Austurríkismenn blása af reykingabann Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2017 06:31 Ólíkt flestum Evrópulöndum getur fólk reykt inni á matsölustöðum í Austurríki undir ákveðnum kringumstæðum. Vísir/AP Austurríski Frelsisflokkurinn hefur lýst því hátíðlega yfir að hætt verði við fyrirhugað reykingabann á matsölustöðum og knæpum þar í landi, sem taka átti gildi árið 2018. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, sagði að ákvörðunin væri liður í yfirstandandi samningaviðræðum Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins (OVP) um meirihlutasamstarf eftir kosningarnar í landinu í október. „Ég er stoltur af þessari frábæru lausn sem hefur jafnt hagsmuni reykingamanna, veitingamanna sem og hinna reyklausu í heiðri,“ sagði Strache í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Valfrelsið lifir áfram. Rekstrargrundvöllur veitingastaða (sérstaklega minni staða) hefur verið tryggður. Þúsundum starfa, sem áður voru í hættu, hefur verið bjargað,“ bætti reykingamaðurinn Strache við. Fyrirhugað bann var samþykkt árið 2015 af þáverandi stjórnarflokknum, OVP og Jafnaðarmannaflokknum, og átti það að taka gildi í maí næstkomandi. Þó að hið algjöra bann muni ekki taka gildi verða reglur þó lítillega hertar; t.a.m. verður áfram gert ráð fyrir sérstökum reyksvæðum á veitingastöðum og knæpum. Þangað má enginn sem ekki hefur náð 18 ára aldri koma. Að sama skapi verða reykingar í bílum bannaðar ef einhver undir 18 ára aldri er í bifreiðinni og þá verður tóbakskaupaaldur hækkaður úr 16 í 18 ár. Haft er eftir heilbrigðisráðherra landsins á vef Guardian að niðurstöðurnar séu stórt skref afturábak fyrir lýðheilsu Austurríkismanna. Heitir ráðherrann, sem var úr röðum jafnaðarmanna, harðri stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Tengdar fréttir Kurz býður Frelsisflokknum til viðræðna Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun. 24. október 2017 10:26 Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Austurríski Frelsisflokkurinn hefur lýst því hátíðlega yfir að hætt verði við fyrirhugað reykingabann á matsölustöðum og knæpum þar í landi, sem taka átti gildi árið 2018. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, sagði að ákvörðunin væri liður í yfirstandandi samningaviðræðum Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins (OVP) um meirihlutasamstarf eftir kosningarnar í landinu í október. „Ég er stoltur af þessari frábæru lausn sem hefur jafnt hagsmuni reykingamanna, veitingamanna sem og hinna reyklausu í heiðri,“ sagði Strache í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Valfrelsið lifir áfram. Rekstrargrundvöllur veitingastaða (sérstaklega minni staða) hefur verið tryggður. Þúsundum starfa, sem áður voru í hættu, hefur verið bjargað,“ bætti reykingamaðurinn Strache við. Fyrirhugað bann var samþykkt árið 2015 af þáverandi stjórnarflokknum, OVP og Jafnaðarmannaflokknum, og átti það að taka gildi í maí næstkomandi. Þó að hið algjöra bann muni ekki taka gildi verða reglur þó lítillega hertar; t.a.m. verður áfram gert ráð fyrir sérstökum reyksvæðum á veitingastöðum og knæpum. Þangað má enginn sem ekki hefur náð 18 ára aldri koma. Að sama skapi verða reykingar í bílum bannaðar ef einhver undir 18 ára aldri er í bifreiðinni og þá verður tóbakskaupaaldur hækkaður úr 16 í 18 ár. Haft er eftir heilbrigðisráðherra landsins á vef Guardian að niðurstöðurnar séu stórt skref afturábak fyrir lýðheilsu Austurríkismanna. Heitir ráðherrann, sem var úr röðum jafnaðarmanna, harðri stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili.
Tengdar fréttir Kurz býður Frelsisflokknum til viðræðna Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun. 24. október 2017 10:26 Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana Sjá meira
Kurz býður Frelsisflokknum til viðræðna Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun. 24. október 2017 10:26
Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00