Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 22:11 Samkvæmt frétt BBC var samkomulagið gert eftir fjögurra mánaða bardaga um borgina og var því ætlað að koma í veg fyrir frekara mannfall hjá Sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra sem hafa myndað bandalagið SDF. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. Vígamennirnir fóru frá borginni í stórri bílalest og hafa þeir dreift sér um Sýrland. Einhverjir hafa jafnvel komist til Tyrklands. ISIS-liðarnir or fjölskyldur þeirra voru fluttir með vörubílum og einnig voru mörg tonn af vopnum og skotfærum flutt með þeim. Blaðamenn BBC hafa rætt við vörubílstjóra sem fluttu fólkið. Bílalestin er sögð hafa verið gífurlega stór. Um 50 vörubílar, þrettán rútur og rúmlega hundrað einkabílar vígamanna voru í bílalestin samkvæmt vitnum BBC.Samkvæmt frétt BBC var samkomulagið gert eftir fjögurra mánaða bardaga um borgina og var því ætlað að koma í veg fyrir frekara mannfall hjá Sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra sem hafa myndað bandalagið SDF. Þá hafa Bandaríkin og Bretland, sem leiða bandalag margra ríkja gegn ISIS, hafa ekki viljað viðurkenna aðkomu sína að samkomulaginu, sem hefur valdið áhyggjum um hvort að vígamenn hryðjuverkasamtakanna hafi komist til annarra landa og hvort ógn stafi af þeim.Viðurkenndu samkomulagið eftir rannsókn Áðurnefnt bandalag gegn ISIS hefur nú viðurkennt að um 250 vígamönnum og fjölskyldum þeirra hafi verið sleppt frá umsátrinu. Ofurstinn Ryan Dillon, talsmaður bandalagsins, segir að þeir hefðu ekki viljað sleppa vígamönnunum en það hafi verið í samræmi við áherslur þeirra varðandi ákvarðanir leiðtoga í Sýrlandi. „Þetta snýr að Sýrlendingum. Þeir eru að berjast og þeir eru að deyja. Þeir taka ákvarðanir varðandi aðgerðir þeirra,“ sagði Dillon. Hann sagði að foringi úr bandalaginu hefði verið viðstaddur þegar viðræður SDF og ISIS fóru fram, en hann hafi ekki tekið þátt í þeim. Þar að auki segir hann að einungis fjórir erlendir vígamenn hafi yfirgefið borgina en þeir séu nú allir í haldi SDF. Það er ekki í samræmi við það sem vitni BBC, bílstjórar bílalestarinnar, sögðu.Borguðu alla sína reikninga Bílstjórarnir sögðu einnig að þeir hefðu verið lamdir og vígamennirnir hefðu komið mjög illa fram við þá. Hins vegar hefðu þeir greitt alla sína reikninga. Verslunareigandi í þorpinu Shanine hafði svipaða sögu að segja. Hann sagði bílalestina hafa stoppað við verslun hans og vígamennirnir og fjölskyldur þeirra hefðu tæmt allar hillur. Enginn hefði þó stolið neinu og það versta sem gerðist hafi verið að nokkrir vígamenn sáu sígarettur, sem þeir segja vera brot á Sharia-lögum. Því eyðilögðu þeir sígaretturnar. BBC ræddi einnig við smyglara sem sérhæfa sig í því að lauma fólki inn í Tyrkland. Þeir segja að undanfarnar vikur hafi þeir haft nóg að gera við að smygla fólki frá Raqqa og inn í Tyrkland. Þar á meðal hafi verið erlendir vígamenn ISIS. Einhverjir hafi talað frönsku og jafnvel ensku. Tengdar fréttir Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Kúrdum boðið að samningaborðinu í Sýrlandi Til stendur að halda fund í Sochi þann 18. nóvember til að stilla til friðar í Sýrlandi. 31. október 2017 16:53 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. Vígamennirnir fóru frá borginni í stórri bílalest og hafa þeir dreift sér um Sýrland. Einhverjir hafa jafnvel komist til Tyrklands. ISIS-liðarnir or fjölskyldur þeirra voru fluttir með vörubílum og einnig voru mörg tonn af vopnum og skotfærum flutt með þeim. Blaðamenn BBC hafa rætt við vörubílstjóra sem fluttu fólkið. Bílalestin er sögð hafa verið gífurlega stór. Um 50 vörubílar, þrettán rútur og rúmlega hundrað einkabílar vígamanna voru í bílalestin samkvæmt vitnum BBC.Samkvæmt frétt BBC var samkomulagið gert eftir fjögurra mánaða bardaga um borgina og var því ætlað að koma í veg fyrir frekara mannfall hjá Sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra sem hafa myndað bandalagið SDF. Þá hafa Bandaríkin og Bretland, sem leiða bandalag margra ríkja gegn ISIS, hafa ekki viljað viðurkenna aðkomu sína að samkomulaginu, sem hefur valdið áhyggjum um hvort að vígamenn hryðjuverkasamtakanna hafi komist til annarra landa og hvort ógn stafi af þeim.Viðurkenndu samkomulagið eftir rannsókn Áðurnefnt bandalag gegn ISIS hefur nú viðurkennt að um 250 vígamönnum og fjölskyldum þeirra hafi verið sleppt frá umsátrinu. Ofurstinn Ryan Dillon, talsmaður bandalagsins, segir að þeir hefðu ekki viljað sleppa vígamönnunum en það hafi verið í samræmi við áherslur þeirra varðandi ákvarðanir leiðtoga í Sýrlandi. „Þetta snýr að Sýrlendingum. Þeir eru að berjast og þeir eru að deyja. Þeir taka ákvarðanir varðandi aðgerðir þeirra,“ sagði Dillon. Hann sagði að foringi úr bandalaginu hefði verið viðstaddur þegar viðræður SDF og ISIS fóru fram, en hann hafi ekki tekið þátt í þeim. Þar að auki segir hann að einungis fjórir erlendir vígamenn hafi yfirgefið borgina en þeir séu nú allir í haldi SDF. Það er ekki í samræmi við það sem vitni BBC, bílstjórar bílalestarinnar, sögðu.Borguðu alla sína reikninga Bílstjórarnir sögðu einnig að þeir hefðu verið lamdir og vígamennirnir hefðu komið mjög illa fram við þá. Hins vegar hefðu þeir greitt alla sína reikninga. Verslunareigandi í þorpinu Shanine hafði svipaða sögu að segja. Hann sagði bílalestina hafa stoppað við verslun hans og vígamennirnir og fjölskyldur þeirra hefðu tæmt allar hillur. Enginn hefði þó stolið neinu og það versta sem gerðist hafi verið að nokkrir vígamenn sáu sígarettur, sem þeir segja vera brot á Sharia-lögum. Því eyðilögðu þeir sígaretturnar. BBC ræddi einnig við smyglara sem sérhæfa sig í því að lauma fólki inn í Tyrkland. Þeir segja að undanfarnar vikur hafi þeir haft nóg að gera við að smygla fólki frá Raqqa og inn í Tyrkland. Þar á meðal hafi verið erlendir vígamenn ISIS. Einhverjir hafi talað frönsku og jafnvel ensku.
Tengdar fréttir Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Kúrdum boðið að samningaborðinu í Sýrlandi Til stendur að halda fund í Sochi þann 18. nóvember til að stilla til friðar í Sýrlandi. 31. október 2017 16:53 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28
Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16
Kúrdum boðið að samningaborðinu í Sýrlandi Til stendur að halda fund í Sochi þann 18. nóvember til að stilla til friðar í Sýrlandi. 31. október 2017 16:53