Trump vísar endurteknum ásökunum um kynferðisáreitni á bug Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2017 15:30 Jessica Leeds (t.v.) og Samantha Holvey (t.h.), tvær kvennanna sem krefjast þingrannsóknar á kynferðisáreitni Trump. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við endurteknum ásökunum kvenna um kynferðislega áreitni með því að saka demókrata um að hafa búið þær til. Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi fullyrt að vitni gætu borið um að ásakanir kvennanna væru rangar sagði Trump í dag að hann ýmist þekkti þær ekki eða hefði aldrei hitt þær. Þrjár konur af þeim að minnsta kosti sextán sem hafa sakað Trump um kynferðislegar árásir eða áreitni komu fram í sjónvarpsviðtali í gær þar sem þær endurtóku ásakanirnar sem komu fyrst fram fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Vísuðu þær meðal annars til þess að umhverfið hefði breyst síðan með fjölda uppljóstrana um kynferðislegt misferli valdamikilla karlmanna. Eins og hans er von og vísa brást Trump persónulega við ásökununum á Twitter í morgun. Þar tengdi hann þær við opinbera rannsókn sem stendur yfir á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. „Þrátt fyrir þúsundir sóaðra klukkustunda og milljónir dollara hefur demókrötum ekki tekist að sýna fram á neitt samráð svo nú snúa þeir sér að röngum ásökunum og uppspunnum sögum kvenna sem ég þekki ekki og/eða hef aldrei hitt. GERVIFRÉTTIR!“ tísti Trump klukkan rétt rúmlega sjö í morgun að staðartíma í Washington-borg. Trump hefur ítrekað hafnað ásökunum um kynferðislega áreitni. Nú segir hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga.Vísir/AFP Ásakendur Trump kröfðust þess að Bandaríkjaþing hæfi rannsókn á kynferðisáreitni Trump. Þær lýstu því meðal annars hvernig Trump hefði káfað á þeim og reynt að kyssa þær gegn vilja þeirra. Jessica Leeds lýsti því hvernig hann hefði ráðist á sig í flugvél á 9. áratugnum. Þegar hún rakst á Trump á samkomu þremur árum síðar hafi hann kallað hana „kuntu“. Nokkrir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa stigið til hliðar síðustu daga og vikur eftir ásakanir um kynferðisáreitni eða óviðeigandi hegðun í garð kvenna. Demókratar hafa hvatt Trump til að segja af sér vegna ásakananna, að því er segir í frétt CNN. Á Twitter réðst Trump einnig hart að Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingkonu demókrata, sem hefur verið á meðal þeirra sem hafa hvatt til afsagnar forsetans nú. Sagði hann meðal annars að hún hefði „grátbeðið“ sig um fjárframlög og að hún myndi gera „hvað sem er“ fyrir þau. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Vísir/AFP Fullyrðingar Trump á Twitter um að hann hafi aldrei hitt konurnar eða þekki þær ríma illa við svör Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, um ásakanirnar í gær. Á blaðamannafundi sagði Huckabee Sanders að í flestum tilfellum gætu sjónarvottar staðfest að sögur kvennanna ættu ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti vísaði blaðafulltrúinn til þess að ásakanirnar hafi upprunalega komið fram fyrir kosningar og kjósendur hafi stutt Trump með því að kjósa hann forseta. Á bak við tjöldin er Trump sagður hafa brugðist reiður við ummælum Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, um að hlusta ætti á konurnar sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann gæti áreitt konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Hann baðst afsökunar á þeim ummælum en gerði lítið úr þeim sem „búningsklefatali“. Upp á síðkastið er forsetinn hins vegar sagður byrjaður að segja viðmælendum sínum ranglega að upptakan sé ekki raunverulega af honum. Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur brugðist við endurteknum ásökunum kvenna um kynferðislega áreitni með því að saka demókrata um að hafa búið þær til. Þrátt fyrir að Hvíta húsið hafi fullyrt að vitni gætu borið um að ásakanir kvennanna væru rangar sagði Trump í dag að hann ýmist þekkti þær ekki eða hefði aldrei hitt þær. Þrjár konur af þeim að minnsta kosti sextán sem hafa sakað Trump um kynferðislegar árásir eða áreitni komu fram í sjónvarpsviðtali í gær þar sem þær endurtóku ásakanirnar sem komu fyrst fram fyrir forsetakosningarnar í fyrra. Vísuðu þær meðal annars til þess að umhverfið hefði breyst síðan með fjölda uppljóstrana um kynferðislegt misferli valdamikilla karlmanna. Eins og hans er von og vísa brást Trump persónulega við ásökununum á Twitter í morgun. Þar tengdi hann þær við opinbera rannsókn sem stendur yfir á því hvort að forsetaframboð hans hafi átt í samráði við rússnesk stjórnvöld. „Þrátt fyrir þúsundir sóaðra klukkustunda og milljónir dollara hefur demókrötum ekki tekist að sýna fram á neitt samráð svo nú snúa þeir sér að röngum ásökunum og uppspunnum sögum kvenna sem ég þekki ekki og/eða hef aldrei hitt. GERVIFRÉTTIR!“ tísti Trump klukkan rétt rúmlega sjö í morgun að staðartíma í Washington-borg. Trump hefur ítrekað hafnað ásökunum um kynferðislega áreitni. Nú segir hann þær runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga.Vísir/AFP Ásakendur Trump kröfðust þess að Bandaríkjaþing hæfi rannsókn á kynferðisáreitni Trump. Þær lýstu því meðal annars hvernig Trump hefði káfað á þeim og reynt að kyssa þær gegn vilja þeirra. Jessica Leeds lýsti því hvernig hann hefði ráðist á sig í flugvél á 9. áratugnum. Þegar hún rakst á Trump á samkomu þremur árum síðar hafi hann kallað hana „kuntu“. Nokkrir þingmenn á Bandaríkjaþingi hafa stigið til hliðar síðustu daga og vikur eftir ásakanir um kynferðisáreitni eða óviðeigandi hegðun í garð kvenna. Demókratar hafa hvatt Trump til að segja af sér vegna ásakananna, að því er segir í frétt CNN. Á Twitter réðst Trump einnig hart að Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingkonu demókrata, sem hefur verið á meðal þeirra sem hafa hvatt til afsagnar forsetans nú. Sagði hann meðal annars að hún hefði „grátbeðið“ sig um fjárframlög og að hún myndi gera „hvað sem er“ fyrir þau. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ.Vísir/AFP Fullyrðingar Trump á Twitter um að hann hafi aldrei hitt konurnar eða þekki þær ríma illa við svör Söruh Huckabee Sanders, blaðafulltrúa Hvíta hússins, um ásakanirnar í gær. Á blaðamannafundi sagði Huckabee Sanders að í flestum tilfellum gætu sjónarvottar staðfest að sögur kvennanna ættu ekki við rök að styðjast. Að öðru leyti vísaði blaðafulltrúinn til þess að ásakanirnar hafi upprunalega komið fram fyrir kosningar og kjósendur hafi stutt Trump með því að kjósa hann forseta. Á bak við tjöldin er Trump sagður hafa brugðist reiður við ummælum Nikki Haley, sendifulltrúa Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, um að hlusta ætti á konurnar sem hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Í kosningabaráttunni í fyrra kom fram gömul upptaka þar sem Trump heyrðist stæra sig af því að hann gæti áreitt konur kynferðislega í krafti frægðar sinnar. Hann baðst afsökunar á þeim ummælum en gerði lítið úr þeim sem „búningsklefatali“. Upp á síðkastið er forsetinn hins vegar sagður byrjaður að segja viðmælendum sínum ranglega að upptakan sé ekki raunverulega af honum.
Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Sjá meira
Krefjast rannsóknar á Trump vegna kynferðislegrar áreitni Konurnar stigu fram fyrir kosningarnar í fyrra og lýstu því hvernig Trump káfaði á þeim og reyndi að kyssa þær gegn vilja þeirra. 11. desember 2017 16:45