Slepptu ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra frá Raqqa Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2017 22:11 Samkvæmt frétt BBC var samkomulagið gert eftir fjögurra mánaða bardaga um borgina og var því ætlað að koma í veg fyrir frekara mannfall hjá Sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra sem hafa myndað bandalagið SDF. Vísir/AFP Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. Vígamennirnir fóru frá borginni í stórri bílalest og hafa þeir dreift sér um Sýrland. Einhverjir hafa jafnvel komist til Tyrklands. ISIS-liðarnir or fjölskyldur þeirra voru fluttir með vörubílum og einnig voru mörg tonn af vopnum og skotfærum flutt með þeim. Blaðamenn BBC hafa rætt við vörubílstjóra sem fluttu fólkið. Bílalestin er sögð hafa verið gífurlega stór. Um 50 vörubílar, þrettán rútur og rúmlega hundrað einkabílar vígamanna voru í bílalestin samkvæmt vitnum BBC.Samkvæmt frétt BBC var samkomulagið gert eftir fjögurra mánaða bardaga um borgina og var því ætlað að koma í veg fyrir frekara mannfall hjá Sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra sem hafa myndað bandalagið SDF. Þá hafa Bandaríkin og Bretland, sem leiða bandalag margra ríkja gegn ISIS, hafa ekki viljað viðurkenna aðkomu sína að samkomulaginu, sem hefur valdið áhyggjum um hvort að vígamenn hryðjuverkasamtakanna hafi komist til annarra landa og hvort ógn stafi af þeim.Viðurkenndu samkomulagið eftir rannsókn Áðurnefnt bandalag gegn ISIS hefur nú viðurkennt að um 250 vígamönnum og fjölskyldum þeirra hafi verið sleppt frá umsátrinu. Ofurstinn Ryan Dillon, talsmaður bandalagsins, segir að þeir hefðu ekki viljað sleppa vígamönnunum en það hafi verið í samræmi við áherslur þeirra varðandi ákvarðanir leiðtoga í Sýrlandi. „Þetta snýr að Sýrlendingum. Þeir eru að berjast og þeir eru að deyja. Þeir taka ákvarðanir varðandi aðgerðir þeirra,“ sagði Dillon. Hann sagði að foringi úr bandalaginu hefði verið viðstaddur þegar viðræður SDF og ISIS fóru fram, en hann hafi ekki tekið þátt í þeim. Þar að auki segir hann að einungis fjórir erlendir vígamenn hafi yfirgefið borgina en þeir séu nú allir í haldi SDF. Það er ekki í samræmi við það sem vitni BBC, bílstjórar bílalestarinnar, sögðu.Borguðu alla sína reikninga Bílstjórarnir sögðu einnig að þeir hefðu verið lamdir og vígamennirnir hefðu komið mjög illa fram við þá. Hins vegar hefðu þeir greitt alla sína reikninga. Verslunareigandi í þorpinu Shanine hafði svipaða sögu að segja. Hann sagði bílalestina hafa stoppað við verslun hans og vígamennirnir og fjölskyldur þeirra hefðu tæmt allar hillur. Enginn hefði þó stolið neinu og það versta sem gerðist hafi verið að nokkrir vígamenn sáu sígarettur, sem þeir segja vera brot á Sharia-lögum. Því eyðilögðu þeir sígaretturnar. BBC ræddi einnig við smyglara sem sérhæfa sig í því að lauma fólki inn í Tyrkland. Þeir segja að undanfarnar vikur hafi þeir haft nóg að gera við að smygla fólki frá Raqqa og inn í Tyrkland. Þar á meðal hafi verið erlendir vígamenn ISIS. Einhverjir hafi talað frönsku og jafnvel ensku. Tengdar fréttir Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Kúrdum boðið að samningaborðinu í Sýrlandi Til stendur að halda fund í Sochi þann 18. nóvember til að stilla til friðar í Sýrlandi. 