisins eru sagðir vera einstaklega hæfir í að flytja peninga, fólk og vörur, þar á meðal vopn. Þrátt fyrir áðurnefndar þvinganir hafa yfirvöld ríkisins aðgang að alþjóðbankakerfinu með krókaleiðum og þegar það er ómögulegt, notast þeir við gífurlegt magn af reiðufé og gulli. Jafnvel er vitað til þess að íbúar annarra ríkja hafi verið notaðir sem milliliðir. Þá segir í skýrslunni, samkvæmt Reuters, að flugsending til Eretríu hafi verið stöðvuð í fyrra og í henni hafi fundist talstöðvar til hernaðar sem Norður-Kórea var að selja. Það var önnur vopnasending á milli ríkjanna sem hefur verið stöðvuð. Talstöðvarnar voru framleiddar af fyrirtæki í Malasíu sem kallast Glocom. Því er stjórnað af einni leyniþjónustu Norður-Kóreu, Reconnaissance General Bureau. Kína tilkynnti nýverið að þeir muni ekki kaupa kol af Norður-Kóreu á þessu ári. Kolasala er helsta tekjulind Norður-Kóreu. Rannsóknarnefndin segir að þrátt fyrir að ríkið megi einungis selja takmarkað magn af kolum, er útflutningur enn þá mikill í gegnum áðurnefnd aflandsfélög. Nefndin segir eftirfylgni vegna þvingananna vera ábótavant og kallar eftir auknum aðgerðum til að koma í veg fyrir viðskipti Norður-Kóreu.
Tengdar fréttir Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu eru reið Kínverjum fyrir að stöðva innflutnings kola frá nágrönnum sínum. 23. febrúar 2017 14:45 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu eru reið Kínverjum fyrir að stöðva innflutnings kola frá nágrönnum sínum. 23. febrúar 2017 14:45
Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30
Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00