Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2017 14:45 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/EPA yfirvöld Norður-Kóreu virðast vera reið nágrönnum sínum í norðri og helsta bandaríki, Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning á kolum frá Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna og kjarnorkuvopnaáætlunar einræðisríkis Kim Jong Un. Opinber fréttaveita Norður-Kóreu, KCNA, nefnir Kína ekki á nafn en segir „nágrannaríki“ sitt vera leiksopp Bandaríkjanna og hafa gert lítið úr árangri Norður-Kóreu varðandi kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.Til marks um yfirburði Í grein sem ber heitið: „Kvikindsleg hegðun nágrannaríkis“ segir að Norður-Kórea hafi nýverið sýnt fram á gífurlega framþróun ríkisins og að alþjóðasamfélagið viðurkenni nú getu Norður-Kóreu til að gera kjarnorkuvopnaárásir.Upplýsingar um síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsÞá séu fjölmiðlar heimsins sammála um að tilraunaskot þann 12. febrúar sé til marks um yfirburði Norður-Kóreu og að ómögulegt sé að greina eldflaugaskot ríkisins og að koma í veg fyrir þau. Þá segir í greininni að nágrannaríki sem haldi því oft fram að þeir séu góðir grannar, hafi gert lítið úr mikilvægi tilraunaskotsins sem „kjarnorkutækni í byrjendaskrefum“. Þar að auki hafi nágrannarnir tekið þau „miskunarlausu skref“ að loka alfarið á viðskipti ríkjanna á milli þvert gegn alþjóðalögum og vísað er til reglugerða Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Kína segjast ekki ætla að kaupa kol af Norður-Kóreu út þetta ár. Þetta var tilkynnt á laugardaginn, um viku eftir síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu. Ríkisstjórn Donald Trump, og hann sjálfur, hefur gagnrýnt Kína fyrir að aðhafast ekki nóg til að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.China has been taking out massive amounts of money & wealth from the U.S. in totally one-sided trade, but won't help with North Korea. Nice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2017 Barnalegar vonir „Þetta ríki, sem segist vera stórveldi, er leiksoppi Bandaríkjanna og ver aðgerðir sínar með því að segja þær ekki eiga að hafa áhrif á lífsskilyrði íbúa Norður-Kóreu, heldur einungis hægja á kjarnorkuvopnaáætluninni,“ segir í greininni. Því er haldið fram að Norður-Kórea hafi þróað kjarnorkuvopn á nokkrum árum, sem hefði tekið önnur ríki tugi ára og hefði lokið við smíði eldflauga fyrir vopnin á einungis sex mánuðum. Það sýni fram á mátt vopnaiðnaðarins í Norður-Kóreu. „Það er alfarið barnalegt að detta í hug að Norður-Kórea muni ekki framleiða kjarnorkuvopn og langdrægnar eldflaugar til að bera þau á milli heimsálfa, vegna þess að nokkrar krónur vanti upp á.“ Greinarhöfundur heldur áfram og segir að kjarnorkuvopn gætu gert Norður-Kóreu kleift að tryggja heimsfrið og koma í veg fyrir árásir á ríkið. Þannig myndi Norður-Kórea vinna lokasigurinn yfir Bandaríkjunum.Framþróun aldrei staðfest Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sprengt fimm kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á síðustu árum. Þá er því haldið fram að þeir búi yfir tækni til að minnka kjarnorkuvopn sín svo hægt sé að koma þeim fyrir í langdrægum eldlflaugum. Með þeim væri hægt að gera árás á Bandaríkin. þetta hefur þó aldrei verið staðfest að sérfræðingum. Donald Trump Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Sjá meira
yfirvöld Norður-Kóreu virðast vera reið nágrönnum sínum í norðri og helsta bandaríki, Kína. Kínverjar hafa stöðvað allan innflutning á kolum frá Norður-Kóreu vegna eldflaugatilrauna og kjarnorkuvopnaáætlunar einræðisríkis Kim Jong Un. Opinber fréttaveita Norður-Kóreu, KCNA, nefnir Kína ekki á nafn en segir „nágrannaríki“ sitt vera leiksopp Bandaríkjanna og hafa gert lítið úr árangri Norður-Kóreu varðandi kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.Til marks um yfirburði Í grein sem ber heitið: „Kvikindsleg hegðun nágrannaríkis“ segir að Norður-Kórea hafi nýverið sýnt fram á gífurlega framþróun ríkisins og að alþjóðasamfélagið viðurkenni nú getu Norður-Kóreu til að gera kjarnorkuvopnaárásir.Upplýsingar um síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu.Vísir/GraphicNewsÞá séu fjölmiðlar heimsins sammála um að tilraunaskot þann 12. febrúar sé til marks um yfirburði Norður-Kóreu og að ómögulegt sé að greina eldflaugaskot ríkisins og að koma í veg fyrir þau. Þá segir í greininni að nágrannaríki sem haldi því oft fram að þeir séu góðir grannar, hafi gert lítið úr mikilvægi tilraunaskotsins sem „kjarnorkutækni í byrjendaskrefum“. Þar að auki hafi nágrannarnir tekið þau „miskunarlausu skref“ að loka alfarið á viðskipti ríkjanna á milli þvert gegn alþjóðalögum og vísað er til reglugerða Sameinuðu þjóðanna. Yfirvöld í Kína segjast ekki ætla að kaupa kol af Norður-Kóreu út þetta ár. Þetta var tilkynnt á laugardaginn, um viku eftir síðasta tilraunaskot Norður-Kóreu. Ríkisstjórn Donald Trump, og hann sjálfur, hefur gagnrýnt Kína fyrir að aðhafast ekki nóg til að stöðva kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreu.China has been taking out massive amounts of money & wealth from the U.S. in totally one-sided trade, but won't help with North Korea. Nice!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 2, 2017 Barnalegar vonir „Þetta ríki, sem segist vera stórveldi, er leiksoppi Bandaríkjanna og ver aðgerðir sínar með því að segja þær ekki eiga að hafa áhrif á lífsskilyrði íbúa Norður-Kóreu, heldur einungis hægja á kjarnorkuvopnaáætluninni,“ segir í greininni. Því er haldið fram að Norður-Kórea hafi þróað kjarnorkuvopn á nokkrum árum, sem hefði tekið önnur ríki tugi ára og hefði lokið við smíði eldflauga fyrir vopnin á einungis sex mánuðum. Það sýni fram á mátt vopnaiðnaðarins í Norður-Kóreu. „Það er alfarið barnalegt að detta í hug að Norður-Kórea muni ekki framleiða kjarnorkuvopn og langdrægnar eldflaugar til að bera þau á milli heimsálfa, vegna þess að nokkrar krónur vanti upp á.“ Greinarhöfundur heldur áfram og segir að kjarnorkuvopn gætu gert Norður-Kóreu kleift að tryggja heimsfrið og koma í veg fyrir árásir á ríkið. Þannig myndi Norður-Kórea vinna lokasigurinn yfir Bandaríkjunum.Framþróun aldrei staðfest Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sprengt fimm kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni á síðustu árum. Þá er því haldið fram að þeir búi yfir tækni til að minnka kjarnorkuvopn sín svo hægt sé að koma þeim fyrir í langdrægum eldlflaugum. Með þeim væri hægt að gera árás á Bandaríkin. þetta hefur þó aldrei verið staðfest að sérfræðingum.
Donald Trump Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Sjá meira