31. október 2017 16:53 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar, bandamenn þeirra, Bandaríkin, Bretar og bandalag þeirra gegn Íslamska ríkinu gerði samkomulag við hundruð vígamanna ISIS um að sleppa þeim og fjölskyldum þeirra frá Raqqa í Sýrlandi. Vígamennirnir fóru frá borginni í stórri bílalest og hafa þeir dreift sér um Sýrland. Einhverjir hafa jafnvel komist til Tyrklands. ISIS-liðarnir or fjölskyldur þeirra voru fluttir með vörubílum og einnig voru mörg tonn af vopnum og skotfærum flutt með þeim. Blaðamenn BBC hafa rætt við vörubílstjóra sem fluttu fólkið. Bílalestin er sögð hafa verið gífurlega stór. Um 50 vörubílar, þrettán rútur og rúmlega hundrað einkabílar vígamanna voru í bílalestin samkvæmt vitnum BBC.Samkvæmt frétt BBC var samkomulagið gert eftir fjögurra mánaða bardaga um borgina og var því ætlað að koma í veg fyrir frekara mannfall hjá Sýrlenskum Kúrdum og bandamönnum þeirra sem hafa myndað bandalagið SDF. Þá hafa Bandaríkin og Bretland, sem leiða bandalag margra ríkja gegn ISIS, hafa ekki viljað viðurkenna aðkomu sína að samkomulaginu, sem hefur valdið áhyggjum um hvort að vígamenn hryðjuverkasamtakanna hafi komist til annarra landa og hvort ógn stafi af þeim.Viðurkenndu samkomulagið eftir rannsókn Áðurnefnt bandalag gegn ISIS hefur nú viðurkennt að um 250 vígamönnum og fjölskyldum þeirra hafi verið sleppt frá umsátrinu. Ofurstinn Ryan Dillon, talsmaður bandalagsins, segir að þeir hefðu ekki viljað sleppa vígamönnunum en það hafi verið í samræmi við áherslur þeirra varðandi ákvarðanir leiðtoga í Sýrlandi. „Þetta snýr að Sýrlendingum. Þeir eru að berjast og þeir eru að deyja. Þeir taka ákvarðanir varðandi aðgerðir þeirra,“ sagði Dillon. Hann sagði að foringi úr bandalaginu hefði verið viðstaddur þegar viðræður SDF og ISIS fóru fram, en hann hafi ekki tekið þátt í þeim. Þar að auki segir hann að einungis fjórir erlendir vígamenn hafi yfirgefið borgina en þeir séu nú allir í haldi SDF. Það er ekki í samræmi við það sem vitni BBC, bílstjórar bílalestarinnar, sögðu.Borguðu alla sína reikninga Bílstjórarnir sögðu einnig að þeir hefðu verið lamdir og vígamennirnir hefðu komið mjög illa fram við þá. Hins vegar hefðu þeir greitt alla sína reikninga. Verslunareigandi í þorpinu Shanine hafði svipaða sögu að segja. Hann sagði bílalestina hafa stoppað við verslun hans og vígamennirnir og fjölskyldur þeirra hefðu tæmt allar hillur. Enginn hefði þó stolið neinu og það versta sem gerðist hafi verið að nokkrir vígamenn sáu sígarettur, sem þeir segja vera brot á Sharia-lögum. Því eyðilögðu þeir sígaretturnar. BBC ræddi einnig við smyglara sem sérhæfa sig í því að lauma fólki inn í Tyrkland. Þeir segja að undanfarnar vikur hafi þeir haft nóg að gera við að smygla fólki frá Raqqa og inn í Tyrkland. Þar á meðal hafi verið erlendir vígamenn ISIS. Einhverjir hafi talað frönsku og jafnvel ensku.
Tengdar fréttir Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45 Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28 Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16 Kúrdum boðið að samningaborðinu í Sýrlandi Til stendur að halda fund í Sochi þann 18. nóvember til að stilla til friðar í Sýrlandi. 31. október 2017 16:53 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Komið að endalokum kalífadæmisins Íslamska ríkið gefur eftir á öllum vígstöðum og setið er um höfuðvígi þeirra í Sýrlandi. Munu samtökin þurkast út með kalífadæminu, eða munu þau færast aftur yfir í skuggana? 14. apríl 2017 08:45
Höfuðvígi Ríkis íslams í Raqqa sagt fallið Bandamenn Bandaríkjamanna í Sýrlandi segjast hafa rekið hryðjuverkasamtökin út úr borginni í eitt skipti fyrir öll. 17. október 2017 13:28
Hundrað vígamenn Ríkis íslams hafa gefist upp síðastliðinn sólarhring Um hundrað vígamenn Íslamska ríkisins hafa gefist upp í sýrlensku borginni Raqqa síðastliðinn sólarhring. 14. október 2017 14:16
Kúrdum boðið að samningaborðinu í Sýrlandi Til stendur að halda fund í Sochi þann 18. nóvember til að stilla til friðar í Sýrlandi. 31. október 2017 16:53