Austurríkismenn blása af reykingabann Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2017 06:31 Ólíkt flestum Evrópulöndum getur fólk reykt inni á matsölustöðum í Austurríki undir ákveðnum kringumstæðum. Vísir/AP Austurríski Frelsisflokkurinn hefur lýst því hátíðlega yfir að hætt verði við fyrirhugað reykingabann á matsölustöðum og knæpum þar í landi, sem taka átti gildi árið 2018. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, sagði að ákvörðunin væri liður í yfirstandandi samningaviðræðum Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins (OVP) um meirihlutasamstarf eftir kosningarnar í landinu í október. „Ég er stoltur af þessari frábæru lausn sem hefur jafnt hagsmuni reykingamanna, veitingamanna sem og hinna reyklausu í heiðri,“ sagði Strache í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Valfrelsið lifir áfram. Rekstrargrundvöllur veitingastaða (sérstaklega minni staða) hefur verið tryggður. Þúsundum starfa, sem áður voru í hættu, hefur verið bjargað,“ bætti reykingamaðurinn Strache við. Fyrirhugað bann var samþykkt árið 2015 af þáverandi stjórnarflokknum, OVP og Jafnaðarmannaflokknum, og átti það að taka gildi í maí næstkomandi. Þó að hið algjöra bann muni ekki taka gildi verða reglur þó lítillega hertar; t.a.m. verður áfram gert ráð fyrir sérstökum reyksvæðum á veitingastöðum og knæpum. Þangað má enginn sem ekki hefur náð 18 ára aldri koma. Að sama skapi verða reykingar í bílum bannaðar ef einhver undir 18 ára aldri er í bifreiðinni og þá verður tóbakskaupaaldur hækkaður úr 16 í 18 ár. Haft er eftir heilbrigðisráðherra landsins á vef Guardian að niðurstöðurnar séu stórt skref afturábak fyrir lýðheilsu Austurríkismanna. Heitir ráðherrann, sem var úr röðum jafnaðarmanna, harðri stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Tengdar fréttir Kurz býður Frelsisflokknum til viðræðna Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun. 24. október 2017 10:26 Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Sjá meira
Austurríski Frelsisflokkurinn hefur lýst því hátíðlega yfir að hætt verði við fyrirhugað reykingabann á matsölustöðum og knæpum þar í landi, sem taka átti gildi árið 2018. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, sagði að ákvörðunin væri liður í yfirstandandi samningaviðræðum Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins (OVP) um meirihlutasamstarf eftir kosningarnar í landinu í október. „Ég er stoltur af þessari frábæru lausn sem hefur jafnt hagsmuni reykingamanna, veitingamanna sem og hinna reyklausu í heiðri,“ sagði Strache í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Valfrelsið lifir áfram. Rekstrargrundvöllur veitingastaða (sérstaklega minni staða) hefur verið tryggður. Þúsundum starfa, sem áður voru í hættu, hefur verið bjargað,“ bætti reykingamaðurinn Strache við. Fyrirhugað bann var samþykkt árið 2015 af þáverandi stjórnarflokknum, OVP og Jafnaðarmannaflokknum, og átti það að taka gildi í maí næstkomandi. Þó að hið algjöra bann muni ekki taka gildi verða reglur þó lítillega hertar; t.a.m. verður áfram gert ráð fyrir sérstökum reyksvæðum á veitingastöðum og knæpum. Þangað má enginn sem ekki hefur náð 18 ára aldri koma. Að sama skapi verða reykingar í bílum bannaðar ef einhver undir 18 ára aldri er í bifreiðinni og þá verður tóbakskaupaaldur hækkaður úr 16 í 18 ár. Haft er eftir heilbrigðisráðherra landsins á vef Guardian að niðurstöðurnar séu stórt skref afturábak fyrir lýðheilsu Austurríkismanna. Heitir ráðherrann, sem var úr röðum jafnaðarmanna, harðri stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili.
Tengdar fréttir Kurz býður Frelsisflokknum til viðræðna Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun. 24. október 2017 10:26 Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Sjá meira
Kurz býður Frelsisflokknum til viðræðna Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun. 24. október 2017 10:26
Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00