Nota umfangsmikið net aflandsfélaga til að komast hjá þvingunum Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2017 20:45 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. Vísir/EPA Yfirvöld Norður-Kóreu komast hjá viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn landinu með umfangsmiklu neti aflandsfélaga. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem hefur ekki verið birt opinberlega. Blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa komist yfir eintak af drögum skýrslunnar. Umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Norður-Kóreu til að reyna að hægja á þróun eldflauga og kjarnorkuvopna í landinu. Sameinuðu þjóðirnar settu rannsóknarnefnd á laggirnar til að kanna fregnir um að ríkið væri að komast hjá þvingununum. Í skýrslu nefndarinnar segir að aðferðir Norður-Kóreu til að komast hjá þvingununum sé sífellt að verða betri og umfangsmeiri. Útsendarar ríkisins eru sagðir vera einstaklega hæfir í að flytja peninga, fólk og vörur, þar á meðal vopn. Þrátt fyrir áðurnefndar þvinganir hafa yfirvöld ríkisins aðgang að alþjóðbankakerfinu með krókaleiðum og þegar það er ómögulegt, notast þeir við gífurlegt magn af reiðufé og gulli. Jafnvel er vitað til þess að íbúar annarra ríkja hafi verið notaðir sem milliliðir. Þá segir í skýrslunni, samkvæmt Reuters, að flugsending til Eretríu hafi verið stöðvuð í fyrra og í henni hafi fundist talstöðvar til hernaðar sem Norður-Kórea var að selja. Það var önnur vopnasending á milli ríkjanna sem hefur verið stöðvuð. Talstöðvarnar voru framleiddar af fyrirtæki í Malasíu sem kallast Glocom. Því er stjórnað af einni leyniþjónustu Norður-Kóreu, Reconnaissance General Bureau. Kína tilkynnti nýverið að þeir muni ekki kaupa kol af Norður-Kóreu á þessu ári. Kolasala er helsta tekjulind Norður-Kóreu. Rannsóknarnefndin segir að þrátt fyrir að ríkið megi einungis selja takmarkað magn af kolum, er útflutningur enn þá mikill í gegnum áðurnefnd aflandsfélög. Nefndin segir eftirfylgni vegna þvingananna vera ábótavant og kallar eftir auknum aðgerðum til að koma í veg fyrir viðskipti Norður-Kóreu. Tengdar fréttir Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu eru reið Kínverjum fyrir að stöðva innflutnings kola frá nágrönnum sínum. 23. febrúar 2017 14:45 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu komast hjá viðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna gegn landinu með umfangsmiklu neti aflandsfélaga. Þetta kemur fram í rannsóknarskýrslu Sameinuðu þjóðanna sem hefur ekki verið birt opinberlega. Blaðamenn Reuters fréttaveitunnar hafa komist yfir eintak af drögum skýrslunnar. Umfangsmiklum viðskiptaþvingunum hefur verið beitt gegn Norður-Kóreu til að reyna að hægja á þróun eldflauga og kjarnorkuvopna í landinu. Sameinuðu þjóðirnar settu rannsóknarnefnd á laggirnar til að kanna fregnir um að ríkið væri að komast hjá þvingununum. Í skýrslu nefndarinnar segir að aðferðir Norður-Kóreu til að komast hjá þvingununum sé sífellt að verða betri og umfangsmeiri. Útsendarar ríkisins eru sagðir vera einstaklega hæfir í að flytja peninga, fólk og vörur, þar á meðal vopn. Þrátt fyrir áðurnefndar þvinganir hafa yfirvöld ríkisins aðgang að alþjóðbankakerfinu með krókaleiðum og þegar það er ómögulegt, notast þeir við gífurlegt magn af reiðufé og gulli. Jafnvel er vitað til þess að íbúar annarra ríkja hafi verið notaðir sem milliliðir. Þá segir í skýrslunni, samkvæmt Reuters, að flugsending til Eretríu hafi verið stöðvuð í fyrra og í henni hafi fundist talstöðvar til hernaðar sem Norður-Kórea var að selja. Það var önnur vopnasending á milli ríkjanna sem hefur verið stöðvuð. Talstöðvarnar voru framleiddar af fyrirtæki í Malasíu sem kallast Glocom. Því er stjórnað af einni leyniþjónustu Norður-Kóreu, Reconnaissance General Bureau. Kína tilkynnti nýverið að þeir muni ekki kaupa kol af Norður-Kóreu á þessu ári. Kolasala er helsta tekjulind Norður-Kóreu. Rannsóknarnefndin segir að þrátt fyrir að ríkið megi einungis selja takmarkað magn af kolum, er útflutningur enn þá mikill í gegnum áðurnefnd aflandsfélög. Nefndin segir eftirfylgni vegna þvingananna vera ábótavant og kallar eftir auknum aðgerðum til að koma í veg fyrir viðskipti Norður-Kóreu.
Tengdar fréttir Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu eru reið Kínverjum fyrir að stöðva innflutnings kola frá nágrönnum sínum. 23. febrúar 2017 14:45 Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30 Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Sjá meira
Segja Kínverja leiksopp Bandaríkjanna Yfirvöld Norður-Kóreu eru reið Kínverjum fyrir að stöðva innflutnings kola frá nágrönnum sínum. 23. febrúar 2017 14:45
Kim Jong Nam myrtur með gereyðingarvopni VX-taugaeitrið er talið eitraðasta taugaeitur sem þekkist. 24. febrúar 2017 10:30
Bróðurmorð og innflutningsbann Furðufréttir berast enn frá Norður-Kóreu. Yfirvöld eru talin hafa látið myrða bróður leiðtoga ríkisins. Kínverjar sett innflutningsbann á kol frá ríkinu. 25. febrúar 2017 10:00